Biðja fólk um að skoða myndir frá gossvæðinu vegna leitarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2021 18:45 Maðurinn, sem heitir Scott Estill, hefur verið saknað frá því í gær. Hann var svona klæddur þegar síðast sást til hans. Björgunarsveitir biðla til fólks sem var við gosstöðvarnar í Geldingadölum í gær að skoða myndefni sem það tók þar, í þeirri von að þar geti leynst vísbendingar sem gætu nýst við leit að bandaríska ferðamanninum sem hefur verið saknað Leitin hefur staðið að manninum síðan í gær, eftir að hann varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Björgunarsveitir um nær allt land hafa verið kallaðar út, notast er við dróna og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sveimað yfir svæðið. „Við erum að fá hópa alveg vestan af Snæfellsnesi sem eru væntanlegir og austan af landi, höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þetta eru eitthvað á þriðja hundrað manns sem hafa verið í aðgerðinni,“ segir Steinar Þór Kristinsson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurnesjum. Lögreglan á Suðurnesjum lýsti formlega eftir manninum nú síðdegis en hann heitir Scott Estill og er fimmtíu og níu ára Bandaríkjamaður. Honum er lýst sem grannvöxnum og var dökklæddur með litríka myndavélaól. Síðast sást til Scott við hraunkantinn austast í Merardölum, þar sem hann varð viðskila við eiginkonu sína. Lögregla hefur gefið út kort af svæðinu og beðið fólk um að merkja við þann stað þar sem sást til hans og hafa samband við lögreglu. Síðast sást til Scott austast við hraunið í Merardölum. Þá er fólk sem var á svæðinu í gær beðið um að skoða myndir og myndbönd sem það tók. „Hvort hann gæti hafa slæðst inn á þessar myndir. Það getur gefið okkur vísbendingu ef við höfum tímasetningu og staðsetningu.“ Leit verður haldið áfram inn í kvöldið og staðan endurmetin eftir það. „Líklega tökum við pásu í nótt og svo á að reyna að fara af stað í fyrramálið og taka svolítið massíva leit á morgun,“ segir Steinar. Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Leitin hefur staðið að manninum síðan í gær, eftir að hann varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Björgunarsveitir um nær allt land hafa verið kallaðar út, notast er við dróna og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sveimað yfir svæðið. „Við erum að fá hópa alveg vestan af Snæfellsnesi sem eru væntanlegir og austan af landi, höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þetta eru eitthvað á þriðja hundrað manns sem hafa verið í aðgerðinni,“ segir Steinar Þór Kristinsson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurnesjum. Lögreglan á Suðurnesjum lýsti formlega eftir manninum nú síðdegis en hann heitir Scott Estill og er fimmtíu og níu ára Bandaríkjamaður. Honum er lýst sem grannvöxnum og var dökklæddur með litríka myndavélaól. Síðast sást til Scott við hraunkantinn austast í Merardölum, þar sem hann varð viðskila við eiginkonu sína. Lögregla hefur gefið út kort af svæðinu og beðið fólk um að merkja við þann stað þar sem sást til hans og hafa samband við lögreglu. Síðast sást til Scott austast við hraunið í Merardölum. Þá er fólk sem var á svæðinu í gær beðið um að skoða myndir og myndbönd sem það tók. „Hvort hann gæti hafa slæðst inn á þessar myndir. Það getur gefið okkur vísbendingu ef við höfum tímasetningu og staðsetningu.“ Leit verður haldið áfram inn í kvöldið og staðan endurmetin eftir það. „Líklega tökum við pásu í nótt og svo á að reyna að fara af stað í fyrramálið og taka svolítið massíva leit á morgun,“ segir Steinar.
Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira