Perisic hefur nefnilega greinst smitaður með kórónuveiruna og ferðast því ekki með liðinu til Danmerkur.
Króatíska knattspyrnusambandið staðfesti þetta á vef sínum í gærkvöldi og er Perisic á leið í tíu daga einangrun.
Hann mun því einnig missa af átta liða úrslitunum komast Króatarnir þangað en þar munu þeir mæta annað hvort Frökkum eða Sviss, vinni þeir leikinn gegn Spáni annað kvöld.
Aðrir leikmenn og þjálfarateymi Króata skilaði inn neikvæðum prófum.
Króatía endaði í öðru sæti D-riðilsins eftir 3-1 sigur á Skotum í síðustu umferðinni.
Croatia forward Ivan Perisic has tested positive for coronavirus ahead of Monday's #Euro2020 last-16 tie against Spain.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 27, 2021

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.