Lögregla stoppaði vegfarendur og bauð þeim far í bólusetningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. júní 2021 15:54 Bólusetningar hafa gengið ágætlega í Húsavík. vísir/vilhelm Mikið kapp var lagt í að koma út öllum bóluefnaskömmtum sem heilsugæslan á Húsavík hafði til umráða í gær eftir heldur dræma mætingu í bólusetningu. Lögreglan á Húsavík lagði þar hönd á plóg, fór á rúntinn, fann óbólusett fólk og kippti því með sér á bólusetningarstöðina. Vísir ræddi við Reykvíking nokkurn sem var staddur á Húsavík í fjölskyldufríi í gær. Sá var óvænt stoppaður af lögreglunni og spurður hvort hann væri bólusettur. Það var hann ekki og var honum því kippt upp í bíl og keyrður í íþróttahúsið í bænum. Og fjórum mínútum síðar er hann kominn með fyrri sprautu af bóluefni Pfizer. Samstarfsverkefni framlínufólks Vísir náði ekki í lögregluna á Húsavík í dag en ræddi við Áslaugu Halldórsdóttur, yfirhjúkrunarfræðing á Húsavík. Hún segist ekki hafa vitað af því að lögreglan hafi farið á rúntinn til að koma út bóluefni í gær en trúir því þó vel upp á hana. Bólusestningarverkefnið er jú samstarfsverkefni eins og hún bendir á: „Hér hefur slökkviliðið, lögreglan, sjúkraflutningamenn og hjúkrunarfólk bara tekið höndum saman þegar það er svona stór hópur boðaður í bólusetningu,“ segir hún. Sjá einnig: Svona raðast árgangarnir í bólusetningu næstu þrjár vikur. Um sjö hundruð manns voru boðaðir í sprautu með efni Pfizer á Húsavík í gær. „Svo stóðu út af nokkuð margir skammtar eins og gengur og gerist. Fólk er náttúrulega bara boðað með SMS-i með litlum fyrirvara og það er allur gangur á því hvar fólk er og hvort það kemst,“ segir Áslaug. Því hafi það verið látið berast um bæinn að hver sem er gæti mætt í íþróttahúsið og fengið bólusetningu, svo skammtarnir færu ekki til spillis. Fjöldi Húsvíkinga auglýsti þetta á Facebook-síðum sínum. „Efnið er auðvitað viðkvæmt og lifir bara í ákveðið langan tíma eftir að búið er að blanda það,“ segir Áslaug. Spurð hvort Facebook-auglýsingar Húsvíkinga og rúntur lögreglunnar hafi skilað ætlunarverki sínu telur hún svo hafa verið. Vel tókst að koma aukaskömmtunum út en Áslaug er ekki alveg viss hvort fáeinir skammtar hafi verið eftir eftir gærdaginn. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Lögreglan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vísir ræddi við Reykvíking nokkurn sem var staddur á Húsavík í fjölskyldufríi í gær. Sá var óvænt stoppaður af lögreglunni og spurður hvort hann væri bólusettur. Það var hann ekki og var honum því kippt upp í bíl og keyrður í íþróttahúsið í bænum. Og fjórum mínútum síðar er hann kominn með fyrri sprautu af bóluefni Pfizer. Samstarfsverkefni framlínufólks Vísir náði ekki í lögregluna á Húsavík í dag en ræddi við Áslaugu Halldórsdóttur, yfirhjúkrunarfræðing á Húsavík. Hún segist ekki hafa vitað af því að lögreglan hafi farið á rúntinn til að koma út bóluefni í gær en trúir því þó vel upp á hana. Bólusestningarverkefnið er jú samstarfsverkefni eins og hún bendir á: „Hér hefur slökkviliðið, lögreglan, sjúkraflutningamenn og hjúkrunarfólk bara tekið höndum saman þegar það er svona stór hópur boðaður í bólusetningu,“ segir hún. Sjá einnig: Svona raðast árgangarnir í bólusetningu næstu þrjár vikur. Um sjö hundruð manns voru boðaðir í sprautu með efni Pfizer á Húsavík í gær. „Svo stóðu út af nokkuð margir skammtar eins og gengur og gerist. Fólk er náttúrulega bara boðað með SMS-i með litlum fyrirvara og það er allur gangur á því hvar fólk er og hvort það kemst,“ segir Áslaug. Því hafi það verið látið berast um bæinn að hver sem er gæti mætt í íþróttahúsið og fengið bólusetningu, svo skammtarnir færu ekki til spillis. Fjöldi Húsvíkinga auglýsti þetta á Facebook-síðum sínum. „Efnið er auðvitað viðkvæmt og lifir bara í ákveðið langan tíma eftir að búið er að blanda það,“ segir Áslaug. Spurð hvort Facebook-auglýsingar Húsvíkinga og rúntur lögreglunnar hafi skilað ætlunarverki sínu telur hún svo hafa verið. Vel tókst að koma aukaskömmtunum út en Áslaug er ekki alveg viss hvort fáeinir skammtar hafi verið eftir eftir gærdaginn.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Lögreglan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira