Veðurfræðingur á veðurstofu Íslands bendir á það í færslu á síðu stofunnar að samasemmerki megi setja á milli þess að hlýtt sé á austanverðu landinu og mikill vindur sé á landinu úr vesturátt. Landáttin hlýnar nefnilega mjög á leið sinni yfir landið og sérstaklega þegar það leitar niður á láglendi eftir för sína yfir hálendið.
Því þurfa ferðalangar áfram að fylgjast vel með spám og veðurathugunum því húsbílar og hjólhýsi eru viðkvæm fyrir vindi.
Á vestanverðu landinu verður skýjað og má búast við einhverri vætu í dag. Þar verður hiti á bilinu 8 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Gengur í sunnan og suðvestan 8-15 m/s. Súld eða dálítil rigning V-lands, hiti 10 til 15 stig. Léttskýjað um landið A-vert og hiti að 25 stigum, hlýjast NA-til.
Á miðvikudag:
Suðvestan 8-13 og léttskýjað A-lands, en skýjað og súld með köflum V-til. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt og skýjað á V-verðu landinu, en bjart veður eystra. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast A-til.
Á föstudag og laugardag:
Breytileg átt eða hafgola og bjart með köflum, en sums staðar þokuloft við ströndina. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum.