Þórólfur óttast misskilning um lok faraldurs Árni Sæberg skrifar 12. júní 2021 16:28 Þórólfur segir stöðuna góða en ekki sé enn hægt að fagna sigri. Foto: Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason segir ótímabært að ráðast í mikla tilslökun á fjöldatakmörkunum en að slaka megi verulega á fjarlægðartakmörkunum. Frá og með 15. júní verður létt verulega á samkomutakmörkunum innanlands líkt og Vísir greindi frá í gær. Þrjú hundruð manns munu mega koma saman og nálægðarregla fer úr tveimur metrum í einn. Þá verður þrjú hundruð manns leyft að sitja hlið við hlið á sitjandi viðburðum. Tilslakanirnar eru í samræmi við minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis. Í minnisblaði Þórólfs segir hann að baráttan við COVID-19 hafi gengið vel frá gildistöku þeirrar reglugerðar sem nú er í gildi. Sú reglugerð tók gildi 25. maí síðastliðinn. 42 hafa greinst smitaðir innanlands frá gildistöku reglugerðarinnar en síðustu fimm daga hefur einungis einn greinst smitaður. Sá var í sóttkví. Þórólfur þakkar útbreiddum bólusetningum og einstaklingsbundnum sýkingavörnum þann góða árangur sem unnist hefur undanfarið. Hjarðónæmi ekki náð Þórólfur tekur fram í minnisblaði sínu að veiran sé enn til staðar í samfélaginu og að hjarðónæmi hafi enn ekki verið náð. „198 þúsund einstaklingar hafa fengið a.m.k eina sprautu bóluefnis og rúm 100 þúsund verið full bólusettir. Rúmlega 90 prósent þjóðarinnar, 50 ára og eldri hefur fengið að minnsta kosti eina bólusetningu en tæplega 50 prósent þeirra sem yngri eru. Enn er því nokkuð í land með að góðu hjarðónæmi verði náð meðal yngri einstaklinga,“ segir Þórólfur í minnisblaði sínu. Þórólfur segir útlit vera fyrir að í lok júní muni um 410 þúsund skammtar bóluefnis hafa borist hingað til lands og að það dugi til fullbólusetningar um 60 prósent þjóðarinnar. „Þar sem að enn vantar nokkuð á fullnægjandi þátttöku meðal yngri aldurshópa hér á landi þá tel ég að áfram þurfi að fara rólega í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands þar til meiri þátttöku bólusetninga er náð,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að ný afbrigði kórónuveirunnar hafi meiri og verri áhrif á ungt fólk. Því sé mikilvægt að fara varlega í afléttingar þrátt fyrir fulla bólusetningu meginþorra þeirra sem áður var talið að stafaði helst hætta af veirunni. Faraldrinum er ekki lokið Þórólfur tiltekur að faraldri COVID-19 á Íslandi sé ekki lokið og að mikilvægt sé að fyrirbyggja misskilning þess efnis. „Mikil tilslökun á fjöldatakmörkunum getur gefið þau röngu skilaboð út í samfélagið að faraldrinum sé lokið og það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar útbreiðslu COVID-19.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Frá og með 15. júní verður létt verulega á samkomutakmörkunum innanlands líkt og Vísir greindi frá í gær. Þrjú hundruð manns munu mega koma saman og nálægðarregla fer úr tveimur metrum í einn. Þá verður þrjú hundruð manns leyft að sitja hlið við hlið á sitjandi viðburðum. Tilslakanirnar eru í samræmi við minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis. Í minnisblaði Þórólfs segir hann að baráttan við COVID-19 hafi gengið vel frá gildistöku þeirrar reglugerðar sem nú er í gildi. Sú reglugerð tók gildi 25. maí síðastliðinn. 42 hafa greinst smitaðir innanlands frá gildistöku reglugerðarinnar en síðustu fimm daga hefur einungis einn greinst smitaður. Sá var í sóttkví. Þórólfur þakkar útbreiddum bólusetningum og einstaklingsbundnum sýkingavörnum þann góða árangur sem unnist hefur undanfarið. Hjarðónæmi ekki náð Þórólfur tekur fram í minnisblaði sínu að veiran sé enn til staðar í samfélaginu og að hjarðónæmi hafi enn ekki verið náð. „198 þúsund einstaklingar hafa fengið a.m.k eina sprautu bóluefnis og rúm 100 þúsund verið full bólusettir. Rúmlega 90 prósent þjóðarinnar, 50 ára og eldri hefur fengið að minnsta kosti eina bólusetningu en tæplega 50 prósent þeirra sem yngri eru. Enn er því nokkuð í land með að góðu hjarðónæmi verði náð meðal yngri einstaklinga,“ segir Þórólfur í minnisblaði sínu. Þórólfur segir útlit vera fyrir að í lok júní muni um 410 þúsund skammtar bóluefnis hafa borist hingað til lands og að það dugi til fullbólusetningar um 60 prósent þjóðarinnar. „Þar sem að enn vantar nokkuð á fullnægjandi þátttöku meðal yngri aldurshópa hér á landi þá tel ég að áfram þurfi að fara rólega í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands þar til meiri þátttöku bólusetninga er náð,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að ný afbrigði kórónuveirunnar hafi meiri og verri áhrif á ungt fólk. Því sé mikilvægt að fara varlega í afléttingar þrátt fyrir fulla bólusetningu meginþorra þeirra sem áður var talið að stafaði helst hætta af veirunni. Faraldrinum er ekki lokið Þórólfur tiltekur að faraldri COVID-19 á Íslandi sé ekki lokið og að mikilvægt sé að fyrirbyggja misskilning þess efnis. „Mikil tilslökun á fjöldatakmörkunum getur gefið þau röngu skilaboð út í samfélagið að faraldrinum sé lokið og það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar útbreiðslu COVID-19.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira