Partý út um allt og veislusalir að bókast upp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. júní 2021 18:48 Dagmar Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka viðburðafyrirtækja. Vísir/Sigurjón Viðburðafyrirtæki hafa vart undan við að skipuleggja samkomur fyrir hópa og fyrirtæki og viðlíka sala hefur varla sést síðan fyrir bankahrun. Salir eru að bókast upp og síminn stoppar varla hjá tónlistarfólki landsins, að sögn skipuleggjanda. „Það er bara brjálað að gera. Við höfum ekki undan við að svara fyrirspurnum og tölvupóstum. Það eru allir að bíða eftir að gera eitthvað saman,” segir Dagmar Haraldsdóttir, formaður Samtaka viðburðafyrirtækja. Sléttir fimmtán mánuðir eru á morgun fráþví að samkomubann var sett á hér á landi, í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Fordæmalausir tímar kalla á fordæmalausar aðgerðir, sagði forsætisráðherra og óraði engan fyrir því að næsta tæpa eina og hálfa árið myndi einkennast af inniveru og fjarfundum. Loks er farið að sjást til sólar nú þegar bólusetningum vindur fram og vinir, vandamenn og vinnufélagar fá að koma saman að nýju. Fyrirtæki stukku mörg hver á tækifærið þegar dregið var úr samkomutakmörkunum í síðasta mánuði og hafa nýtt sér 150 manna heimildina til hins ítrasta. „Maður finnur að fyrirtækin eru ekki bara að bóka einn viðburð heldur fjóra, fimm viðburði næstu mánuði bara til að setja í dagatalið,” segir Dagmar. Fréttastofa heyrði frá viðburðafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að viðlíka sala hafi ekki sést síðan fyrir bankahrun – þó veislurnar séu nokkuð lágstemmdari en til dæmis Baugsveislan fræga í Mónakó þegar Tina Turner steig á svið. Dagmar segir að nóg sé til í starfsmannasjóðum og að fólki sé farið að lengja eftir því að hittast, fagna og skemmta sér. Veislurnar séu því margar vissulega veglegar. „Fólk er klárlega að leyfa sér kannski aðeins meira þvíþaðá nóg til,” segir hún. Nú sé hins vegar hver að verða síðastur að skipuleggja árið. „Maður finnur það að salirnir eru að verða uppbókaðir og ekki síst tónlistarfólkið, sem er alveg frábært.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
„Það er bara brjálað að gera. Við höfum ekki undan við að svara fyrirspurnum og tölvupóstum. Það eru allir að bíða eftir að gera eitthvað saman,” segir Dagmar Haraldsdóttir, formaður Samtaka viðburðafyrirtækja. Sléttir fimmtán mánuðir eru á morgun fráþví að samkomubann var sett á hér á landi, í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Fordæmalausir tímar kalla á fordæmalausar aðgerðir, sagði forsætisráðherra og óraði engan fyrir því að næsta tæpa eina og hálfa árið myndi einkennast af inniveru og fjarfundum. Loks er farið að sjást til sólar nú þegar bólusetningum vindur fram og vinir, vandamenn og vinnufélagar fá að koma saman að nýju. Fyrirtæki stukku mörg hver á tækifærið þegar dregið var úr samkomutakmörkunum í síðasta mánuði og hafa nýtt sér 150 manna heimildina til hins ítrasta. „Maður finnur að fyrirtækin eru ekki bara að bóka einn viðburð heldur fjóra, fimm viðburði næstu mánuði bara til að setja í dagatalið,” segir Dagmar. Fréttastofa heyrði frá viðburðafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að viðlíka sala hafi ekki sést síðan fyrir bankahrun – þó veislurnar séu nokkuð lágstemmdari en til dæmis Baugsveislan fræga í Mónakó þegar Tina Turner steig á svið. Dagmar segir að nóg sé til í starfsmannasjóðum og að fólki sé farið að lengja eftir því að hittast, fagna og skemmta sér. Veislurnar séu því margar vissulega veglegar. „Fólk er klárlega að leyfa sér kannski aðeins meira þvíþaðá nóg til,” segir hún. Nú sé hins vegar hver að verða síðastur að skipuleggja árið. „Maður finnur það að salirnir eru að verða uppbókaðir og ekki síst tónlistarfólkið, sem er alveg frábært.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira