Ofnæmi eyðilagði tímabilið fyrir silfurmanni síðustu heimsleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2021 14:31 Samuel Kwant er æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur en þau sjást hér fá fyrirmæli frá þjálfara sínum Ben Bergeron. Bæði unnu silfur á síðustu heimsleikum. Instagram/@samuelkwant Æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, sem vann silfurverðlaun eins og hún á síðustu heimsleikum, tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum á dögunum. Nú vitum við meira um ástæðuna fyrir því að Samuel Kwant náði sér ekki á strik í undanúrslitunum. Á komandi heimsleikum í CrossFit verða hvorki heimsmeistarinn Matthew Fraser eða silfurmaðurinn Samuel Kwant frá leikunum í fyrra. Fraser hætti eftir fimmta heimsmeistaratitilinn en Kwant náði ekki einu af þeim sætum sem skiluðu farseðli á heimsleikana í lok júlí. Comptrain, heimavöllur Katrínar Tönju og Samuel Kwant, útskýrði betur hvað gerðist fyrir Samuel Kwant í undanúrslitunum en hann keppti á Mid-Atlantic CrossFit Challenge. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Kwant lenti í því að fá alvarleg ofnæmisviðbrögð í keppnisvikunni og losnaði aldrei við þau. Það gæti talist verið léleg afsökun að kenna ofnæmi um slæmt gengi hjá sér en þetta er ekkert venjulegt ofnæmi sem Kwant var að glíma við. Kwant lenti því að líkaminn hans fór að bregðast við ógn af mikilli hörku en skoraði í raun sjálfsmark, fór í það að vinna gegn eigin líkama. Blóðþrýstingurinn hans féll, öndurnavegurinn þrengdist og hann átti erfitt með að anda. Ekki beint það sem CrossFit maður þarf á að halda í mjög harði keppni. Allt byrjaði þetta tveimur dögum fyrir keppnina en þá vaknaði Sam með mikinn kláða og bólgna rauða húð. „Ég hóstaði og hóstaði og mér leið eins og það væri eitthvað í kokinu á mér,“ sagði Samuel Kwant. „Ég hafði aldrei lenti í einhverju svona áður,“ sagði Kwant og þjálfarinn hans keyrði hann upp á spítala. View this post on Instagram A post shared by Sam Kwant (@samuelkwant) Samuel Kwant þrjóskaðist samt við og hætti ekki við að keppa í undanúrslitunum. „Þar til á sunnudeginum þá hafði ég enn trú á því að ég ætti möguleika,“ sagði Kwant en hann var hins vegar alveg kraftlaus á lokadeginum. Samuel hafði aldrei lent í svona alvarlegum ofnæmisviðbrögðum áður en hann hafði engu að síður verið að glíma við vandamál þessu tengdu síðan 2017. Nú er tímabilið búið hjá honum og algjört forgangsatriði hjá honum að leita sér lækninga svo að svona gerist ekki aftur. „Þetta gæti hafa verið það besta sem kom fyrir mig,“ sagði Samuel Kwant sem ætlar að taka á þessu vandamáli og koma enn sterkari til baka. CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Á komandi heimsleikum í CrossFit verða hvorki heimsmeistarinn Matthew Fraser eða silfurmaðurinn Samuel Kwant frá leikunum í fyrra. Fraser hætti eftir fimmta heimsmeistaratitilinn en Kwant náði ekki einu af þeim sætum sem skiluðu farseðli á heimsleikana í lok júlí. Comptrain, heimavöllur Katrínar Tönju og Samuel Kwant, útskýrði betur hvað gerðist fyrir Samuel Kwant í undanúrslitunum en hann keppti á Mid-Atlantic CrossFit Challenge. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Kwant lenti í því að fá alvarleg ofnæmisviðbrögð í keppnisvikunni og losnaði aldrei við þau. Það gæti talist verið léleg afsökun að kenna ofnæmi um slæmt gengi hjá sér en þetta er ekkert venjulegt ofnæmi sem Kwant var að glíma við. Kwant lenti því að líkaminn hans fór að bregðast við ógn af mikilli hörku en skoraði í raun sjálfsmark, fór í það að vinna gegn eigin líkama. Blóðþrýstingurinn hans féll, öndurnavegurinn þrengdist og hann átti erfitt með að anda. Ekki beint það sem CrossFit maður þarf á að halda í mjög harði keppni. Allt byrjaði þetta tveimur dögum fyrir keppnina en þá vaknaði Sam með mikinn kláða og bólgna rauða húð. „Ég hóstaði og hóstaði og mér leið eins og það væri eitthvað í kokinu á mér,“ sagði Samuel Kwant. „Ég hafði aldrei lenti í einhverju svona áður,“ sagði Kwant og þjálfarinn hans keyrði hann upp á spítala. View this post on Instagram A post shared by Sam Kwant (@samuelkwant) Samuel Kwant þrjóskaðist samt við og hætti ekki við að keppa í undanúrslitunum. „Þar til á sunnudeginum þá hafði ég enn trú á því að ég ætti möguleika,“ sagði Kwant en hann var hins vegar alveg kraftlaus á lokadeginum. Samuel hafði aldrei lent í svona alvarlegum ofnæmisviðbrögðum áður en hann hafði engu að síður verið að glíma við vandamál þessu tengdu síðan 2017. Nú er tímabilið búið hjá honum og algjört forgangsatriði hjá honum að leita sér lækninga svo að svona gerist ekki aftur. „Þetta gæti hafa verið það besta sem kom fyrir mig,“ sagði Samuel Kwant sem ætlar að taka á þessu vandamáli og koma enn sterkari til baka.
CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira