Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. júní 2021 12:24 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna er ánægð með að tekist hafi samkomulag um þinglok. Vísir/Einar Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þingheimur komst að samkomulagi í gær um að Alþingi ljúki störfum í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu og má búast við að hann standi fram eftir kvöldi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, segir ánægjulegt að tekist hafi að semja um þinglok. Stór mál náðu þó ekki í gegn líkt og hálendisþjóðgarðurinn svo og stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Það er alltaf gott að ná samkomulagi fyrir það fyrsta og þingið er auðvitað komið á lokadag og fram yfir starfsáætlun en við erum ósköp sátt við þetta. Við erum að hérna koma máli í farveg eins og hálendisþjóðagarðinum. Það er auðvitað vonbrigði að afgreiða ekki öll málin sem að við leggjum fram en það nú bara eins og það er. Þarna eru gríðarlega margar umfangsmiklar umsagnir undir eins og í því máli og sama má segja um afglæpavæðinguna og þetta þarf tíma til að fara í gengum þetta og hann í rauninni var búinn. Svo er þetta bara eins og gengur og gerist sumt þarf bara að fá að þroskast betur og ég held að það sá raunin með þessi mál en ég hef fulla trú á því að þau klárist þó ekki gerist það á þessu þingi,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Frá störfum Alþingis.Vísir/Vilhelm Bjarkey segist ánægð með afrakstur flokksins á kjörtímabilinu. „Loftlagsmálin hafa fengið mikla umfjöllun og mikla fjármuni og heilbrigðismálin hafa fengið sama gríðarlega fjármuni, jafnréttismálin hjá forsætisráðherra og fleiri og fleiri mál, landeignarmál og svona. Þannig að við erum bara nokkuð ánægð með okkur þegar við horfum yfir kjörtímabilið með afraksturinn.“ Bjarkey segir að þing komi væntanlega ekki saman aftur fyrr en eftir kosningar. „Það verður borin fram þingfrestun og var mælt fyrir henni hér í gær, forsætisráðherra gerði það, sem að þýðir það þá að við þurfum ekki að koma saman í ágúst aftur til þess að rjúfa þing.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Þingheimur komst að samkomulagi í gær um að Alþingi ljúki störfum í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu og má búast við að hann standi fram eftir kvöldi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, segir ánægjulegt að tekist hafi að semja um þinglok. Stór mál náðu þó ekki í gegn líkt og hálendisþjóðgarðurinn svo og stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Það er alltaf gott að ná samkomulagi fyrir það fyrsta og þingið er auðvitað komið á lokadag og fram yfir starfsáætlun en við erum ósköp sátt við þetta. Við erum að hérna koma máli í farveg eins og hálendisþjóðagarðinum. Það er auðvitað vonbrigði að afgreiða ekki öll málin sem að við leggjum fram en það nú bara eins og það er. Þarna eru gríðarlega margar umfangsmiklar umsagnir undir eins og í því máli og sama má segja um afglæpavæðinguna og þetta þarf tíma til að fara í gengum þetta og hann í rauninni var búinn. Svo er þetta bara eins og gengur og gerist sumt þarf bara að fá að þroskast betur og ég held að það sá raunin með þessi mál en ég hef fulla trú á því að þau klárist þó ekki gerist það á þessu þingi,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Frá störfum Alþingis.Vísir/Vilhelm Bjarkey segist ánægð með afrakstur flokksins á kjörtímabilinu. „Loftlagsmálin hafa fengið mikla umfjöllun og mikla fjármuni og heilbrigðismálin hafa fengið sama gríðarlega fjármuni, jafnréttismálin hjá forsætisráðherra og fleiri og fleiri mál, landeignarmál og svona. Þannig að við erum bara nokkuð ánægð með okkur þegar við horfum yfir kjörtímabilið með afraksturinn.“ Bjarkey segir að þing komi væntanlega ekki saman aftur fyrr en eftir kosningar. „Það verður borin fram þingfrestun og var mælt fyrir henni hér í gær, forsætisráðherra gerði það, sem að þýðir það þá að við þurfum ekki að koma saman í ágúst aftur til þess að rjúfa þing.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira