Ósátt við viðbrögð borgarinnar eftir ítrekaðar kvartanir og milljónarskemmdarverk Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2021 19:35 Birgir og Hulda eru óánægð með viðbrögð borgarinnar. Skemmdir sem unnar voru á bíl þeirra má sjá til hægri á mynd. Vísir/Egill/úr einkasafni Íbúar í miðbæ Reykjavíkur sem hafa ítrekað kvartað undan lélegum aðbúnaði í bílastæðahúsi og kenna aðgerðaleysi borgarinnar um milljónarskemmdarverk sem var unnið á bíl þeirra. Fjölskylda sem búsett er á Hallveigarstíg hefur leigt bílastæði í Bergstöðum við Bergstaðastræti í tuttugu ár. Þrettánda maí síðastliðinn var grjóti kastað inn um glugga á bíl þeirra og rúður mölbrotnar, líkt og sést á þessum myndum. Tjónið hlaupi á að minnsta kosti 1,3 milljónum króna. „Innréttingin er öll tætt, rifið stýri og leður mikið skemmt, skjár og margt fleira ónýtt inni í bílnum,“ segir Birgir Örn Sigurjónsson, íbúi og eigandi bílsins. Afturrúðan var einnig brotin.úr einkasafni Fleiri orðið fyrir tjóni Birgir og Hulda Vigdísardóttir, annar íbúi og kærasta Birgis, segja skemmdarvarginn hafa komist inn um dyr að bílastæðahúsinu sem eigi að vera lokaðar - en síðustu fjóra mánuði hið minnsta hafi hurðin verið biluð og staðið opin. Bílastæðasjóður hafi hvorki brugðist við né svarað ítrekuðum kvörtunum þeirra vegna hurðarinnar en slá fyrir innganginn hafi loks verið komið í gagnið í síðustu viku. „Svo eru fleiri bílar sem hafa orðið fyrir tjóni, það er búið að stela númeraplötu og bensíni hefur verið stolið og fleiri hafa orðið fyrir því að speglar og rúður hafi verið brotnar og við teljum það alvarlega hegðun að geta ekki brugðist við, af hálfu Reykjavíkurborgar og Bílastæðasjóðs,“ segir Hulda. Hurðin sem hefur verið opin í fjóra mánuði, að sögn Birgis og Huldu.Vísir/Egill Þau séu sem betur fer kaskótryggð en kalli fyrst og fremst eftir svörum. Þau greiði 14.500 krónur fyrir stæðið á mánuði í þeirri trú að búnaður virki sem skyldi. „Þetta er bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón,“ segir Hulda. „Maður upplifir smá óöryggi að geta ekki lagt bílnum sínum hérna inni í bílastæðahúsi þar sem hann á að vera öruggur og svo þegar þú kemur að honum er búið að brjótast inn í hann og stela,“ bætir Birgir við. Húsin staðið opin vegna breytinga á aðgangsstýrikerfi Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að sjóðurinn geti ekki borið ábyrgð á skemmdarverkum þriðja aðila, líkt og komi skýrt fram í skilmálum hans. Bergstaðir og önnur bílastæðahús hafi jafnframt undanfarið staðið opin vegna vinnu við að skipta út aðgangsstýringarkerfi. Svarið í heild má sjá hér fyrir neðan: Bílastæðasjóður getur ekki tjáð sig um einstaka mál, en það er að sjálfsögðu afskaplega leiðinlegt þegar aðilar verða fyrir tjóni af einhverjum toga. Bílastæðasjóður getur þó ekki borið ábyrgð á skemmdarverkum þriðja aðila, en í skilmálum mánaðarkorta í bílahúsum Bílastæðasjóðs kemur einnig skýrt fram að Bílastæðasjóður ber ekki ábyrgð á tjóni, innbrotum eða skemmdarverkum á bifreiðum í bílahúsinu. Aðilum, sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni sem rekja má til sakar af hálfu Bílastæðasjóðs/Reykjavíkurborgar, er bent á að leggja fram kröfu í frjálsa ábyrgðartryggingu sem Reykjavíkurborg hefur, en sú trygging tekur til tjóna sem borgin telst bera skaðabótaábyrgð á samkvæmt skaðabótalögum. Undanfarið hefur staðið yfir vinna við að skipta út aðgangsstýringarkerfi í bílahúsum Bílastæðasjóðs og er sú vinna í gangi í bílahúsinu Bergstöðum. Af þeirri ástæðu hafa bílahúsin, hvert fyrir sig, verið opin til einhvers tíma. Eins og greinir á heimasíðu Bílastæðasjóðs er almennt gert ráð fyrir að