NBA dagsins: Haukarnir trúa því að þeir geti flogið alla leið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2021 15:00 Trae Young og félögum í Atlanta Hawks virðist líða best á útivelli í úrslitakeppninni. getty/Stacy Revere Í öllum þremur einvígunum sínum í úrslitakeppni NBA í ár hefur Atlanta Hawks unnið fyrsta leikinn á útivelli. Haukarnir trúa því að þeir geti farið alla leið og orðið meistarar. Atlanta sigraði Milwaukee Bucks, 113-116, í nótt og tók þar með forystuna í einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Atlanta vann einnig fyrsta leikinn á útivelli í einvígunum gegn New York Knicks og Philadelphia 76ers og hefur unnið sex af átta útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Trae Young hefur farið hamförum í úrslitakeppninni og átti enn einn stórleikinn í nótt. Hann skoraði 48 stig, tók sjö fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Atlanta var sjö stigum undir þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Haukarnir, leiddir áfram af Young, komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Atlanta skoraði sautján af síðustu 25 stigum leiksins og Young kom með beinum hætti að þrettán þeirra. Klippa: NBA dagsins 24. júní Haukarnir urðu meistarar 1958 með Bob Pettitt í broddi fylkingar en liðið hefur ekki átt neitt sérstöku gengi að fagna eftir flutninginn frá St. Louis til Atlanta 1968. Atlanta er nú aðeins í annað sinn í úrslitum Austurdeildarinnar eftir flutninginn og sigurinn í nótt var sá fyrsti hjá liðinu í úrslitum Austurdeildarinnar síðan þá. Atlanta komst í úrslit Austurdeildarinnar 2015 en tapaði þá 4-0 fyrir Cleveland Cavaliers. Young trúir því að Atlanta geti farið alla leið og orðið meistari í fyrsta sinn í 63 ár. „Við getum farið eins langt og við viljum. Ég trúi á þetta lið og við trúum á hvern annan,“ sagði Young. Í úrslitakeppninni er Young með 30,5 stig, 3,0 fráköst og 10,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í deildarkeppninni var hann með 25,3 stig, 3,9 fráköst og 9,4 stoðsendingar. Annar leikur Atlanta og Milwaukee fer fram aðfararnótt laugardags og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Atlanta í nótt auk viðtals við Young. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Atlanta sigraði Milwaukee Bucks, 113-116, í nótt og tók þar með forystuna í einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Atlanta vann einnig fyrsta leikinn á útivelli í einvígunum gegn New York Knicks og Philadelphia 76ers og hefur unnið sex af átta útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Trae Young hefur farið hamförum í úrslitakeppninni og átti enn einn stórleikinn í nótt. Hann skoraði 48 stig, tók sjö fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Atlanta var sjö stigum undir þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Haukarnir, leiddir áfram af Young, komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Atlanta skoraði sautján af síðustu 25 stigum leiksins og Young kom með beinum hætti að þrettán þeirra. Klippa: NBA dagsins 24. júní Haukarnir urðu meistarar 1958 með Bob Pettitt í broddi fylkingar en liðið hefur ekki átt neitt sérstöku gengi að fagna eftir flutninginn frá St. Louis til Atlanta 1968. Atlanta er nú aðeins í annað sinn í úrslitum Austurdeildarinnar eftir flutninginn og sigurinn í nótt var sá fyrsti hjá liðinu í úrslitum Austurdeildarinnar síðan þá. Atlanta komst í úrslit Austurdeildarinnar 2015 en tapaði þá 4-0 fyrir Cleveland Cavaliers. Young trúir því að Atlanta geti farið alla leið og orðið meistari í fyrsta sinn í 63 ár. „Við getum farið eins langt og við viljum. Ég trúi á þetta lið og við trúum á hvern annan,“ sagði Young. Í úrslitakeppninni er Young með 30,5 stig, 3,0 fráköst og 10,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í deildarkeppninni var hann með 25,3 stig, 3,9 fráköst og 9,4 stoðsendingar. Annar leikur Atlanta og Milwaukee fer fram aðfararnótt laugardags og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Atlanta í nótt auk viðtals við Young. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum