Sannfærður um að krakkar hætti að henda tyggjóinu á götuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2021 12:50 Guðjón og Dagur B. Eggertsson í morgun. Guðjón notar vél sem leysir upp tyggjóið við 100 gráðu hita. Vélin ræður hins vegar illa við niktótíntyggjó. Vísir/Reykjavíkurborg Guðjón Óskarsson var í dag valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann segir nafnbótina mikinn heiður en Guðjón hefur vakið athygli fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. Guðjón, sem er rúmlega sjötugur Reykvíkingur, var fengin til þess að opna Elliðaárnar í morgun, líkt og tíðkast þegar Reykvíkingur ársins er valinn. „Það er bara enn og aftur verið að heiðra verkefnið og mig og ég er bara mikið þakklátur. Og þakklátur Reykvíkingum hvernig þeir hafa tekið þessu verkefni, sérstaklega unga kynslóðin. Hún er alveg hreint gulls ígildi og ég er alveg sannfærður um það að unga kynslóðin, krakkar á aldrinum 8 til 12 ára kannski, koma ekki til með að henda tyggigúmmíi á gangstéttirnar í framtíðinni,” segir Guðjón, glaður í bragði. Guðjón hóf verkefnið við að hreinsa tyggigúmmí af götunum í fyrra eftir að hafa misst vinnuna við ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins. Hann segir verkefnið auðvelda sér að halda sér í formi, hann hreyfi sig og sé úti við í nokkra klukkutíma á dag. Guðjón segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil viðbrögð hann hefur fengið við verkefninu. „Já, alveg gríðarlega á óvart. Það var bara í öllum fjölmiðlum og viðbrögð almennings á öllum aldri, og allir hafa tekið þessu vel, látið vita af því að það sem ég er að gera er virkilega að skila árangri og sjáanlegum árangri. Það er bara gaman að vera í svona jákvæðu starfsumhverfi á svona víðum vettvangi.” Elliðaárnar voru opnaðar laust fyrir klukkan sjö í morgun, en þó bar heldur illa í veiði, sem Guðjón segir þó ekki hafa komið að sök. „Mér er sagt að ég hafi fljótlega náð tökum á stönginni og fljótlega náð tökum á því að kasta en það sást aldrei í neinn fisk. Þannig að það voru ýmsir veiðistaðir reyndir og notaðir en því miður þá veiddist ekki. Allavega ekki ég, en það getur verið að borgarstjóri og aðrir fái eitthvað en ég efa það úr því að mér tókst það ekki,” segir Guðjón og hlær. Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Guðjón, sem er rúmlega sjötugur Reykvíkingur, var fengin til þess að opna Elliðaárnar í morgun, líkt og tíðkast þegar Reykvíkingur ársins er valinn. „Það er bara enn og aftur verið að heiðra verkefnið og mig og ég er bara mikið þakklátur. Og þakklátur Reykvíkingum hvernig þeir hafa tekið þessu verkefni, sérstaklega unga kynslóðin. Hún er alveg hreint gulls ígildi og ég er alveg sannfærður um það að unga kynslóðin, krakkar á aldrinum 8 til 12 ára kannski, koma ekki til með að henda tyggigúmmíi á gangstéttirnar í framtíðinni,” segir Guðjón, glaður í bragði. Guðjón hóf verkefnið við að hreinsa tyggigúmmí af götunum í fyrra eftir að hafa misst vinnuna við ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins. Hann segir verkefnið auðvelda sér að halda sér í formi, hann hreyfi sig og sé úti við í nokkra klukkutíma á dag. Guðjón segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil viðbrögð hann hefur fengið við verkefninu. „Já, alveg gríðarlega á óvart. Það var bara í öllum fjölmiðlum og viðbrögð almennings á öllum aldri, og allir hafa tekið þessu vel, látið vita af því að það sem ég er að gera er virkilega að skila árangri og sjáanlegum árangri. Það er bara gaman að vera í svona jákvæðu starfsumhverfi á svona víðum vettvangi.” Elliðaárnar voru opnaðar laust fyrir klukkan sjö í morgun, en þó bar heldur illa í veiði, sem Guðjón segir þó ekki hafa komið að sök. „Mér er sagt að ég hafi fljótlega náð tökum á stönginni og fljótlega náð tökum á því að kasta en það sást aldrei í neinn fisk. Þannig að það voru ýmsir veiðistaðir reyndir og notaðir en því miður þá veiddist ekki. Allavega ekki ég, en það getur verið að borgarstjóri og aðrir fái eitthvað en ég efa það úr því að mér tókst það ekki,” segir Guðjón og hlær.
Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira