Segir kulnun og atgervisflótta í læknastéttinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júní 2021 14:30 „Ekki möguleiki,“ svaraði Theódór spurður að því hvort Landspítalinn gæti annað umframeftirspurn vegna lokunar Domus Medica. „Læknar eru bara orðnir mjög þreyttir. Þeir geta ekki hlaupið hraðar og það er ákveðin kulnun og atgervisflótti í læknastéttinni.“ Þetta segir Theódór Skúli Sigurðarson svæfinga- og gjörgæslulæknir og forsvarsmaður undirskrifasöfnunar meðal lækna. Læknarnir skora á heilbrigðisráðherra að grípa til aðgerða til að bæta stöðuna á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu. Theódór sagði í samtali í Bítínu í morgun að um væri að ræða gamla tuggu en ítrekuð áköll hljómuðu fyrir daufum eyrum. „Nú erum við náttúrulega að koma út úr heimsfaraldri. Þetta er búið að vera erfitt tímabil, það er búið að reyna á alla; alla þjóðina og heilbrigðisstarfsmenn. Og nú þegar við eygjum ljósið í myrkrinu; við erum að komast út úr þessu, þá taka við hinar reglubundnu sparnaðaraðgerðir og krafan um sparnaðaraðgerðir. Aftur á móti eigum við að hlaupa hraðar og bregðast hraðar við og ekkert má fara úrskeðis. Biðlistarnir hafa aldrei verið lengri og einhvern veginn er okkur ekki að takast að vinda ofan af þessu,“ segir Theódór. Hann segir vandann öðrum þræði þann að ítrekað sé ráðist í kerfisbreytingar án samráðs, sem þarf svo átak til að vinda ofan af. „Ég held að maður kæmist miklu lengra ef maður byrjaði strax að tala saman. Ef byrjað væri á samtalinu þá væri allt efektívara og við kæmumst lengra.“ Úr þrettán plássum í tíu fyrir sumarið Theódór sagði skorta á að horft væri lengra fram á veginn og sagði sömuleiðis sakna þess að rætt væri við heilbrigðisstarfsfólk og einnig fólkið í landinu. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hefði kallað eftir því á sínum tíma að 11 prósentum landsframleiðslunnar yrði varið til heilbrigðismála en það hefði ekki raungerst. Þá sagði hann einnig eitthvað skorta á samskiptin milli forstjóra Landspítala og fjármálaráðherra, þar sem ítrekað væri skorið niður þar sem ekkert mætti útaf bera. „Við getum tekið sem dæmi mitt nærumhverfi, sem er gjörgæslan. Frá því að ég kom heim frá Svíþjóð, ég var þar í tíu ár, búinn að vera hér í fjögur ár á Landspítalanum, hef ég ítrekað talað fyrir því, í gegnum læknaráð sáluga forðum og svo í blöðum og annað, að gjörgæslupláss á Íslandi séu of fá. Við erum sem sagt í neðsta sæti yfir gjörgæslupláss í Evrópu, það er staðreynd,“ segir Theódór. „Við vorum á Landspítalanum með þrettán rými í Covid-faraldrinum og þökk sé sóttvarnaraðgerðum og samhentu átaki almennings þá gátum við haldið utan um þetta. Nú eru það boðin sem berast eftir þetta, inn í sumarið, að við eigum að fara úr þrettán plássum í tíu pláss. Og það er eiginlega óvinnandi vegur. Þessi pláss duga varla til í eðlilegu árferði og núna eru Íslendingar komnir á ferð og landið að fyllast af túristum.“ Eru ekki að sjá meiri pening á gólfinu Theódór segir álagið sýnilegt á gjörgæslunni; bráðalæknar hafi verið að hætta og námslæknar í bráðalækningum að velja sér annað sérnám. Áhuginn á því að snúa aftur heim eftir sérnám erlendis fari minnkandi, enda atvinnumöguleikarnir takmarkaðir. „Sú stefna sem sett er af stjórnmálunum er að sauma að stofurekstri og einkarekstri og miða meira inn á heilbrigðisrekstur hins opinbera. Og þar af leiðandi eru atvinnumöguleikar manna minni,“ segir hann. Spurður að því hvort hann teldi ástandið myndu lagast að einhverju marki með nýjum spítala sagði Theódór ákveðið sinnuleysi hafa ríkt varðandi heilbrigðismálin í marga áratugi. Spítalinn væri að rísa of seint og helsti vandinn, skortur á legurýmum, myndi ekki lagast með tilkomu hans. Hann sagði reynt að sýna fram á það með ýmsum reiknikúnstum að heilbrigðiskerfið væri betur sett en áður. „Á meðan við erum ekki að sjá árangurinn á gólfinu á Landspítalanum þá myndi ég segja að augljóslega erum við ekki að setja nægan pening í kerfið,“ sagði hann. Hitt væri svo annað mál hvort peningunum sem færu í kerfið væri rétt varið. Theódór sagði Íslendinga mega vera stolta af heilbrigðisstarfsfólkinu sínu og að menn hefðu komist langt á því að redda hlutunum. „En stundum er það þannig að við komumst ekkert lengra. Og það er kannski okkar tilfinning að akkúrat núna séum við komin að ákveðnum þolmörkum. En það kann að vera að brestirnir sem voru til staðar hafi komið í ljós núna í kjölfar faraldursins.“ Theódór sagðist telja mögulegt að leysa vandann en til þess þyrfti að eiga samtal um ástandið. Þá þyrftu stjórnmálin að axla pólitíska ábyrgð, rétt eins og læknar öxluðu faglega ábyrgð. Heilbrigðismál Landspítalinn Bítið Vinnumarkaður Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Læknarnir skora á heilbrigðisráðherra að grípa til aðgerða til að bæta stöðuna á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu. Theódór sagði í samtali í Bítínu í morgun að um væri að ræða gamla tuggu en ítrekuð áköll hljómuðu fyrir daufum eyrum. „Nú erum við náttúrulega að koma út úr heimsfaraldri. Þetta er búið að vera erfitt tímabil, það er búið að reyna á alla; alla þjóðina og heilbrigðisstarfsmenn. Og nú þegar við eygjum ljósið í myrkrinu; við erum að komast út úr þessu, þá taka við hinar reglubundnu sparnaðaraðgerðir og krafan um sparnaðaraðgerðir. Aftur á móti eigum við að hlaupa hraðar og bregðast hraðar við og ekkert má fara úrskeðis. Biðlistarnir hafa aldrei verið lengri og einhvern veginn er okkur ekki að takast að vinda ofan af þessu,“ segir Theódór. Hann segir vandann öðrum þræði þann að ítrekað sé ráðist í kerfisbreytingar án samráðs, sem þarf svo átak til að vinda ofan af. „Ég held að maður kæmist miklu lengra ef maður byrjaði strax að tala saman. Ef byrjað væri á samtalinu þá væri allt efektívara og við kæmumst lengra.“ Úr þrettán plássum í tíu fyrir sumarið Theódór sagði skorta á að horft væri lengra fram á veginn og sagði sömuleiðis sakna þess að rætt væri við heilbrigðisstarfsfólk og einnig fólkið í landinu. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hefði kallað eftir því á sínum tíma að 11 prósentum landsframleiðslunnar yrði varið til heilbrigðismála en það hefði ekki raungerst. Þá sagði hann einnig eitthvað skorta á samskiptin milli forstjóra Landspítala og fjármálaráðherra, þar sem ítrekað væri skorið niður þar sem ekkert mætti útaf bera. „Við getum tekið sem dæmi mitt nærumhverfi, sem er gjörgæslan. Frá því að ég kom heim frá Svíþjóð, ég var þar í tíu ár, búinn að vera hér í fjögur ár á Landspítalanum, hef ég ítrekað talað fyrir því, í gegnum læknaráð sáluga forðum og svo í blöðum og annað, að gjörgæslupláss á Íslandi séu of fá. Við erum sem sagt í neðsta sæti yfir gjörgæslupláss í Evrópu, það er staðreynd,“ segir Theódór. „Við vorum á Landspítalanum með þrettán rými í Covid-faraldrinum og þökk sé sóttvarnaraðgerðum og samhentu átaki almennings þá gátum við haldið utan um þetta. Nú eru það boðin sem berast eftir þetta, inn í sumarið, að við eigum að fara úr þrettán plássum í tíu pláss. Og það er eiginlega óvinnandi vegur. Þessi pláss duga varla til í eðlilegu árferði og núna eru Íslendingar komnir á ferð og landið að fyllast af túristum.“ Eru ekki að sjá meiri pening á gólfinu Theódór segir álagið sýnilegt á gjörgæslunni; bráðalæknar hafi verið að hætta og námslæknar í bráðalækningum að velja sér annað sérnám. Áhuginn á því að snúa aftur heim eftir sérnám erlendis fari minnkandi, enda atvinnumöguleikarnir takmarkaðir. „Sú stefna sem sett er af stjórnmálunum er að sauma að stofurekstri og einkarekstri og miða meira inn á heilbrigðisrekstur hins opinbera. Og þar af leiðandi eru atvinnumöguleikar manna minni,“ segir hann. Spurður að því hvort hann teldi ástandið myndu lagast að einhverju marki með nýjum spítala sagði Theódór ákveðið sinnuleysi hafa ríkt varðandi heilbrigðismálin í marga áratugi. Spítalinn væri að rísa of seint og helsti vandinn, skortur á legurýmum, myndi ekki lagast með tilkomu hans. Hann sagði reynt að sýna fram á það með ýmsum reiknikúnstum að heilbrigðiskerfið væri betur sett en áður. „Á meðan við erum ekki að sjá árangurinn á gólfinu á Landspítalanum þá myndi ég segja að augljóslega erum við ekki að setja nægan pening í kerfið,“ sagði hann. Hitt væri svo annað mál hvort peningunum sem færu í kerfið væri rétt varið. Theódór sagði Íslendinga mega vera stolta af heilbrigðisstarfsfólkinu sínu og að menn hefðu komist langt á því að redda hlutunum. „En stundum er það þannig að við komumst ekkert lengra. Og það er kannski okkar tilfinning að akkúrat núna séum við komin að ákveðnum þolmörkum. En það kann að vera að brestirnir sem voru til staðar hafi komið í ljós núna í kjölfar faraldursins.“ Theódór sagðist telja mögulegt að leysa vandann en til þess þyrfti að eiga samtal um ástandið. Þá þyrftu stjórnmálin að axla pólitíska ábyrgð, rétt eins og læknar öxluðu faglega ábyrgð.
Heilbrigðismál Landspítalinn Bítið Vinnumarkaður Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira