Knattspyrnufélag Fjallabyggðar er úr leik í bikarkeppninni eftir 2-1 tap á heimavelli á móti Haukum en það var þó ekki vegna þess að liðið skapaði sér ekki nógu mörg færi í leiknum við Haukanna.
„Sérðu færin Máni, þetta er náttúrulega ekkert eðlilegt,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson.
„Það er alltaf sagt að betra liðið vinni leiki en staðreynd málsins er sú að það er liðið sem nýtir færin sín. Tölurnar tala sínu máli og leikurinn fór 2-1 fyrir Haukum,“ sagði Þorkell Máni Pétursson.
„KF menn voru að spila skemmtilegan fótbolta og þeir voru að opna þetta oft vel. Það hefði enginn sagt neitt ef þessi leikur hefði farið 7-2 fyrir KF,“ sagði Þorkell Máni.
„Það var ótrúlegt að vera þarna í stúkunni og maður heyrði að áhorfendur voru næstum því farnir að hlæja af þessu,“ sagði Þorkell Máni.
Það má sjá umfjöllunina um færi KF hér fyrir neðan.