Milljarðamæringur fjárfestir í veiðihúsum á Íslandi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júní 2021 23:57 MONACO, MONACO - JULY 26: Jim Ratcliffe attends the 71th Monaco Red Cross Ball Gala on July 26, 2019 in Monaco, Monaco. (Photo by Stephane Cardinale - Corbis/Corbis via Getty Images) Getty/Stephane Cardinale Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe ætlar að fjárfesta fyrir fjóra milljarða í verkefni sem ætlað er að vernda laxastofninn á Íslandi. Markmiðið með verkefninu er að snúa við hnignun Norður-Atlantshafslaxstofnsins. Fyrirætlanirnar voru kynntar á blaðamannafundi í dag en þær gera ráð fyrir byggingu fjögurra nýrra veiðihúsa á Norðausturlandi með fjárfestingu fyrir allt að fjóra milljarða króna. Fjármagnið kemur frá auðkýfingnum Jim Ratcliffe. Veiðihúsunum er ætlað að laða að laxveiðimenn sem láta sig viðgang og verndun Norður-Atlantshafslaxins varða. Þau verða staðsett við Miðfjarðará í Bakkafirði, Hofsá og í Vesturárdal, auk þess sem rísa mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði. Svona mun veiðihúsið við Miðfjarðará í Bakkafirði koma til með að líta út. Gætum séð fram á útrýmingu laxins Uppbyggingin er hluti af langtímamarkmiði verkefnisins um að gera óhagnaðardrifið verndarstarfið sjálfbært í viðleitni sinni til að snúa við hnignun Norður-Atlantshafsstofnsins. Allur hagnaður af verkefninu mun renna beint til verndarstarfsins. „Hagnaðurinn er að snúa þeirri þróun við, að við horfum fram á það að laxinum verði útrýmt. Í tölum eru sennilega tveir þriðju af laxastofni Norður-Atlantshafs horfnir á síðastliðnum hundrað árum og ef fram horfir þá gætum við séð fram á það á okkar líftíma að laxinn verði útdauður, “ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers Project á Íslandi. Svona mun veiðihúsið við Hofsá koma til með að líta út. Í tilkynningu frá Six Rivers Project segir að starfsemin muni færa Norðausturlandi sjálfbæra fjárfestingu og styðja við verndun Norður-Atlantshafslaxins á svæðinu til lengri tíma. „Ávinningurinn fest í því að okkar ár þarna á Norðausturlandi hafa haldið ágætlega veiði og haldið ágætlega göngum, en líftími laxa er fjögur til fimm ár. Þannig að hver kynslóð er fjögur til fimm ár að vaxa, þannig þetta gerist hægt en vonandi sem fyrst,“ segir Gísli. Svona mun veiðihúsið í Vesturárdal koma til með að líta út. Svona mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði koma til með að líta út Stangveiði Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Langanesbyggð Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Fyrirætlanirnar voru kynntar á blaðamannafundi í dag en þær gera ráð fyrir byggingu fjögurra nýrra veiðihúsa á Norðausturlandi með fjárfestingu fyrir allt að fjóra milljarða króna. Fjármagnið kemur frá auðkýfingnum Jim Ratcliffe. Veiðihúsunum er ætlað að laða að laxveiðimenn sem láta sig viðgang og verndun Norður-Atlantshafslaxins varða. Þau verða staðsett við Miðfjarðará í Bakkafirði, Hofsá og í Vesturárdal, auk þess sem rísa mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði. Svona mun veiðihúsið við Miðfjarðará í Bakkafirði koma til með að líta út. Gætum séð fram á útrýmingu laxins Uppbyggingin er hluti af langtímamarkmiði verkefnisins um að gera óhagnaðardrifið verndarstarfið sjálfbært í viðleitni sinni til að snúa við hnignun Norður-Atlantshafsstofnsins. Allur hagnaður af verkefninu mun renna beint til verndarstarfsins. „Hagnaðurinn er að snúa þeirri þróun við, að við horfum fram á það að laxinum verði útrýmt. Í tölum eru sennilega tveir þriðju af laxastofni Norður-Atlantshafs horfnir á síðastliðnum hundrað árum og ef fram horfir þá gætum við séð fram á það á okkar líftíma að laxinn verði útdauður, “ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers Project á Íslandi. Svona mun veiðihúsið við Hofsá koma til með að líta út. Í tilkynningu frá Six Rivers Project segir að starfsemin muni færa Norðausturlandi sjálfbæra fjárfestingu og styðja við verndun Norður-Atlantshafslaxins á svæðinu til lengri tíma. „Ávinningurinn fest í því að okkar ár þarna á Norðausturlandi hafa haldið ágætlega veiði og haldið ágætlega göngum, en líftími laxa er fjögur til fimm ár. Þannig að hver kynslóð er fjögur til fimm ár að vaxa, þannig þetta gerist hægt en vonandi sem fyrst,“ segir Gísli. Svona mun veiðihúsið í Vesturárdal koma til með að líta út. Svona mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði koma til með að líta út
Stangveiði Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Langanesbyggð Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira