Partý út um allt og veislusalir að bókast upp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. júní 2021 18:48 Dagmar Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka viðburðafyrirtækja. Vísir/Sigurjón Viðburðafyrirtæki hafa vart undan við að skipuleggja samkomur fyrir hópa og fyrirtæki og viðlíka sala hefur varla sést síðan fyrir bankahrun. Salir eru að bókast upp og síminn stoppar varla hjá tónlistarfólki landsins, að sögn skipuleggjanda. „Það er bara brjálað að gera. Við höfum ekki undan við að svara fyrirspurnum og tölvupóstum. Það eru allir að bíða eftir að gera eitthvað saman,” segir Dagmar Haraldsdóttir, formaður Samtaka viðburðafyrirtækja. Sléttir fimmtán mánuðir eru á morgun fráþví að samkomubann var sett á hér á landi, í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Fordæmalausir tímar kalla á fordæmalausar aðgerðir, sagði forsætisráðherra og óraði engan fyrir því að næsta tæpa eina og hálfa árið myndi einkennast af inniveru og fjarfundum. Loks er farið að sjást til sólar nú þegar bólusetningum vindur fram og vinir, vandamenn og vinnufélagar fá að koma saman að nýju. Fyrirtæki stukku mörg hver á tækifærið þegar dregið var úr samkomutakmörkunum í síðasta mánuði og hafa nýtt sér 150 manna heimildina til hins ítrasta. „Maður finnur að fyrirtækin eru ekki bara að bóka einn viðburð heldur fjóra, fimm viðburði næstu mánuði bara til að setja í dagatalið,” segir Dagmar. Fréttastofa heyrði frá viðburðafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að viðlíka sala hafi ekki sést síðan fyrir bankahrun – þó veislurnar séu nokkuð lágstemmdari en til dæmis Baugsveislan fræga í Mónakó þegar Tina Turner steig á svið. Dagmar segir að nóg sé til í starfsmannasjóðum og að fólki sé farið að lengja eftir því að hittast, fagna og skemmta sér. Veislurnar séu því margar vissulega veglegar. „Fólk er klárlega að leyfa sér kannski aðeins meira þvíþaðá nóg til,” segir hún. Nú sé hins vegar hver að verða síðastur að skipuleggja árið. „Maður finnur það að salirnir eru að verða uppbókaðir og ekki síst tónlistarfólkið, sem er alveg frábært.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
„Það er bara brjálað að gera. Við höfum ekki undan við að svara fyrirspurnum og tölvupóstum. Það eru allir að bíða eftir að gera eitthvað saman,” segir Dagmar Haraldsdóttir, formaður Samtaka viðburðafyrirtækja. Sléttir fimmtán mánuðir eru á morgun fráþví að samkomubann var sett á hér á landi, í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Fordæmalausir tímar kalla á fordæmalausar aðgerðir, sagði forsætisráðherra og óraði engan fyrir því að næsta tæpa eina og hálfa árið myndi einkennast af inniveru og fjarfundum. Loks er farið að sjást til sólar nú þegar bólusetningum vindur fram og vinir, vandamenn og vinnufélagar fá að koma saman að nýju. Fyrirtæki stukku mörg hver á tækifærið þegar dregið var úr samkomutakmörkunum í síðasta mánuði og hafa nýtt sér 150 manna heimildina til hins ítrasta. „Maður finnur að fyrirtækin eru ekki bara að bóka einn viðburð heldur fjóra, fimm viðburði næstu mánuði bara til að setja í dagatalið,” segir Dagmar. Fréttastofa heyrði frá viðburðafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að viðlíka sala hafi ekki sést síðan fyrir bankahrun – þó veislurnar séu nokkuð lágstemmdari en til dæmis Baugsveislan fræga í Mónakó þegar Tina Turner steig á svið. Dagmar segir að nóg sé til í starfsmannasjóðum og að fólki sé farið að lengja eftir því að hittast, fagna og skemmta sér. Veislurnar séu því margar vissulega veglegar. „Fólk er klárlega að leyfa sér kannski aðeins meira þvíþaðá nóg til,” segir hún. Nú sé hins vegar hver að verða síðastur að skipuleggja árið. „Maður finnur það að salirnir eru að verða uppbókaðir og ekki síst tónlistarfólkið, sem er alveg frábært.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira