Skelfilegt ástand í málefnum flóttafólks Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júní 2021 12:01 Flóttafólk frá Tigray-héraði í Eþíópíu í búðum í Súdan. EPA-EFE/LENI KINZLI Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en nú. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Sviðstjóri hjá Rauða krossinum segir stöðuna skelfilega. Áttatíu og tvær milljónir eru nú á flótta og er þetta tvöfaldur fjöldi á við það sem var fyrir áratug. Að því er kemur fram í skýrslunni fjölgaði flóttamönnum um rúmar ellefu milljónir í fyrra. Þrátt fyrir að dregið hafi úr umsóknum um hæli og flutningum á milli landa, einkum vegna kórónuveirufaraldursins, hélt flóttamönnum sum sé áfram að fjölga og fjölgunin var sömuleiðis meiri en árið 2019. Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á mannúðar- og hjálparsviði hjá Rauða krossinum á Íslandi segir stöðuna vægast sagt skelfilega. „Það að næstum 1 af hverjum 100 jarðarbúum sé á flótta er óviðunandi og ætti ekki að líðast. Því miður eru tölurnar að hækka þannig fleiri og fleiri eru að leggjast á flótta. Ástæðurnar eru margvíslegar. Það eru átök, það er mikil fátækt, svo eru loftslagsbreytingar að valda fólksflótta líka. Svo mætti lengi áfram telja. Þannig staðan er vægast sagt mjög slæm,“ segir Atli. Auka þurfi alþjóðlega samvinnu og beita sér fyrir friðsamlegri lausn deilumála til að sporna við þróuninni. Sömuleiðis sé þörf á að styðja við fátækar og stríðshrjáðar þjóðir. Þá segir hann þörf á að minna á þá staðreynd að fólk vilji helst vera heima hjá sér og það sé algjört neyðarúrræði að fara á flótta. „Níutíu prósent þeirra sem fara yfir landamæri, flýja heimaland sitt, eru að leita hælis í nágrannaríkjum sem oft eru líka fátæk og jafnvel óstöðug. Þannig þetta eru fyrst og fremst fátækari ríki sem eru að bera þessar þyngstu byrgðar varðandi aðstoð við flóttafólk og það er fólk frá þessum löndum sem er að flýja,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum. Flóttamenn Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Áttatíu og tvær milljónir eru nú á flótta og er þetta tvöfaldur fjöldi á við það sem var fyrir áratug. Að því er kemur fram í skýrslunni fjölgaði flóttamönnum um rúmar ellefu milljónir í fyrra. Þrátt fyrir að dregið hafi úr umsóknum um hæli og flutningum á milli landa, einkum vegna kórónuveirufaraldursins, hélt flóttamönnum sum sé áfram að fjölga og fjölgunin var sömuleiðis meiri en árið 2019. Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á mannúðar- og hjálparsviði hjá Rauða krossinum á Íslandi segir stöðuna vægast sagt skelfilega. „Það að næstum 1 af hverjum 100 jarðarbúum sé á flótta er óviðunandi og ætti ekki að líðast. Því miður eru tölurnar að hækka þannig fleiri og fleiri eru að leggjast á flótta. Ástæðurnar eru margvíslegar. Það eru átök, það er mikil fátækt, svo eru loftslagsbreytingar að valda fólksflótta líka. Svo mætti lengi áfram telja. Þannig staðan er vægast sagt mjög slæm,“ segir Atli. Auka þurfi alþjóðlega samvinnu og beita sér fyrir friðsamlegri lausn deilumála til að sporna við þróuninni. Sömuleiðis sé þörf á að styðja við fátækar og stríðshrjáðar þjóðir. Þá segir hann þörf á að minna á þá staðreynd að fólk vilji helst vera heima hjá sér og það sé algjört neyðarúrræði að fara á flótta. „Níutíu prósent þeirra sem fara yfir landamæri, flýja heimaland sitt, eru að leita hælis í nágrannaríkjum sem oft eru líka fátæk og jafnvel óstöðug. Þannig þetta eru fyrst og fremst fátækari ríki sem eru að bera þessar þyngstu byrgðar varðandi aðstoð við flóttafólk og það er fólk frá þessum löndum sem er að flýja,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum.
Flóttamenn Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira