Bjarni ánægður með fjölmennasta hluthafahóp landsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. júní 2021 12:16 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Vilhelm Hluthafar Íslandsbanka verða um tuttugu og fjögur þúsund eftir hlutafjárútboð bankans og fleiri en í nokkru öðru skráðu fyrirtæki. Umfram eftirspurn eftir hlutabréfum var margföld og fjármálaráðherra segir stóran eigendahóp hafa mikla þýðingu fyrir samfélagslega sátt söluna. Hlutafjárútboðið hófst á mánudaginn í síðustu viku og lauk á hádegi í gær. Þetta er stærsta frumútboð hlutabréfa sem farið hefur fram á Íslandi og óhætt er að segja að áhuginn hafi verið gríðarlegur. Margföld umfram eftirspurn var eftir hlutum og eru hluthafar Ísalndsbanka nú þeir flestu meðal skráðra fyrirtækja. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra, segist ánægður með dreift eignarhald. „Við erum að fá um tuttugu og fjögur þúsund nýja hluthafa í bankanum og erum að enda í efri mörkum verðbilsins sem lagt var upp með, þannig þetta stefnir í að verða afar vel heppnað,“ segir Bjarni. Hann segir góða þátttöku og stóran eigendahóp skipta máli upp á samfélagslega sátt um eignarhaldið. „Ég held að við viljum ekki bara tryggja fólki tækifæri til þess að taka þátt, eins og við gerðum í þessu útboði með því að hafa lágmarks þátttöku þröskuldinn fimmtíu þúsund krónur, heldur viljum við líka sjá að stór kerfislega mikilvæg fyrirtæki séu í sem dreifðasti eignaraðild,“ segir Bjarni og bendir á að einstaklingar geti þá í krafti eignarhalds komið á framfæri sjónarmiðum um reksturinn. Tilboð undir einni milljón króna verða ekki skert. „En það þýðir meðal annar að vegna þessarar miklu eftirspurnar er mjög mikil skerðing á aðra. Aðra en þá sem valdir voru sérstaklega fyrst í ferlinu sem sérstakir hornsteinsfjárfestar. En skerðingin er afleiðing af því að það er mjög mikil umfram eftirspurn.“ Ríkið mun fá um 55,3 milljarða króna fyrir 35 prósenta hlutinn sem boðinn var til sölu. Bjarni segir það hafa mikla þýðingu fyrir ríkissjóð. „Þetta eykur trúðverðugleika okkar við að fjármagna þau verkefni sem við stöndum núna í. Við erum að takast á við afleiðingar heimsfaraldurs og höfum viljað halda úti öflugri opinberri þjónustu án þess að fara í niðurskurð,“ segir Bjarni. Tókst þú þátt? „Ég tók ekki þátt í útboðinu að þessu sinni,“ segir Bjarni. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Sjá meira
Hlutafjárútboðið hófst á mánudaginn í síðustu viku og lauk á hádegi í gær. Þetta er stærsta frumútboð hlutabréfa sem farið hefur fram á Íslandi og óhætt er að segja að áhuginn hafi verið gríðarlegur. Margföld umfram eftirspurn var eftir hlutum og eru hluthafar Ísalndsbanka nú þeir flestu meðal skráðra fyrirtækja. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra, segist ánægður með dreift eignarhald. „Við erum að fá um tuttugu og fjögur þúsund nýja hluthafa í bankanum og erum að enda í efri mörkum verðbilsins sem lagt var upp með, þannig þetta stefnir í að verða afar vel heppnað,“ segir Bjarni. Hann segir góða þátttöku og stóran eigendahóp skipta máli upp á samfélagslega sátt um eignarhaldið. „Ég held að við viljum ekki bara tryggja fólki tækifæri til þess að taka þátt, eins og við gerðum í þessu útboði með því að hafa lágmarks þátttöku þröskuldinn fimmtíu þúsund krónur, heldur viljum við líka sjá að stór kerfislega mikilvæg fyrirtæki séu í sem dreifðasti eignaraðild,“ segir Bjarni og bendir á að einstaklingar geti þá í krafti eignarhalds komið á framfæri sjónarmiðum um reksturinn. Tilboð undir einni milljón króna verða ekki skert. „En það þýðir meðal annar að vegna þessarar miklu eftirspurnar er mjög mikil skerðing á aðra. Aðra en þá sem valdir voru sérstaklega fyrst í ferlinu sem sérstakir hornsteinsfjárfestar. En skerðingin er afleiðing af því að það er mjög mikil umfram eftirspurn.“ Ríkið mun fá um 55,3 milljarða króna fyrir 35 prósenta hlutinn sem boðinn var til sölu. Bjarni segir það hafa mikla þýðingu fyrir ríkissjóð. „Þetta eykur trúðverðugleika okkar við að fjármagna þau verkefni sem við stöndum núna í. Við erum að takast á við afleiðingar heimsfaraldurs og höfum viljað halda úti öflugri opinberri þjónustu án þess að fara í niðurskurð,“ segir Bjarni. Tókst þú þátt? „Ég tók ekki þátt í útboðinu að þessu sinni,“ segir Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Sjá meira