bílahúsin séu opin frá kl. 07:00-24:00 alla daga vikunnar, en að auki er gert ráð fyrir að mánaðarkorthafar hafi aðgang að húsunum allan sólarhringinn. Skipulag Reykjavík Bílar Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Fjölskylda sem búsett er á Hallveigarstíg hefur leigt bílastæði í Bergstöðum við Bergstaðastræti í tuttugu ár. Þrettánda maí síðastliðinn var grjóti kastað inn um glugga á bíl þeirra og rúður mölbrotnar, líkt og sést á þessum myndum. Tjónið hlaupi á að minnsta kosti 1,3 milljónum króna. „Innréttingin er öll tætt, rifið stýri og leður mikið skemmt, skjár og margt fleira ónýtt inni í bílnum,“ segir Birgir Örn Sigurjónsson, íbúi og eigandi bílsins. Afturrúðan var einnig brotin.úr einkasafni Fleiri orðið fyrir tjóni Birgir og Hulda Vigdísardóttir, annar íbúi og kærasta Birgis, segja skemmdarvarginn hafa komist inn um dyr að bílastæðahúsinu sem eigi að vera lokaðar - en síðustu fjóra mánuði hið minnsta hafi hurðin verið biluð og staðið opin. Bílastæðasjóður hafi hvorki brugðist við né svarað ítrekuðum kvörtunum þeirra vegna hurðarinnar en slá fyrir innganginn hafi loks verið komið í gagnið í síðustu viku. „Svo eru fleiri bílar sem hafa orðið fyrir tjóni, það er búið að stela númeraplötu og bensíni hefur verið stolið og fleiri hafa orðið fyrir því að speglar og rúður hafi verið brotnar og við teljum það alvarlega hegðun að geta ekki brugðist við, af hálfu Reykjavíkurborgar og Bílastæðasjóðs,“ segir Hulda. Hurðin sem hefur verið opin í fjóra mánuði, að sögn Birgis og Huldu.Vísir/Egill Þau séu sem betur fer kaskótryggð en kalli fyrst og fremst eftir svörum. Þau greiði 14.500 krónur fyrir stæðið á mánuði í þeirri trú að búnaður virki sem skyldi. „Þetta er bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón,“ segir Hulda. „Maður upplifir smá óöryggi að geta ekki lagt bílnum sínum hérna inni í bílastæðahúsi þar sem hann á að vera öruggur og svo þegar þú kemur að honum er búið að brjótast inn í hann og stela,“ bætir Birgir við. Húsin staðið opin vegna breytinga á aðgangsstýrikerfi Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að sjóðurinn geti ekki borið ábyrgð á skemmdarverkum þriðja aðila, líkt og komi skýrt fram í skilmálum hans. Bergstaðir og önnur bílastæðahús hafi jafnframt undanfarið staðið opin vegna vinnu við að skipta út aðgangsstýringarkerfi. Svarið í heild má sjá hér fyrir neðan: Bílastæðasjóður getur ekki tjáð sig um einstaka mál, en það er að sjálfsögðu afskaplega leiðinlegt þegar aðilar verða fyrir tjóni af einhverjum toga. Bílastæðasjóður getur þó ekki borið ábyrgð á skemmdarverkum þriðja aðila, en í skilmálum mánaðarkorta í bílahúsum Bílastæðasjóðs kemur einnig skýrt fram að Bílastæðasjóður ber ekki ábyrgð á tjóni, innbrotum eða skemmdarverkum á bifreiðum í bílahúsinu. Aðilum, sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni sem rekja má til sakar af hálfu Bílastæðasjóðs/Reykjavíkurborgar, er bent á að leggja fram kröfu í frjálsa ábyrgðartryggingu sem Reykjavíkurborg hefur, en sú trygging tekur til tjóna sem borgin telst bera skaðabótaábyrgð á samkvæmt skaðabótalögum. Undanfarið hefur staðið yfir vinna við að skipta út aðgangsstýringarkerfi í bílahúsum Bílastæðasjóðs og er sú vinna í gangi í bílahúsinu Bergstöðum. Af þeirri ástæðu hafa bílahúsin, hvert fyrir sig, verið opin til einhvers tíma. Eins og greinir á heimasíðu Bílastæðasjóðs er almennt gert ráð fyrir að bílahúsin séu opin frá kl. 07:00-24:00 alla daga vikunnar, en að auki er gert ráð fyrir að mánaðarkorthafar hafi aðgang að húsunum allan sólarhringinn.
Skipulag Reykjavík Bílar Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira