„Fólki er eindregið ráðið frá því að ferðast með aftanívagna“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2021 09:00 Mikið hvassviðri verður í dag. Vísir/Vilhelm Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Breiðafjörð, Strandir og norðurland vestra og Norðurland eystra. Þá er gul viðvörun í gildi á Vestfjörðum, miðhálendi og Suðausturlandi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur varar við hvassviðri. Einar Sveinbjörnsson ræddi veðrið um helgina í Bítinu í morgun. Þar sagði hann að þær hitabreytingar sem nú ganga yfir valdi miklu hvassviðri. Hlýtt loft ryðjist úr suðvestri og gangi inn á vestanvert landið með tilheyrandi vindi. Einar segir ekki algengt að svo mikið hvassviðri sé að sumri til. Hann segir þó að þegar viðvaranir Veðurstofu séu gefnar út þurfi að taka mið af samfélaginu. „Að vetri til hefði þetta líklega ekki náð appelsínugulu en nú eru margir á faraldsfæti,“ segir hann. Einar skilur vel að fólk sé í ferðahug þar sem búið er að spá miklum hita og góðu veðri á Norður- og Austurlandi um helgina. Hann ráðleggur fólki sem hyggur á ferðir norðurfyrir þó að bíða með þær þar til hvassviðrinu slotar. Ekki þurfi að bíða lengur en til morgundags. Aðspurður segir Einar að ekki sé hægt að komast hjá hvassviðrinu með því að fara austurleiðina til Egilsstaða þar sem miklar hviður verði líklega við Kvísker í Öræfum. Það sé þekktur hvassviðrisstaður í þessari vindátt. Þó verður mesta hvassviðrið á norðurleiðinni, á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Þar hvessir eftir hádegi og verður í hámarki síðari hluta dags. Hvassviðrið nær alveg norður í Þingeyjarsýslur og austur til Vopnafjarðar í kvöld. „Þetta er ekkert grín“ Einar varar við ferðalögum í dag en segir þannig stemningu vera í samfélaginu að menn séu ekki til í að tala um slæmt veður. Fólk verði að flýta sér hægt og doka við þar til þessu slotar því þetta stendur ekki alla helgina. Þó segir Einar að ágætlega viðri til ferðalaga á Suðurlandi að Skaftafelli. Það sé ekki hætta á hvassviðri undir Eyjafjöllum. Ekki verður meira en strekkingsvindur frá höfuðborgarsvæðinu austur fyrir Skaftafell. Vindurinn þar kemur af hafi og er ekki byljóttur. Einar segir bjart framundan Ágætisveður verður á landinu í næstu viku að sögn Einars. Hitatölur gætu komið fólki skemmtilega á óvart. Vænta má yfir 25 stiga hita á sumum stöðum á Suðaustur og Austurlandi. Mest von er á bjartviðri og sól á Austurlandi. Þó besta veðrið verði fyrir austan í næstu viku, verður ágætisveður víða um landið. Þó síst hérna á annesjunum vestanlands. Að lokum varar Einar fólk við ferðalögum með tengivagna og bendir öllum á að skoða vindmæla Vegagerðarinnar vel. Hlusta má á viðtalið við Einar í Bítinu í spilaranum hér að neðan. Veður Bítið Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson ræddi veðrið um helgina í Bítinu í morgun. Þar sagði hann að þær hitabreytingar sem nú ganga yfir valdi miklu hvassviðri. Hlýtt loft ryðjist úr suðvestri og gangi inn á vestanvert landið með tilheyrandi vindi. Einar segir ekki algengt að svo mikið hvassviðri sé að sumri til. Hann segir þó að þegar viðvaranir Veðurstofu séu gefnar út þurfi að taka mið af samfélaginu. „Að vetri til hefði þetta líklega ekki náð appelsínugulu en nú eru margir á faraldsfæti,“ segir hann. Einar skilur vel að fólk sé í ferðahug þar sem búið er að spá miklum hita og góðu veðri á Norður- og Austurlandi um helgina. Hann ráðleggur fólki sem hyggur á ferðir norðurfyrir þó að bíða með þær þar til hvassviðrinu slotar. Ekki þurfi að bíða lengur en til morgundags. Aðspurður segir Einar að ekki sé hægt að komast hjá hvassviðrinu með því að fara austurleiðina til Egilsstaða þar sem miklar hviður verði líklega við Kvísker í Öræfum. Það sé þekktur hvassviðrisstaður í þessari vindátt. Þó verður mesta hvassviðrið á norðurleiðinni, á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Þar hvessir eftir hádegi og verður í hámarki síðari hluta dags. Hvassviðrið nær alveg norður í Þingeyjarsýslur og austur til Vopnafjarðar í kvöld. „Þetta er ekkert grín“ Einar varar við ferðalögum í dag en segir þannig stemningu vera í samfélaginu að menn séu ekki til í að tala um slæmt veður. Fólk verði að flýta sér hægt og doka við þar til þessu slotar því þetta stendur ekki alla helgina. Þó segir Einar að ágætlega viðri til ferðalaga á Suðurlandi að Skaftafelli. Það sé ekki hætta á hvassviðri undir Eyjafjöllum. Ekki verður meira en strekkingsvindur frá höfuðborgarsvæðinu austur fyrir Skaftafell. Vindurinn þar kemur af hafi og er ekki byljóttur. Einar segir bjart framundan Ágætisveður verður á landinu í næstu viku að sögn Einars. Hitatölur gætu komið fólki skemmtilega á óvart. Vænta má yfir 25 stiga hita á sumum stöðum á Suðaustur og Austurlandi. Mest von er á bjartviðri og sól á Austurlandi. Þó besta veðrið verði fyrir austan í næstu viku, verður ágætisveður víða um landið. Þó síst hérna á annesjunum vestanlands. Að lokum varar Einar fólk við ferðalögum með tengivagna og bendir öllum á að skoða vindmæla Vegagerðarinnar vel. Hlusta má á viðtalið við Einar í Bítinu í spilaranum hér að neðan.
Veður Bítið Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira