Enginn stuðningur fylgir samþykkt þings um aukna sálfræðiþjónustu Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2021 13:47 Geðraskanir á borð við þunglyndi eru algeng ástæða þess að fólk dettur af vinnumarkaði. Vandinn liggur fyrir en úrræðin skortir. Stéttarfélög niðurgreiða sjálfræðiþjónusta en það gerir ríkið ekki sem þýðir að einungis hinir ríku og þeir sem eru á vinnumarkaði geta nýtt sér sálfræðiþjónustu. vísir/GETTY Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands, veltir því fyrir sér hvort einróma samþykktir Alþingis um greiðsluþátttöku ríkisins sé sýndargjörningur. Tryggvi Guðjón var gestur Þórarins Hjartarsonar sem heldur úti hlaðvarpinu Ein pæling. Þeir ræddu um það hvort eðlilegt væri að ríkið kæmi að niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem hefur lengi verið baráttumál félagsins. Þingheimur samþykkti í fyrra að fella nauðsynlegar sálfræðimeðferðir og aðrar klínískar viðtalsmeðferðir undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 54 atkvæðum en níu þingmenn voru fjarstaddir. Tryggvi Guðjón formaður Sálfræðingafélags Íslands veltir því fyrir sér hvort þingmenn hafi ekki þorað öðru en samþykkja málið þó þeir vissu að gjörðir myndu ekki fylgja orðum.Sálfræðingafélag Íslands En orð hafa ekki fylgt gjörðum og Tryggvi Guðjón setur spurningarmerki við þessa samþykkt því ekki bóli neitt á því að gjörð fylgi orðum. Hann segir þetta stigskipt, fyrst þurfi að samþykkja lögin, svo er útfærsla á framkvæmd og svo þurfi fjármagn. En við áratuga uppsafnaðan vanda sé að etja og er Ísland langt á eftir þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við, svo sem Norðurlandaþjóðirnar. „Fjármálaráðherra segir ekki peninga til. En þingmenn allra flokka samþykkja. Er það til að efla traust á alþingi, samþykkja en vilja svo ekki setja fjármuni í þetta? Þorum ekki að segja nei, af því að ég veit að þetta er rétt. Politically rétt að segja já. Mikill þrýstingur frá almenningi. Ég held að þeir hafi ekki þorað að segja nei,“ segir Tryggvi Guðjón. Vitandi betur. Listen to '#65 Á að niðurgreiða sálfræðiþjónustu? (Viðtal við Tryggva Guðjón Ingason)' on Spreaker. Formaðurinn segir upplifun þeirra hjá Sálfræðingafélaginu varðandi samskipti Sjúkratryggingar Íslands vera þá að ekki sé mikil ástæða til bjartsýni; að skriður komist á málin. „Það berast engin svör um neitt. Eða ég hef allavegana ekki fengið svör við neitt. Við höfum lýst áhuga á að eiga samtal um þessa niðurgreiðslu. En það hefur bara aldrei verið neinn áhugi á því og við höfum varla fengið svör,“ segir Tryggvi Guðjón. Geðheilbrigði Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Tryggvi Guðjón var gestur Þórarins Hjartarsonar sem heldur úti hlaðvarpinu Ein pæling. Þeir ræddu um það hvort eðlilegt væri að ríkið kæmi að niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem hefur lengi verið baráttumál félagsins. Þingheimur samþykkti í fyrra að fella nauðsynlegar sálfræðimeðferðir og aðrar klínískar viðtalsmeðferðir undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 54 atkvæðum en níu þingmenn voru fjarstaddir. Tryggvi Guðjón formaður Sálfræðingafélags Íslands veltir því fyrir sér hvort þingmenn hafi ekki þorað öðru en samþykkja málið þó þeir vissu að gjörðir myndu ekki fylgja orðum.Sálfræðingafélag Íslands En orð hafa ekki fylgt gjörðum og Tryggvi Guðjón setur spurningarmerki við þessa samþykkt því ekki bóli neitt á því að gjörð fylgi orðum. Hann segir þetta stigskipt, fyrst þurfi að samþykkja lögin, svo er útfærsla á framkvæmd og svo þurfi fjármagn. En við áratuga uppsafnaðan vanda sé að etja og er Ísland langt á eftir þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við, svo sem Norðurlandaþjóðirnar. „Fjármálaráðherra segir ekki peninga til. En þingmenn allra flokka samþykkja. Er það til að efla traust á alþingi, samþykkja en vilja svo ekki setja fjármuni í þetta? Þorum ekki að segja nei, af því að ég veit að þetta er rétt. Politically rétt að segja já. Mikill þrýstingur frá almenningi. Ég held að þeir hafi ekki þorað að segja nei,“ segir Tryggvi Guðjón. Vitandi betur. Listen to '#65 Á að niðurgreiða sálfræðiþjónustu? (Viðtal við Tryggva Guðjón Ingason)' on Spreaker. Formaðurinn segir upplifun þeirra hjá Sálfræðingafélaginu varðandi samskipti Sjúkratryggingar Íslands vera þá að ekki sé mikil ástæða til bjartsýni; að skriður komist á málin. „Það berast engin svör um neitt. Eða ég hef allavegana ekki fengið svör við neitt. Við höfum lýst áhuga á að eiga samtal um þessa niðurgreiðslu. En það hefur bara aldrei verið neinn áhugi á því og við höfum varla fengið svör,“ segir Tryggvi Guðjón.
Geðheilbrigði Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira