Leita að eins árs stúlku eftir að lík systur hennar fannst í sjónum undan ströndum Tenerife Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 14:26 Skip Hafrannsóknastofnunar Spánar leggur leitinni að systrunum lið. Lík annarrar stúlkunnar fannst í vikunni. Vísir/EPA Spænsk yfirvöld leita nú að eins árs gamalli stúlku eftir að lík sem er talið af sex ára gamalli systur hennar fannst í sjónum nærri bát föður þeirra undan ströndum Tenerife. Föðurins er einnig saknað en hann er grunaður um að hafa myrt dætur sínar. Lík sex ára gamallar stúlku fannst í íþróttatösku og bundið við akkeri á þúsund metra dýpi nærri þeim stað sem leitarflokkar fundur mannslausan bát karlmannsins á reki. Réttarmeinafræðingar hafa staðfest að líkið sé af eldri systurinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Önnur íþróttataska fannst nærri hinni en sú var tóm. Leit stendur enn yfir að yngri stúlkunni og föðurnum. Faðirinn heitir Tomás Gimeno en hann er grunaður um að standa að hvarfi dætra sinna, Oliviu sem er sex ára og Önnu sem er eins árs. Hann skilaði stúlkunum ekki til móður sinnar þegar honum bar að gera það í lok apríl, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Beatriz Zimmermann, móðir stúlknanna og fyrrverandi eiginkona Gimeno, hefur haldið því fram að hann hafi hótað því að hún fengi aldrei aftur að sjá dætur sínar. Hvarf systranna hefur slegið marga óhugi á Spáni. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, sendi samúðarkveðjur til móður stúlknanna og ástvina hennar á Twitter. „Ég get ekki ímyndað mér sársauka móður Önnu litlu og Oliviu sem hurfu á Tenerife vegna þeirra hræðilegu frétta sem við vorum að fá,“ tísti Sánchez. Kvenréttindasamtök hafa boðað til mótmæla um allt land í dag vegna vaxandi ofbeldis gegn konum sem hefur lengi verið viðvarandi vandamál á Spáni. Karlmenn hafa drepið átján konur á Spáni það sem af er ári samkvæmt jafnréttisráðuneyti landsins. Frá því að byrjað var að halda utan um slíka tölfræði árið 2013 hafa 1.096 konur verið drepnar. Ofbeldisfullir karlmenn hafa einnig notað börn til þess að koma höggi á núverandi eða fyrrverandi maka. Frá 2013 hafa 39 börn verið myrt af líffræðilegum feðrum sínum. Spánn Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Lík sex ára gamallar stúlku fannst í íþróttatösku og bundið við akkeri á þúsund metra dýpi nærri þeim stað sem leitarflokkar fundur mannslausan bát karlmannsins á reki. Réttarmeinafræðingar hafa staðfest að líkið sé af eldri systurinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Önnur íþróttataska fannst nærri hinni en sú var tóm. Leit stendur enn yfir að yngri stúlkunni og föðurnum. Faðirinn heitir Tomás Gimeno en hann er grunaður um að standa að hvarfi dætra sinna, Oliviu sem er sex ára og Önnu sem er eins árs. Hann skilaði stúlkunum ekki til móður sinnar þegar honum bar að gera það í lok apríl, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Beatriz Zimmermann, móðir stúlknanna og fyrrverandi eiginkona Gimeno, hefur haldið því fram að hann hafi hótað því að hún fengi aldrei aftur að sjá dætur sínar. Hvarf systranna hefur slegið marga óhugi á Spáni. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, sendi samúðarkveðjur til móður stúlknanna og ástvina hennar á Twitter. „Ég get ekki ímyndað mér sársauka móður Önnu litlu og Oliviu sem hurfu á Tenerife vegna þeirra hræðilegu frétta sem við vorum að fá,“ tísti Sánchez. Kvenréttindasamtök hafa boðað til mótmæla um allt land í dag vegna vaxandi ofbeldis gegn konum sem hefur lengi verið viðvarandi vandamál á Spáni. Karlmenn hafa drepið átján konur á Spáni það sem af er ári samkvæmt jafnréttisráðuneyti landsins. Frá því að byrjað var að halda utan um slíka tölfræði árið 2013 hafa 1.096 konur verið drepnar. Ofbeldisfullir karlmenn hafa einnig notað börn til þess að koma höggi á núverandi eða fyrrverandi maka. Frá 2013 hafa 39 börn verið myrt af líffræðilegum feðrum sínum.
Spánn Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira