Börn þiggja greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir í auknum mæli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júní 2021 19:00 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Íslenskur karlmaður fékk nýlega tvær stúlkur á grunnskólaaldri til að senda sér ögrandi myndir, fór svo með þær í verslunarferð og keypti fyrir þær gjafir fyrir tugi þúsunda. Færst hefur í aukana að börn þiggi greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir að sögn verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg. Samkvæmt könnun Rannsóknar- og greiningar sem gerð var í febrúar hafa 3,7 prósent stelpna í 9. bekk og 3,8 % stúlkna í 10. bekk sent ögrandi mynd eða nektarmynd af sér á netinu gegn greiðslu. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra í jafnréttisskóla Reykjavíkur, segir að þróunin sé mjög slæm. „Og þetta eru tölur sem við viljum sjá á núlli alltaf. Vegna þess að þetta er mjög hættulegt og við erum með dæmi um tólf ára gamalt barn sem fékk bara verðlista frá fullorðnum manni yfir þær kynferðislegu athafnir sem hann vildi kaupa af henni,“ segir Kolbrún Hrund. Keypti gjafir fyrir tugi þúsunda Á borði jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar séu nú nokkur mál sem tengjast því að fullorðnir óski eftir kynferðislegum myndum af grunnbörnum. „Og við höfum strax séð dæmi um „grooming“ þar sem viðkomandi er í raun að undirbúa barnið undir eitthvað meira og koma barninu í skuld við sig þar sem viðkomandi fór með tvær ungar stúlkur á grunnskólaaldri í verslunarferð og keypti þar gjafir fyrir tugi þúsunda. Það setur þær í ákveðna stöðu að það er erfitt fyrir þær að segja nei ef hann biður um eitthvað meira og það er erfitt fyrir þær að segja frá því þær vita að þær eiga ekki að þiggja gjafir frá ókunnugum," segir Kolbrún Hrund. Stúlkurnar hafi komist í samband við manninn á Snapchat og sent honum myndir fyrir verslunarferðina. Sem betur fer hafi komist upp um málið áður en skaðinn varð meiri. Snúist um vald yfir líkama barns Þá sé annað mál á borði borgarinnar þar sem ung stúlka seldi fullorðnum manni nektarmynd. „Og hún fékk bara mjög fljótt skilaboð frá hinum fullorðna þar sem hann var búinn að pinna út hvar barnið ætti heima og hótaði því að ef hann fengi ekki myndband myndi hann senda myndina á foreldra hennar og vini,“ segir Kolbrún Hrund. Það að fullorðinn einstaklingur vilji kaupa mynd af barni snúist um vald. „Vegna þess að þú getur fundið hvað sem er á netinu en þú vilt ná ákveðnu valdi yfir ákveðnu barni, þú vilt hafa völd yfir líkama þessa barns,“ segir Kolbrún Hrund. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Samkvæmt könnun Rannsóknar- og greiningar sem gerð var í febrúar hafa 3,7 prósent stelpna í 9. bekk og 3,8 % stúlkna í 10. bekk sent ögrandi mynd eða nektarmynd af sér á netinu gegn greiðslu. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra í jafnréttisskóla Reykjavíkur, segir að þróunin sé mjög slæm. „Og þetta eru tölur sem við viljum sjá á núlli alltaf. Vegna þess að þetta er mjög hættulegt og við erum með dæmi um tólf ára gamalt barn sem fékk bara verðlista frá fullorðnum manni yfir þær kynferðislegu athafnir sem hann vildi kaupa af henni,“ segir Kolbrún Hrund. Keypti gjafir fyrir tugi þúsunda Á borði jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar séu nú nokkur mál sem tengjast því að fullorðnir óski eftir kynferðislegum myndum af grunnbörnum. „Og við höfum strax séð dæmi um „grooming“ þar sem viðkomandi er í raun að undirbúa barnið undir eitthvað meira og koma barninu í skuld við sig þar sem viðkomandi fór með tvær ungar stúlkur á grunnskólaaldri í verslunarferð og keypti þar gjafir fyrir tugi þúsunda. Það setur þær í ákveðna stöðu að það er erfitt fyrir þær að segja nei ef hann biður um eitthvað meira og það er erfitt fyrir þær að segja frá því þær vita að þær eiga ekki að þiggja gjafir frá ókunnugum," segir Kolbrún Hrund. Stúlkurnar hafi komist í samband við manninn á Snapchat og sent honum myndir fyrir verslunarferðina. Sem betur fer hafi komist upp um málið áður en skaðinn varð meiri. Snúist um vald yfir líkama barns Þá sé annað mál á borði borgarinnar þar sem ung stúlka seldi fullorðnum manni nektarmynd. „Og hún fékk bara mjög fljótt skilaboð frá hinum fullorðna þar sem hann var búinn að pinna út hvar barnið ætti heima og hótaði því að ef hann fengi ekki myndband myndi hann senda myndina á foreldra hennar og vini,“ segir Kolbrún Hrund. Það að fullorðinn einstaklingur vilji kaupa mynd af barni snúist um vald. „Vegna þess að þú getur fundið hvað sem er á netinu en þú vilt ná ákveðnu valdi yfir ákveðnu barni, þú vilt hafa völd yfir líkama þessa barns,“ segir Kolbrún Hrund.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira