Ísbjörninn sem reyndist líklega álft Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júní 2021 12:00 Álftir eru í sama lit og ísbirnir og nokkuð stórar í þokkabót. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ekki er útlit fyrir að ísbjörn hafi í raun komið á land á Hornströndum í nótt eftir að dýralæknir komst að þeirri niðurstöðu við skoðun á sýni að svæðinu að líklegast hafi verið um grasætu að ræða. Lögreglunni á Vestfjörðum barst tilkynning í gærkvöldi frá gönguhóp við Hlöðuvík við Hornstrandir um möguleg ummerki eftir hvítabjörn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og eftir eftir nánari skoðun gæslunnar og lögreglu var ekki talið unnt að útiloka að ummerkin væru frá hvítabirni. Leit var hins vegar hætt um fjögurleytið í nótt eftir að enginn björn fannst. Útlit er fyrir að enginn ísbjörn hafi verið á ferðinni í raun og veru, að því er Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði, segir frá. Miðað við þær upplýsingar sem hún hefur frá lögreglu var sýni tekið á svæðinu sem dýralæknir skoðaði í nótt. „Niðurstöður dýralæknisins voru á þá leið að það væri grasæta sem hefði skilið þennan úrgang eftir. Þannig tilgátan sem unnið er með núna er að þetta hafi verið álft frekar en ísbjörn. Það eru mjög stór spor og stór stykki sem verða eftir þegar álftir fara um þannig það gæti alveg verið að fólk hafi tekið misgripum,“ segir Kristín. Sýnið verði nú sett í frekari rannsókn. Hún segir hafís hafa verið almennt nokkuð langt frá landi fyrir utan tvo staka jaka. Það þýði þó ekki endilega að komur ísbjarna séu ólíklegar. „Við vitum náttúrulega rosalega lítið um komur ísbjarna. Við höfum alltaf tengt þetta við nálægð íss við landið og svo framvegis en á sama tíma vitum við að rannsóknir hafa sýnt að ísbirnir geta synt ótrúlega langt. Þannig það er svolítið erfitt að segja til um þetta. Við þekkjum þetta ekki nógu vel,“ segir Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði. Dýr Fuglar Lögreglumál Hornstrandir Ísafjarðarbær Ísbirnir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Lögreglunni á Vestfjörðum barst tilkynning í gærkvöldi frá gönguhóp við Hlöðuvík við Hornstrandir um möguleg ummerki eftir hvítabjörn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og eftir eftir nánari skoðun gæslunnar og lögreglu var ekki talið unnt að útiloka að ummerkin væru frá hvítabirni. Leit var hins vegar hætt um fjögurleytið í nótt eftir að enginn björn fannst. Útlit er fyrir að enginn ísbjörn hafi verið á ferðinni í raun og veru, að því er Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði, segir frá. Miðað við þær upplýsingar sem hún hefur frá lögreglu var sýni tekið á svæðinu sem dýralæknir skoðaði í nótt. „Niðurstöður dýralæknisins voru á þá leið að það væri grasæta sem hefði skilið þennan úrgang eftir. Þannig tilgátan sem unnið er með núna er að þetta hafi verið álft frekar en ísbjörn. Það eru mjög stór spor og stór stykki sem verða eftir þegar álftir fara um þannig það gæti alveg verið að fólk hafi tekið misgripum,“ segir Kristín. Sýnið verði nú sett í frekari rannsókn. Hún segir hafís hafa verið almennt nokkuð langt frá landi fyrir utan tvo staka jaka. Það þýði þó ekki endilega að komur ísbjarna séu ólíklegar. „Við vitum náttúrulega rosalega lítið um komur ísbjarna. Við höfum alltaf tengt þetta við nálægð íss við landið og svo framvegis en á sama tíma vitum við að rannsóknir hafa sýnt að ísbirnir geta synt ótrúlega langt. Þannig það er svolítið erfitt að segja til um þetta. Við þekkjum þetta ekki nógu vel,“ segir Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði.
Dýr Fuglar Lögreglumál Hornstrandir Ísafjarðarbær Ísbirnir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira