Ásmundarsalsfólk sektað en Bjarni kemur af fjöllum Nadine Guðrún Yaghi og Snorri Másson skrifa 24. júní 2021 14:50 Dagbók lögreglunnar á aðfangadag 2020: „Lögregla var kölluð til vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að 40-50 gestir voru samankomnir í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands.“ Stöð 2 Niðurstaða er komin í Ásmundarsalsmálið svonefnda frá því á Þorláksmessu í fyrra, þar sem hópur fólks gerðist uppvís að því að hafa farið fram yfir leyfilegan fjölda fólks á samkomum vegna sóttvarnatakmarkana. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hlutaðeigandi aðilum verið boðið að gangast undir það sem heitir lögreglustjórasátt, sem felst í að aðilum er boðið að greiða sekt innan tiltekins tímaramma. Lögreglustjóri hefur heimild til að ljúka málum með sáttum af þessum toga þegar viðurlögin við brotinu eru innan ákveðinna marka. Á þessari stundu er ekki ljóst hverjum verður gert að greiða sekt - hvort það verði aðeins rekstraraðilum eða einnig gestum. Eins og þekkt er var Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra staddur í salnum umrætt kvöld ásamt eiginkonu sinni. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Bjarni segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki haft veður af því að niðurstaða væri komin í málið. Hann kveðst enda ekki hafa verið til rannsóknar svo að hann vissi til. „Ég er ekki aðili að málinu,“ sagði Bjarni. Ráðherra baðst á sínum tíma innilega afsökunar en sagðist á sínum tíma ekki hafa brotið sóttvarnalög með veru sinni á listaverkasýningu í salnum þetta kvöld. Hann sagði þó að rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar fjölga fór í hópnum. Í desember miðuðust almennar fjöldatakmarkanir við 10 manns en gestirnir í samkvæminu voru um 50. Um leið máttu veitingastaðir og barir aðeins vera opnir til 22 en lögreglan mætti á staðinn á ellefta tímanum eftir ábendingu um fjölmennt samkvæmi. Samkvæmt svörum ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er niðurstaða komin í málið og hefur það verið afgreitt frá sviðinu. Frekari upplýsingar kvaðst sviðið ekki geta veitt vegna afgreiðslu einstakra mála. Eigendur listasafnsins í Ásmundarsal hafa ekki veitt fréttastofu viðtal. Þeir báðust á sínum tíma afsökunar á að hafa „misst yfirsýn“ þegar leið á kvöldið og haft ekki stjórn á fjöldanum sem hóf að streyma inn upp úr hálfellefu. Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Telur símtöl Áslaugar Örnu ekki afskipti af rannsókn máls Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segist ekki telja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hafi haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu með tveimur símtölum á aðfangadag þegar lögreglan greindi frá því að ráðherra hefði verið á meðal gesta á samkomu þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. 4. mars 2021 19:53 Rannsókn lokið: Ásmundarsalarmálið sent ákærusviði Lögregla hefur lokið rannsókn á mögulegum sóttvarnabrotum í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns verður málið sent ákærusviði lögreglunnar í dag, ef það er ekki þegar komið þangað. 22. janúar 2021 10:22 Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hlutaðeigandi aðilum verið boðið að gangast undir það sem heitir lögreglustjórasátt, sem felst í að aðilum er boðið að greiða sekt innan tiltekins tímaramma. Lögreglustjóri hefur heimild til að ljúka málum með sáttum af þessum toga þegar viðurlögin við brotinu eru innan ákveðinna marka. Á þessari stundu er ekki ljóst hverjum verður gert að greiða sekt - hvort það verði aðeins rekstraraðilum eða einnig gestum. Eins og þekkt er var Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra staddur í salnum umrætt kvöld ásamt eiginkonu sinni. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Bjarni segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki haft veður af því að niðurstaða væri komin í málið. Hann kveðst enda ekki hafa verið til rannsóknar svo að hann vissi til. „Ég er ekki aðili að málinu,“ sagði Bjarni. Ráðherra baðst á sínum tíma innilega afsökunar en sagðist á sínum tíma ekki hafa brotið sóttvarnalög með veru sinni á listaverkasýningu í salnum þetta kvöld. Hann sagði þó að rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar fjölga fór í hópnum. Í desember miðuðust almennar fjöldatakmarkanir við 10 manns en gestirnir í samkvæminu voru um 50. Um leið máttu veitingastaðir og barir aðeins vera opnir til 22 en lögreglan mætti á staðinn á ellefta tímanum eftir ábendingu um fjölmennt samkvæmi. Samkvæmt svörum ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er niðurstaða komin í málið og hefur það verið afgreitt frá sviðinu. Frekari upplýsingar kvaðst sviðið ekki geta veitt vegna afgreiðslu einstakra mála. Eigendur listasafnsins í Ásmundarsal hafa ekki veitt fréttastofu viðtal. Þeir báðust á sínum tíma afsökunar á að hafa „misst yfirsýn“ þegar leið á kvöldið og haft ekki stjórn á fjöldanum sem hóf að streyma inn upp úr hálfellefu.
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Telur símtöl Áslaugar Örnu ekki afskipti af rannsókn máls Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segist ekki telja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hafi haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu með tveimur símtölum á aðfangadag þegar lögreglan greindi frá því að ráðherra hefði verið á meðal gesta á samkomu þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. 4. mars 2021 19:53 Rannsókn lokið: Ásmundarsalarmálið sent ákærusviði Lögregla hefur lokið rannsókn á mögulegum sóttvarnabrotum í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns verður málið sent ákærusviði lögreglunnar í dag, ef það er ekki þegar komið þangað. 22. janúar 2021 10:22 Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Telur símtöl Áslaugar Örnu ekki afskipti af rannsókn máls Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segist ekki telja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hafi haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu með tveimur símtölum á aðfangadag þegar lögreglan greindi frá því að ráðherra hefði verið á meðal gesta á samkomu þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. 4. mars 2021 19:53
Rannsókn lokið: Ásmundarsalarmálið sent ákærusviði Lögregla hefur lokið rannsókn á mögulegum sóttvarnabrotum í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns verður málið sent ákærusviði lögreglunnar í dag, ef það er ekki þegar komið þangað. 22. janúar 2021 10:22
Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42