Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. júní 2021 12:24 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna er ánægð með að tekist hafi samkomulag um þinglok. Vísir/Einar Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þingheimur komst að samkomulagi í gær um að Alþingi ljúki störfum í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu og má búast við að hann standi fram eftir kvöldi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, segir ánægjulegt að tekist hafi að semja um þinglok. Stór mál náðu þó ekki í gegn líkt og hálendisþjóðgarðurinn svo og stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Það er alltaf gott að ná samkomulagi fyrir það fyrsta og þingið er auðvitað komið á lokadag og fram yfir starfsáætlun en við erum ósköp sátt við þetta. Við erum að hérna koma máli í farveg eins og hálendisþjóðagarðinum. Það er auðvitað vonbrigði að afgreiða ekki öll málin sem að við leggjum fram en það nú bara eins og það er. Þarna eru gríðarlega margar umfangsmiklar umsagnir undir eins og í því máli og sama má segja um afglæpavæðinguna og þetta þarf tíma til að fara í gengum þetta og hann í rauninni var búinn. Svo er þetta bara eins og gengur og gerist sumt þarf bara að fá að þroskast betur og ég held að það sá raunin með þessi mál en ég hef fulla trú á því að þau klárist þó ekki gerist það á þessu þingi,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Frá störfum Alþingis.Vísir/Vilhelm Bjarkey segist ánægð með afrakstur flokksins á kjörtímabilinu. „Loftlagsmálin hafa fengið mikla umfjöllun og mikla fjármuni og heilbrigðismálin hafa fengið sama gríðarlega fjármuni, jafnréttismálin hjá forsætisráðherra og fleiri og fleiri mál, landeignarmál og svona. Þannig að við erum bara nokkuð ánægð með okkur þegar við horfum yfir kjörtímabilið með afraksturinn.“ Bjarkey segir að þing komi væntanlega ekki saman aftur fyrr en eftir kosningar. „Það verður borin fram þingfrestun og var mælt fyrir henni hér í gær, forsætisráðherra gerði það, sem að þýðir það þá að við þurfum ekki að koma saman í ágúst aftur til þess að rjúfa þing.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Sjá meira
Þingheimur komst að samkomulagi í gær um að Alþingi ljúki störfum í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu og má búast við að hann standi fram eftir kvöldi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, segir ánægjulegt að tekist hafi að semja um þinglok. Stór mál náðu þó ekki í gegn líkt og hálendisþjóðgarðurinn svo og stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Það er alltaf gott að ná samkomulagi fyrir það fyrsta og þingið er auðvitað komið á lokadag og fram yfir starfsáætlun en við erum ósköp sátt við þetta. Við erum að hérna koma máli í farveg eins og hálendisþjóðagarðinum. Það er auðvitað vonbrigði að afgreiða ekki öll málin sem að við leggjum fram en það nú bara eins og það er. Þarna eru gríðarlega margar umfangsmiklar umsagnir undir eins og í því máli og sama má segja um afglæpavæðinguna og þetta þarf tíma til að fara í gengum þetta og hann í rauninni var búinn. Svo er þetta bara eins og gengur og gerist sumt þarf bara að fá að þroskast betur og ég held að það sá raunin með þessi mál en ég hef fulla trú á því að þau klárist þó ekki gerist það á þessu þingi,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Frá störfum Alþingis.Vísir/Vilhelm Bjarkey segist ánægð með afrakstur flokksins á kjörtímabilinu. „Loftlagsmálin hafa fengið mikla umfjöllun og mikla fjármuni og heilbrigðismálin hafa fengið sama gríðarlega fjármuni, jafnréttismálin hjá forsætisráðherra og fleiri og fleiri mál, landeignarmál og svona. Þannig að við erum bara nokkuð ánægð með okkur þegar við horfum yfir kjörtímabilið með afraksturinn.“ Bjarkey segir að þing komi væntanlega ekki saman aftur fyrr en eftir kosningar. „Það verður borin fram þingfrestun og var mælt fyrir henni hér í gær, forsætisráðherra gerði það, sem að þýðir það þá að við þurfum ekki að koma saman í ágúst aftur til þess að rjúfa þing.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Sjá meira