78% ónæmi náð: Um tvær vikur í afléttingu allra takmarkana Snorri Másson skrifar 15. júní 2021 17:09 Svandís Svavarsdóttir talar um að aflétta öllum takmörkunum í lok júní. Vísir/Vilhelm Hlutfall fullorðinna Íslendinga sem eru ónæmir fyrir Covid-19 er komið upp í 78,1%, þ.e. þeirra sem eru annaðhvort komnir með fyrsta skammt bóluefnis eða ónæmi vegna sýkingar. Heilbrigðisráðuneytið gaf út fyrr á þessu ári að þegar 75% fólks væri komið með fyrsta skammt yrði öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands aflétt. Á skýringarmynd með þeim áformum er meira að segja miðað við 280.000 en ekki 295.000, sem er fjöldinn í bólusetningarhópnum á boluefni.is. Miðað við töflu stjórnvalda eru því í raun um 83% Íslendinga komnir með ónæmi. Ísland er í þriðja sæti á heimsvísu yfir fjölda sem hefur fengið fyrstu bólusetningu, samanber Our World In Data. Afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu á föstudaginn að „í lok júní“ væri stefnt að því að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Ráðherra kynnti þá tilslakanir sem tóku gildi í dag, þar sem 300 mega koma saman. „Við erum að slaka í áttina að því að geta bara slakað alveg,“ sagði Svandís. Ef stjórnvöldum tekst að aflétta öllum takmörkunum fyrir lok mánaðar stenst tafla þeirra enn, enda er þar talað um að ráðist verði í það í „síðari hluta júní.“ Heilbrigðisráðherra hefur því 15 daga. „Ef allt heldur áfram að ganga svona vel þá mun það líka verða þannig að við getum losað um takmarkanir innanlands um mánaðamótin,“ sagði Svandís. Ráðherra bætti því við að strax 25. júní hefðu allir gjaldgengir Íslendingar fengið boð í fyrstu sprautuna af bóluefni. Mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á öðru en að skipuleggjendur stórra viðburða, svo sem Þjóðhátíðar og Menningarnætur, geti miðað við að blása til góðrar veislu. „Ráðherra hefur svo sem boðað að það yrði,“ segir Þórólfur. Hann nefnir þó að ráðherra eigi eftir að fá frá honum tillögur um afléttingar fyrir næstu mánaðamót. Góður gangur sé þó í bólusetningu og við á réttri leið. „Ef þetta gengur allt svona sé ég bara fyrir mér að við getum haldið áfram að létta innanlands og reynt að halda öllu öruggu á landamærum. Við ættum líka að geta létt á aðgerðum þar,“ segir Þórólfur. „Það eru mjög margir fullbólusettir og áfram mikill gangur í bólusetningu. Við ættum að vera komin með mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur.“ Sóttvarnalæknir er bjartsýnn. „Mér finnst þetta líta bara mjög vel út.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Engir upplýsingafundir næstu vikur og uppfæra Covid.is sjaldnar Síðan covid.is verður framvegis uppfærð einungis á mánudögum og fimmtudögum og frá 1. júlí verður síðan einungis uppfærð á fimmtudögum. Þá verða ekki haldnir upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar á næstu vikum nema þörf krefur. 15. júní 2021 12:39 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 15. júní 2021 10:54 Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í dag Í dag taka gildi nýjar reglur um sóttvarnaaðgerðir. Fjöldatakmörk miðast nú við 300 manns og nándarreglan verður einn metri í stað tveggja. Þá er engin regla um nánd á sitjandi viðburðum en öllum skylt að bera grímu. 15. júní 2021 06:56 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið gaf út fyrr á þessu ári að þegar 75% fólks væri komið með fyrsta skammt yrði öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands aflétt. Á skýringarmynd með þeim áformum er meira að segja miðað við 280.000 en ekki 295.000, sem er fjöldinn í bólusetningarhópnum á boluefni.is. Miðað við töflu stjórnvalda eru því í raun um 83% Íslendinga komnir með ónæmi. Ísland er í þriðja sæti á heimsvísu yfir fjölda sem hefur fengið fyrstu bólusetningu, samanber Our World In Data. Afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu á föstudaginn að „í lok júní“ væri stefnt að því að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Ráðherra kynnti þá tilslakanir sem tóku gildi í dag, þar sem 300 mega koma saman. „Við erum að slaka í áttina að því að geta bara slakað alveg,“ sagði Svandís. Ef stjórnvöldum tekst að aflétta öllum takmörkunum fyrir lok mánaðar stenst tafla þeirra enn, enda er þar talað um að ráðist verði í það í „síðari hluta júní.“ Heilbrigðisráðherra hefur því 15 daga. „Ef allt heldur áfram að ganga svona vel þá mun það líka verða þannig að við getum losað um takmarkanir innanlands um mánaðamótin,“ sagði Svandís. Ráðherra bætti því við að strax 25. júní hefðu allir gjaldgengir Íslendingar fengið boð í fyrstu sprautuna af bóluefni. Mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á öðru en að skipuleggjendur stórra viðburða, svo sem Þjóðhátíðar og Menningarnætur, geti miðað við að blása til góðrar veislu. „Ráðherra hefur svo sem boðað að það yrði,“ segir Þórólfur. Hann nefnir þó að ráðherra eigi eftir að fá frá honum tillögur um afléttingar fyrir næstu mánaðamót. Góður gangur sé þó í bólusetningu og við á réttri leið. „Ef þetta gengur allt svona sé ég bara fyrir mér að við getum haldið áfram að létta innanlands og reynt að halda öllu öruggu á landamærum. Við ættum líka að geta létt á aðgerðum þar,“ segir Þórólfur. „Það eru mjög margir fullbólusettir og áfram mikill gangur í bólusetningu. Við ættum að vera komin með mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur.“ Sóttvarnalæknir er bjartsýnn. „Mér finnst þetta líta bara mjög vel út.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Engir upplýsingafundir næstu vikur og uppfæra Covid.is sjaldnar Síðan covid.is verður framvegis uppfærð einungis á mánudögum og fimmtudögum og frá 1. júlí verður síðan einungis uppfærð á fimmtudögum. Þá verða ekki haldnir upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar á næstu vikum nema þörf krefur. 15. júní 2021 12:39 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 15. júní 2021 10:54 Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í dag Í dag taka gildi nýjar reglur um sóttvarnaaðgerðir. Fjöldatakmörk miðast nú við 300 manns og nándarreglan verður einn metri í stað tveggja. Þá er engin regla um nánd á sitjandi viðburðum en öllum skylt að bera grímu. 15. júní 2021 06:56 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Engir upplýsingafundir næstu vikur og uppfæra Covid.is sjaldnar Síðan covid.is verður framvegis uppfærð einungis á mánudögum og fimmtudögum og frá 1. júlí verður síðan einungis uppfærð á fimmtudögum. Þá verða ekki haldnir upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar á næstu vikum nema þörf krefur. 15. júní 2021 12:39
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 15. júní 2021 10:54
Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í dag Í dag taka gildi nýjar reglur um sóttvarnaaðgerðir. Fjöldatakmörk miðast nú við 300 manns og nándarreglan verður einn metri í stað tveggja. Þá er engin regla um nánd á sitjandi viðburðum en öllum skylt að bera grímu. 15. júní 2021 06:56