„Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júní 2021 12:24 Þórólfur segir um áfangasigur að ræða, en hrósar ekki fullnaðarsigri yfir veirufaraldrinum. Vísir/Arnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir daginn í dag marka áfangasigur í baráttunni við kórónuveiruna, en eins og greint hefur verið frá falla allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins hér innanlands niður á miðnætti. Þórólfur telur þó ekki um fullnaðarsigur að ræða. „Ég vil túlka þetta sem áfangasigur. Þetta er ekki búið, þetta er enginn lokasigur. Við gætum átt eftir að fá eitthvað bakslag. Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu. Við vitum hvað við þurfum að gera. Við þurfum að halda áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum og gæta vel að okkur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu að loknum fréttamannafundi ríkisstjórnarinnar þar sem tilkynnt var um afléttingu aðgerðanna. Hann ráðleggur óbólusettum til að mynda að ferðast ekki til útlanda, þar sem faraldurinn sé enn afar útbreiddur utan landsteina Íslands. „En við getum svo sannarlega glaðst í dag yfir því sem okkur hefur tekist að gera, að ná þessum áfanga. Við þurfum bara að varðveita það og við getum varðveitt þann árangur með einstaklingsbundnum aðgerðum. Ég er alveg fullviss um það,“ sagði Þórólfur. Bólusetningum ekki lokið Þórólfur segir það hafa verið ljóst frá því faraldurinn hófst hér á landi að langt væri í land, enda aðeins lítið brot þjóðarinnar sýkst af veirunni og myndað þannig mótefni. „Við vissum það að við þyrftum að fá hér ónæmi og það þyrftu 60 til 70 prósent að sýkjast svo við gætum haft einhvern viðnámsþrótt í samfélaginu.“ Hann segir þann þrótt hafa fengist með útbreiddum bólusetningum, þó bólusetningarátakinu sé ekki lokið að fullu. Hann telur þó að það muni takast að ná upp góðu hlutfalli bólusettra. „Bólusetningar eru ekki hundrað prósent, þannig að fólk sem er bólusett getur smitast en það er mjög líklegt að bólusettir sem smitast fái ekki eins alvarlega sýkingu og óbólusettir. Staðan er allt önnur núna hvað varðar þessa áhættu heldur en hún var fyrr í vetur,“ segir Þórólfur. Aðgerðir í samræmi við minnisblaðið Þórólfur segir ákvarðanir stjórnvalda í fullkomnu samræmi við minnisblað þar að lútandi sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra. Hann segist þó eiga bágt með að trúa því að um hafi verið að ræða hans síðasta minnisblað vegna kórónuveirufaraldursins. „Faraldrinum er ekki lokið. Við gætum þurft að grípa til einhverra ráðstafana ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þá gætum við þurft að bakka og gera það sem við höfum gert áður og kunnum svo vel. Vonandi verður það ekki en við þurfum að hafa það í huga.“ Þórólfur hvetur alla sem finna fyrir einkennum, hvort sem fólk er bólusett eða ekki, til þess að fara í sýnatöku og hafa varann á. „Við megum ekki hætta því þó við séum bólusett og komin á þennan stað,“ segir Þórólfur sem vonast til þess að komast í frí fljótlega og geta ferðast um landið. Hann segist ekki eiga von á því að fólk muni sakna hans á skjánum á meðan, fólk sé jafnvel komið með nóg af slíku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
„Ég vil túlka þetta sem áfangasigur. Þetta er ekki búið, þetta er enginn lokasigur. Við gætum átt eftir að fá eitthvað bakslag. Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu. Við vitum hvað við þurfum að gera. Við þurfum að halda áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum og gæta vel að okkur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu að loknum fréttamannafundi ríkisstjórnarinnar þar sem tilkynnt var um afléttingu aðgerðanna. Hann ráðleggur óbólusettum til að mynda að ferðast ekki til útlanda, þar sem faraldurinn sé enn afar útbreiddur utan landsteina Íslands. „En við getum svo sannarlega glaðst í dag yfir því sem okkur hefur tekist að gera, að ná þessum áfanga. Við þurfum bara að varðveita það og við getum varðveitt þann árangur með einstaklingsbundnum aðgerðum. Ég er alveg fullviss um það,“ sagði Þórólfur. Bólusetningum ekki lokið Þórólfur segir það hafa verið ljóst frá því faraldurinn hófst hér á landi að langt væri í land, enda aðeins lítið brot þjóðarinnar sýkst af veirunni og myndað þannig mótefni. „Við vissum það að við þyrftum að fá hér ónæmi og það þyrftu 60 til 70 prósent að sýkjast svo við gætum haft einhvern viðnámsþrótt í samfélaginu.“ Hann segir þann þrótt hafa fengist með útbreiddum bólusetningum, þó bólusetningarátakinu sé ekki lokið að fullu. Hann telur þó að það muni takast að ná upp góðu hlutfalli bólusettra. „Bólusetningar eru ekki hundrað prósent, þannig að fólk sem er bólusett getur smitast en það er mjög líklegt að bólusettir sem smitast fái ekki eins alvarlega sýkingu og óbólusettir. Staðan er allt önnur núna hvað varðar þessa áhættu heldur en hún var fyrr í vetur,“ segir Þórólfur. Aðgerðir í samræmi við minnisblaðið Þórólfur segir ákvarðanir stjórnvalda í fullkomnu samræmi við minnisblað þar að lútandi sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra. Hann segist þó eiga bágt með að trúa því að um hafi verið að ræða hans síðasta minnisblað vegna kórónuveirufaraldursins. „Faraldrinum er ekki lokið. Við gætum þurft að grípa til einhverra ráðstafana ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þá gætum við þurft að bakka og gera það sem við höfum gert áður og kunnum svo vel. Vonandi verður það ekki en við þurfum að hafa það í huga.“ Þórólfur hvetur alla sem finna fyrir einkennum, hvort sem fólk er bólusett eða ekki, til þess að fara í sýnatöku og hafa varann á. „Við megum ekki hætta því þó við séum bólusett og komin á þennan stað,“ segir Þórólfur sem vonast til þess að komast í frí fljótlega og geta ferðast um landið. Hann segist ekki eiga von á því að fólk muni sakna hans á skjánum á meðan, fólk sé jafnvel komið með nóg af slíku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira