Ekki hægt að anna skimunum á bólusettum við landamærin Óttar Kolbeinsson Proppé og Birgir Olgeirsson skrifa 23. júní 2021 21:28 Ingibjörg Salóme er verkefnastjóri hjá heilsugæslunni og sér um skimunarverkefnið við landamærin. vísir Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ekki hægt að anna áframhamhaldandi skimunum á bólusettum og þeim sem eru með mótefnavottorð á landamærunum. Ferðamannastraumurinn til landsins hefur aukist talsvert síðustu vikur en í gær komu um fjögur þúsund manns til landsins. Hlutfall bólusettra og þeirra sem eru með mótefnavottorð er um 80 prósent af þeim. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins skipuleggur sýnatökur á Keflavíkurflugvelli. „Við höfum bara ekki starfsfólk til að sinna öllum þessum ferðamönnum,“ segir Ingibjörg Salóme. „Þeim fjölgar stöðugt og við erum bara ekki að ná að ráða í allar þessar stöður sem þyrfti til að taka sýni og fara yfir öll vottorð.“ Verkefnið færist til Landspítalans Sóttvarnalæknir hefur sagst stefna að því að hætta að skima þennan hóp við landamærin um mánaðamótin, enda hlutfall smitaðra afar lágt og engin dreifing út frá þeim. „Álagið hefur verið að stigmagnast í sýnatökum og ef við hættum til dæmis ekki að taka sýni úr bólusettum og þeim sem hafa smitast þá verður eitthvað undan að láta, held ég,“ sagði Ingibjörg Salóme. Karl G Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar.mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson Íslensk erfðagreining hefur hjálpað við landamæraskimanirnar. Um mánaðamótin flyst verkefnið þó alfarið til sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. „Við núverandi aðstæður þá yrði það mjög mikið álag á deildina ef að þannig héldi áfram og það yrði aukning á því,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar. „Það er möguleiki að það verði breytt um skilyrði fyrir skimanirnar sem myndi þá létta töluvert á. Þar að auki eigum við von á öðru greiningartæki, samskonar og við erum með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Heilsugæsla Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Ferðamannastraumurinn til landsins hefur aukist talsvert síðustu vikur en í gær komu um fjögur þúsund manns til landsins. Hlutfall bólusettra og þeirra sem eru með mótefnavottorð er um 80 prósent af þeim. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins skipuleggur sýnatökur á Keflavíkurflugvelli. „Við höfum bara ekki starfsfólk til að sinna öllum þessum ferðamönnum,“ segir Ingibjörg Salóme. „Þeim fjölgar stöðugt og við erum bara ekki að ná að ráða í allar þessar stöður sem þyrfti til að taka sýni og fara yfir öll vottorð.“ Verkefnið færist til Landspítalans Sóttvarnalæknir hefur sagst stefna að því að hætta að skima þennan hóp við landamærin um mánaðamótin, enda hlutfall smitaðra afar lágt og engin dreifing út frá þeim. „Álagið hefur verið að stigmagnast í sýnatökum og ef við hættum til dæmis ekki að taka sýni úr bólusettum og þeim sem hafa smitast þá verður eitthvað undan að láta, held ég,“ sagði Ingibjörg Salóme. Karl G Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar.mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson Íslensk erfðagreining hefur hjálpað við landamæraskimanirnar. Um mánaðamótin flyst verkefnið þó alfarið til sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. „Við núverandi aðstæður þá yrði það mjög mikið álag á deildina ef að þannig héldi áfram og það yrði aukning á því,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar. „Það er möguleiki að það verði breytt um skilyrði fyrir skimanirnar sem myndi þá létta töluvert á. Þar að auki eigum við von á öðru greiningartæki, samskonar og við erum með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Heilsugæsla Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira