Ábending um hryðjuverkaógn vakti sérstakan ótta lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. júní 2021 19:00 Runólfur Þórhallsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra. VÍSIR/EGILL Um fimm marktækar ábendingar um hryðjuverkaógn berast ríkislögreglustjóra á hverju ári. Í byrjun árs vakti ein þeirra sérstakan ótta en reyndist svo tilhæfulaus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn telur þó almennt litlar líkur á hryðjuverki á Íslandi. Hjá ríkislögreglustjóra er starfrækt sérstök greiningadeild sem rannsakar meðal annars hættu á hryðjuverkum. Talsvert berst af ábendingum sem gætu tengst hugsanlegri hryðjuverkaógn að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. „Við fáum nokkrar í viku. Þar sem við fáum ábendingar um eitthvað óeðlilegt eða eitthvað sem einhverjum finnst óeðlilegt. Það getur verið almenningur eða hver sem er sem sendir okkur ábendingarnar,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Allar ábendingar séu skoðaðar vel og vandlega. Um fimm marktækar ábendingar á ári „Þau mál sem fara lengra í skoðun og þar sem við öflum frekari gagna frá innlendum og erlendum stofnunum eru svona þrjú, fjögur og fimm mál ári“, segir Runólfur. Árlega gerir greiningadeildin hættumat vegna hryðjuverkaógnar, nú síðast í janúar. Runólfur segir að almennt séu taldar litlar líkur á að hryðjuverk verði framið á Íslandi. „Við erum friðsamasta land í heimi og höfum verið mjög lengi. Í þessu felast náttúrulega talsverð verðmæti og lífsgæði,“ segir Runólfur. Staðan sé öllu verri á Norðurlöndunum. Þaðan hafi fólk farið til átakasvæða í miðausturlöndunum og jafnvel gengið til liðs við hryðjuverkasamtök og sé svo komið til baka aftur. Ein ábending vakti sérstakan ótta Á þessu ári hefur ein ábending vakið upp sérstakan ótta meðal deildarinnar og var málið tekið til ítarlegrar skoðunar. „Við fengum ábendingu frá Evrópu snemma árs sem við skoðuðum og töldum ástæðu til að deila með lögregluliðunum hér. Það var ekki ástæða til að gera neitt frekar í því, þetta voru frekar óljósar upplýsingar sem reyndust síðan vera tilhæfulausar,“ segir Runólfur en eftir ítarlega rannsókn á málinu kom í ljós að ekkert væri til í ábendingunni. Mál sem þessi sýni mikilvægi sérstakrar greiningadeildar sem fylgist vel með. Flestar ábendingar snúi að ferðamönnum Runólfur segir að flestar ábendingarnar snúi að ferðamönnum. „Og svo fólk sem hefur komið til landsins í öðrum erindagjörðum og stoppað jafnvel stutt og þá hefur málinu lokið þar með og svo aðrir sem hafa dvalið lengur og þá höfum við aflað frekari gagna og metið málið, en ekkert sem hefur leitt okkur út í einhverjar alvöru aðgerðir,“ segir Runólfur. Hann segir stöðu Íslands, sem eyju í atlantshafinu, vera góða í þessu samhengi enda aðkomuleiðir fáar. Það sé þó ekki hægt að útiloka að hryðjuverk eigi sér stað. „En eins og staðan er núna þá eru engar fyrirliggjandi upplýsingar um það og við teljum það ekkert sérstaklega líklegt að það muni gerast í náinni framtíð,“ segir Runólfur. Lögreglumál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Hjá ríkislögreglustjóra er starfrækt sérstök greiningadeild sem rannsakar meðal annars hættu á hryðjuverkum. Talsvert berst af ábendingum sem gætu tengst hugsanlegri hryðjuverkaógn að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. „Við fáum nokkrar í viku. Þar sem við fáum ábendingar um eitthvað óeðlilegt eða eitthvað sem einhverjum finnst óeðlilegt. Það getur verið almenningur eða hver sem er sem sendir okkur ábendingarnar,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Allar ábendingar séu skoðaðar vel og vandlega. Um fimm marktækar ábendingar á ári „Þau mál sem fara lengra í skoðun og þar sem við öflum frekari gagna frá innlendum og erlendum stofnunum eru svona þrjú, fjögur og fimm mál ári“, segir Runólfur. Árlega gerir greiningadeildin hættumat vegna hryðjuverkaógnar, nú síðast í janúar. Runólfur segir að almennt séu taldar litlar líkur á að hryðjuverk verði framið á Íslandi. „Við erum friðsamasta land í heimi og höfum verið mjög lengi. Í þessu felast náttúrulega talsverð verðmæti og lífsgæði,“ segir Runólfur. Staðan sé öllu verri á Norðurlöndunum. Þaðan hafi fólk farið til átakasvæða í miðausturlöndunum og jafnvel gengið til liðs við hryðjuverkasamtök og sé svo komið til baka aftur. Ein ábending vakti sérstakan ótta Á þessu ári hefur ein ábending vakið upp sérstakan ótta meðal deildarinnar og var málið tekið til ítarlegrar skoðunar. „Við fengum ábendingu frá Evrópu snemma árs sem við skoðuðum og töldum ástæðu til að deila með lögregluliðunum hér. Það var ekki ástæða til að gera neitt frekar í því, þetta voru frekar óljósar upplýsingar sem reyndust síðan vera tilhæfulausar,“ segir Runólfur en eftir ítarlega rannsókn á málinu kom í ljós að ekkert væri til í ábendingunni. Mál sem þessi sýni mikilvægi sérstakrar greiningadeildar sem fylgist vel með. Flestar ábendingar snúi að ferðamönnum Runólfur segir að flestar ábendingarnar snúi að ferðamönnum. „Og svo fólk sem hefur komið til landsins í öðrum erindagjörðum og stoppað jafnvel stutt og þá hefur málinu lokið þar með og svo aðrir sem hafa dvalið lengur og þá höfum við aflað frekari gagna og metið málið, en ekkert sem hefur leitt okkur út í einhverjar alvöru aðgerðir,“ segir Runólfur. Hann segir stöðu Íslands, sem eyju í atlantshafinu, vera góða í þessu samhengi enda aðkomuleiðir fáar. Það sé þó ekki hægt að útiloka að hryðjuverk eigi sér stað. „En eins og staðan er núna þá eru engar fyrirliggjandi upplýsingar um það og við teljum það ekkert sérstaklega líklegt að það muni gerast í náinni framtíð,“ segir Runólfur.
Lögreglumál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira