Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Tímamót verða á miðnætti þegar allar samkomutakmarkanir innanlands falla úr gildi. Ísland verður fyrst Norðurlandaþjóða til þess að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Fjöldatakmörk, grímuskylda og fjarlægðarregla heyra þar með sögunni til. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum.

Reglur á landamærunum breytast um mánaðarmótin þegar hætt verður að skima bólusetta, börn og fólk með vottorð um fyrri sýkingu. Rætt verður við ferðaþjónustuna um breytingarnar og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar um tímamótin í faraldrinum.

Einnig verður fylgst með veitingafólki í miðbænum sem var á hlaupum í dag við undirbúning næturlífsins sem viðbúið er að verði fjörug. Í fyrsta sinn í fimmtán mánuði verður opnunartími skemmtistaða óskertur.

Þá verður rætt við dómsmálaráðherra og lektor í lögreglufræðum um vinnubrögð lögreglu í Ásmundarsalarmálinu og borgarstjóra um nýtt hlutverk á bensínstöðvalóða í borginni.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×