Þýskaland í regnbogalitum eftir ákvörðun UEFA: Sendum skýr skilaboð til Ungverja Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 09:31 Til stóð að Allianz leikvangurinn yrði lýstur upp í regnbogalitum en UEFA hafnaði því. Getty/Alexander Hassenstein Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ákvað að hafna beiðni borgaryfirvalda í München um að Allianz-leikvangurinn í München yrði lýstur upp í regnbogalitunum á leik Þýskalands og Ungverjalands á EM í kvöld. Borgaryfirvöld í München hugðust mótmæla nýjum lögum í Ungverjalandi sem banna samkynhneigðum að koma fram í barnaefni eða kennsluefni fyrir börn. Úr því að UEFA hafnaði því, og á rétt á því samkvæmt leigusamningi um notkun vallarins, ákváðu borgaryfirvöld í München að regnbogafáninn yrði áberandi annars staðar í borginni, til að mynda á ráðhúsinu og við kennileiti í nágrenni vallarins. „Við í München ætlum svo sannarlega ekki að láta draga úr okkur kraftinn í að senda skýr skilaboð til Ungverjalands og heimsins,“ sagði Dieter Reiter, borgarstjóri München. Þá hafa knattspyrnufélög í Berlín, Wolfsburg, Augsburg, Frankfurt og Köln tekið höndum saman og ákveðið að baða leikvanga sína í regnbogalitum á meðan á leik Þýskalands og Ungverjalands stendur í kvöld. Snýst um að taka afstöðu gegn hatri Á meðal knattspyrnufólks sem hefur gagnrýnt ákvörðun UEFA eru Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, Caroline Hansen landsliðskona Noregs, og Antoine Griezmann landsliðsmaður Frakklands. „Kæra EM 2020, ekki móðgast vegna regnbogans. Hugsið til þeirra sem enn verða fyrir mismunun. Þau þurfa stuðning. Líka ykkar stuðning!“ skrifaði Hitzlsperger, sem er þekktasti knattspyrnukarl sem komið hefur út úr skápnum. Dear @EURO2020, don t be offended by the . Think about those who still get discriminated. They need support. Your support, too!— Thomas Hitzlsperger (@ThomasHitz) June 22, 2021 Hansen gaf lítið fyrir þá afsökun UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, að sambandið vildi ekki taka afstöðu í pólitísku máli. „Skammist ykkar UEFA fyrir að leyfa ekki München að lýsa upp leikvanginn í regnbogalitum! Þið vitið betur en að kalla þetta pólitískar aðgerðir. Þetta snýst um jafnrétti, manngæsku og að taka afstöðu gegn hatri!“ Shame on you @UEFA for not letting München light up the stadium in the rainbow colours! You know better than calling this a political motivated action. This is a matter of equality, humanity and taking a stand against hate! #pride— Caroline Hansen (@CarolineGrahamH) June 22, 2021 Knattspyrnusamband Íslands minnti sömuleiðis á mannréttindi á samfélagsmiðlum sínum, líkt og margir fleiri. #pride #HumanRights pic.twitter.com/SJKfHZPOVT— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 22, 2021 Úrslitin í F-riðli ráðast kl. 19 í kvöld þegar Þýskaland og Ungverjaland mætast í München, og Portúgal og Frakkland í Búdapest. Frakkland er eina liðið sem er öruggt upp úr riðlinum en hin þrjú eiga hvert um sig möguleika á að komast áfram í kvöld. Þýskalandi og Portúgal dugar eitt stig til þess en Ungverjalandi dugar aðeins sigur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Þýskaland Hinsegin UEFA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ákvað að hafna beiðni borgaryfirvalda í München um að Allianz-leikvangurinn í München yrði lýstur upp í regnbogalitunum á leik Þýskalands og Ungverjalands á EM í kvöld. Borgaryfirvöld í München hugðust mótmæla nýjum lögum í Ungverjalandi sem banna samkynhneigðum að koma fram í barnaefni eða kennsluefni fyrir börn. Úr því að UEFA hafnaði því, og á rétt á því samkvæmt leigusamningi um notkun vallarins, ákváðu borgaryfirvöld í München að regnbogafáninn yrði áberandi annars staðar í borginni, til að mynda á ráðhúsinu og við kennileiti í nágrenni vallarins. „Við í München ætlum svo sannarlega ekki að láta draga úr okkur kraftinn í að senda skýr skilaboð til Ungverjalands og heimsins,“ sagði Dieter Reiter, borgarstjóri München. Þá hafa knattspyrnufélög í Berlín, Wolfsburg, Augsburg, Frankfurt og Köln tekið höndum saman og ákveðið að baða leikvanga sína í regnbogalitum á meðan á leik Þýskalands og Ungverjalands stendur í kvöld. Snýst um að taka afstöðu gegn hatri Á meðal knattspyrnufólks sem hefur gagnrýnt ákvörðun UEFA eru Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, Caroline Hansen landsliðskona Noregs, og Antoine Griezmann landsliðsmaður Frakklands. „Kæra EM 2020, ekki móðgast vegna regnbogans. Hugsið til þeirra sem enn verða fyrir mismunun. Þau þurfa stuðning. Líka ykkar stuðning!“ skrifaði Hitzlsperger, sem er þekktasti knattspyrnukarl sem komið hefur út úr skápnum. Dear @EURO2020, don t be offended by the . Think about those who still get discriminated. They need support. Your support, too!— Thomas Hitzlsperger (@ThomasHitz) June 22, 2021 Hansen gaf lítið fyrir þá afsökun UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, að sambandið vildi ekki taka afstöðu í pólitísku máli. „Skammist ykkar UEFA fyrir að leyfa ekki München að lýsa upp leikvanginn í regnbogalitum! Þið vitið betur en að kalla þetta pólitískar aðgerðir. Þetta snýst um jafnrétti, manngæsku og að taka afstöðu gegn hatri!“ Shame on you @UEFA for not letting München light up the stadium in the rainbow colours! You know better than calling this a political motivated action. This is a matter of equality, humanity and taking a stand against hate! #pride— Caroline Hansen (@CarolineGrahamH) June 22, 2021 Knattspyrnusamband Íslands minnti sömuleiðis á mannréttindi á samfélagsmiðlum sínum, líkt og margir fleiri. #pride #HumanRights pic.twitter.com/SJKfHZPOVT— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 22, 2021 Úrslitin í F-riðli ráðast kl. 19 í kvöld þegar Þýskaland og Ungverjaland mætast í München, og Portúgal og Frakkland í Búdapest. Frakkland er eina liðið sem er öruggt upp úr riðlinum en hin þrjú eiga hvert um sig möguleika á að komast áfram í kvöld. Þýskalandi og Portúgal dugar eitt stig til þess en Ungverjalandi dugar aðeins sigur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Þýskaland Hinsegin UEFA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira