Betri samgöngur – að hluta Ingi Tómasson skrifar 22. júní 2021 09:31 Með samþykkt á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var samþykkt ný sýn á þróun samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Bæta átti verulega í varðandi stofnvegi, almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga. Árið 2019 undirrituðu ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Í samgöngusáttmálanum fólst að 120 milljarðar yrðu settir í samgöngur á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin. Í stofnvegi færu 52 milljarðar, í Borgarlínu 50 milljarðar, í hjóla- og göngustíga færu 8,2 milljarðar og í umferðarstýringar og sértækar öryggisaðgerðir 7,2 milljarðar. Samgöngusáttmálinn í framkvæmd Lokið er við framkvæmd á Reykjanesbraut á milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar og unnið er að skipulagi á tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Í október 2020 var stofnað sérstakt félag um framkvæmd samgöngusáttmálans; Betri samgöngur ohf. Kynningarfundur í Nauthól var haldinn um fyrsta hluta Borgarlínu. Flott kynningargögn hafa verið unnin af starfsmönnum Betri samgöngur ohf. varðandi Borgarlínuna sem í framhaldinu eru notuð til deiliskipulagbreytinga og aðalskipulagsbreytinga eftir atvikum í viðkomandi sveitarfélögum. Ég sakna þess að sjá ekki neinar tillögur eða hugmyndir frá Betri samgöngum ohf. um annað sem skrifað er í samgöngusáttmálann, má þar nefna mislæg gatnamót við Bústaðaveg/Reykjanesbraut og Sæbraut í stokk sem áttu að koma til framkvæmda á þessu ári. Einnig ætti félagið að hafa í forgangi þann hluta samgöngusáttmálans sem fjallar um hjóla- og göngustíga svo og umferðarstýringu. Umferðin í og við Hafnarfjörð Það var til mikilla bóta að fá mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg/Reykjanesbraut og nýja tvöfalda kaflann á Reykjanesbraut. Þar með er vandi okkar Hafnfirðinga alls ekki leystur. Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir að um 13 milljarðar fari í framkvæmdir á stofnvegum í og við Hafnarfjörð, þar inni er Reykjanesbraut – Álftanesvegur – Lækjargata þar sem áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2024. Mikilvægt er að hönnun liggi fyrir sem allra fyrst þar sem reynslan sýnir að hönnun tekur langan tíma og svo er alltaf spurning um umhverfismat og kæruferli. Mín tillaga er að þessum framkvæmdum verði hraðað sem kostur er enda stofnæðin í gegnum bæinn ekki boðleg íbúum með allri þeirri umferð sem þar flæðir daglega. Auk þess geri ég kröfu á Garðbæinga að opna fyrir umferð frá gamla Álftanesvegi um Herjólfsbraut inn og út úr Norðurbænum. Vegurinn sem aldrei kemur Við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins var Ofanbyggðarvegur frá Hafnarfirði til Kópavogs felldur út af skipulagi að kröfu Garðabæjar, þess í stað var settur innanbæjarvegur í aðalskipulag Garðabæjar sem liggur frá Flóttamannavegi meðfram Urriðakotsvatni og tengist Álftanesvegi við Reykjanesbraut (Góa er við Álftanesveg). Í ljósi umræðu um aðgengi íbúa að Urriðaholti, fyrirhugaðri uppbyggingu á og við golfvöllinn í Setbergi sem tilheyrir Garðabæ svo og flæði umferðar á Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi voru það mistök af Garðabæ að fella Ofanbyggðarveg út af aðalskipulaginu. Í greinargerð Vegagerðarinnar „Höfuðborgarsvæðið 2040 – Sýn Vegagerðarinnar – Janúar 2019“ kemur eftirfarandi fram: „Ofanbyggðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar er eina leiðin sem hugsanlega gæti létt umferð af Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Við að falla frá hugmyndum um Ofanbyggðarveg um Garðabæ verður öll umferð til framtíðar um núverandi vegi og þar með eykst enn mikilvægi þess að halda þjónustustigi á þeim háu.“ Og síðar segir: „Vegagerðin telur æskilegt að halda fyrri áætlun um Ofanbyggðarveg allt frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, um Garðabæ og Kópavog inni til framtíðar.“ Tek ég undir með Vegagerðinni og tel æskilegt að Garðbæingar endurskoði afstöðu sína til Ofanbyggðarvegar. Höfundur er bæjarfulltrúi (D) og formaður skipulag- og byggingarráðs Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Með samþykkt á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var samþykkt ný sýn á þróun samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Bæta átti verulega í varðandi stofnvegi, almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga. Árið 2019 undirrituðu ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Í samgöngusáttmálanum fólst að 120 milljarðar yrðu settir í samgöngur á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin. Í stofnvegi færu 52 milljarðar, í Borgarlínu 50 milljarðar, í hjóla- og göngustíga færu 8,2 milljarðar og í umferðarstýringar og sértækar öryggisaðgerðir 7,2 milljarðar. Samgöngusáttmálinn í framkvæmd Lokið er við framkvæmd á Reykjanesbraut á milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar og unnið er að skipulagi á tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Í október 2020 var stofnað sérstakt félag um framkvæmd samgöngusáttmálans; Betri samgöngur ohf. Kynningarfundur í Nauthól var haldinn um fyrsta hluta Borgarlínu. Flott kynningargögn hafa verið unnin af starfsmönnum Betri samgöngur ohf. varðandi Borgarlínuna sem í framhaldinu eru notuð til deiliskipulagbreytinga og aðalskipulagsbreytinga eftir atvikum í viðkomandi sveitarfélögum. Ég sakna þess að sjá ekki neinar tillögur eða hugmyndir frá Betri samgöngum ohf. um annað sem skrifað er í samgöngusáttmálann, má þar nefna mislæg gatnamót við Bústaðaveg/Reykjanesbraut og Sæbraut í stokk sem áttu að koma til framkvæmda á þessu ári. Einnig ætti félagið að hafa í forgangi þann hluta samgöngusáttmálans sem fjallar um hjóla- og göngustíga svo og umferðarstýringu. Umferðin í og við Hafnarfjörð Það var til mikilla bóta að fá mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg/Reykjanesbraut og nýja tvöfalda kaflann á Reykjanesbraut. Þar með er vandi okkar Hafnfirðinga alls ekki leystur. Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir að um 13 milljarðar fari í framkvæmdir á stofnvegum í og við Hafnarfjörð, þar inni er Reykjanesbraut – Álftanesvegur – Lækjargata þar sem áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2024. Mikilvægt er að hönnun liggi fyrir sem allra fyrst þar sem reynslan sýnir að hönnun tekur langan tíma og svo er alltaf spurning um umhverfismat og kæruferli. Mín tillaga er að þessum framkvæmdum verði hraðað sem kostur er enda stofnæðin í gegnum bæinn ekki boðleg íbúum með allri þeirri umferð sem þar flæðir daglega. Auk þess geri ég kröfu á Garðbæinga að opna fyrir umferð frá gamla Álftanesvegi um Herjólfsbraut inn og út úr Norðurbænum. Vegurinn sem aldrei kemur Við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins var Ofanbyggðarvegur frá Hafnarfirði til Kópavogs felldur út af skipulagi að kröfu Garðabæjar, þess í stað var settur innanbæjarvegur í aðalskipulag Garðabæjar sem liggur frá Flóttamannavegi meðfram Urriðakotsvatni og tengist Álftanesvegi við Reykjanesbraut (Góa er við Álftanesveg). Í ljósi umræðu um aðgengi íbúa að Urriðaholti, fyrirhugaðri uppbyggingu á og við golfvöllinn í Setbergi sem tilheyrir Garðabæ svo og flæði umferðar á Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi voru það mistök af Garðabæ að fella Ofanbyggðarveg út af aðalskipulaginu. Í greinargerð Vegagerðarinnar „Höfuðborgarsvæðið 2040 – Sýn Vegagerðarinnar – Janúar 2019“ kemur eftirfarandi fram: „Ofanbyggðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar er eina leiðin sem hugsanlega gæti létt umferð af Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Við að falla frá hugmyndum um Ofanbyggðarveg um Garðabæ verður öll umferð til framtíðar um núverandi vegi og þar með eykst enn mikilvægi þess að halda þjónustustigi á þeim háu.“ Og síðar segir: „Vegagerðin telur æskilegt að halda fyrri áætlun um Ofanbyggðarveg allt frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, um Garðabæ og Kópavog inni til framtíðar.“ Tek ég undir með Vegagerðinni og tel æskilegt að Garðbæingar endurskoði afstöðu sína til Ofanbyggðarvegar. Höfundur er bæjarfulltrúi (D) og formaður skipulag- og byggingarráðs Hafnarfirði.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun