Donnarumma búinn að semja við PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2021 22:01 Donnarumma hefur spilað 27 A-landsleiki fyrir Ítalíu. EPA-EFE/Alessandra Tarantino Svo virðist sem markvörðurinn Gianluigi Donnarumma sé búinn að semja við franska stórliðið París Saint-Germain. Samningur hans gildir til ársins 2026 en læknisskoðunin fer ekki fram fyrr en eftir leik Ítalíu og Sviss. Það er ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greindi fyrstur manna frá þessu á Twitter-síðu sinni. Þrátt fyrir ungan aldur er Donnarumma aðalmarkvörður Ítala og hefur verið í dágóðan tíma. Hann er því önnum kafinn á Evrópumótinu sem nú fer fram. Ítalía lagði Tyrkland 3-0 í fyrsta leik og mætir Sviss í öðrum leik sínum á miðvikudaginn kemur. Að honum loknum mun hinn 22 ára gamli Donnarumma fara í læknisskoðun og í kjölfarið vera tilkynntur sem leikmaður PSG. Þá staðfestir Romano að markvörðurinn muni ekki fara á lán eins og talið var en það er mjög stutt síðan franska stórliðið framlengdi samning markvarðarins Kaylor Navas. Það er því ljóst að PSG ætlar sér að vera með tvo mjög færa markverði á næstu leiktíð. Gianluigi Donnarumma contract with Paris Saint-Germain until 2026 has been completed. Medicals scheduled after Wednesday then it s gonna be official. He s NOT leaving on loan, he s staying as Keylor. #PSGAfter signing Gini and Gigio, PSG will focus on a new right back. — Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 13, 2021 Donnarumma er annar leikmaðurinn sem PSG sækir í sumar en hollenski miðjumaðurinn Gini Wijnaldum kom á frjálsri sölu frá Liverpool á dögunum. Talið er að PSG ætli nú að snúa sér að því að finna nýjan hægri bakvörð. Hefur Achraf Hakimi, bakvörður Ítalíumeistara Inter Milan, verið nefndur til sögunnar. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Sjá meira
Það er ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greindi fyrstur manna frá þessu á Twitter-síðu sinni. Þrátt fyrir ungan aldur er Donnarumma aðalmarkvörður Ítala og hefur verið í dágóðan tíma. Hann er því önnum kafinn á Evrópumótinu sem nú fer fram. Ítalía lagði Tyrkland 3-0 í fyrsta leik og mætir Sviss í öðrum leik sínum á miðvikudaginn kemur. Að honum loknum mun hinn 22 ára gamli Donnarumma fara í læknisskoðun og í kjölfarið vera tilkynntur sem leikmaður PSG. Þá staðfestir Romano að markvörðurinn muni ekki fara á lán eins og talið var en það er mjög stutt síðan franska stórliðið framlengdi samning markvarðarins Kaylor Navas. Það er því ljóst að PSG ætlar sér að vera með tvo mjög færa markverði á næstu leiktíð. Gianluigi Donnarumma contract with Paris Saint-Germain until 2026 has been completed. Medicals scheduled after Wednesday then it s gonna be official. He s NOT leaving on loan, he s staying as Keylor. #PSGAfter signing Gini and Gigio, PSG will focus on a new right back. — Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 13, 2021 Donnarumma er annar leikmaðurinn sem PSG sækir í sumar en hollenski miðjumaðurinn Gini Wijnaldum kom á frjálsri sölu frá Liverpool á dögunum. Talið er að PSG ætli nú að snúa sér að því að finna nýjan hægri bakvörð. Hefur Achraf Hakimi, bakvörður Ítalíumeistara Inter Milan, verið nefndur til sögunnar.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Sjá meira