„Ein stór bomba“ á tjaldsvæðum landsins um helgina Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. júní 2021 15:38 Fjölmargir Íslendingar skelltu sér í útilegu um helgina. Myndin er frá tjaldsvæðinu á Ísafirði og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi fólks heimsótti tjaldsvæði landsins um helgina. Veðurblíða lék við landann víðs vegar um land í gær. Margir flykktust að Kirkjubæjarklaustri um helgina. Benedikt Lárusson, umsjónarmaður tjaldsvæðisins þar, telur að gestir á svæðinu hafi verið á bilinu átta hundruð til þúsund yfir helgina. Hann segir helgina hafa farið vel fram. Veður var hlýtt og gott og allt gekk vandræðalaust fyrir sig. „Allt var til fyrirmyndar. Það er gott fólk sem hefur komið og enginn illa upp lagður,“ segir Benedikt. Að sögn Benedikts hringdu fjölmargir og ætluðu að bóka fyrirfram, en svæðið býður ekki upp á það eins og komið er. Þrátt fyrir að svæðið hafi ekki verið fullt, voru einhverjir sem mættu og lituðust um en fannst of troðið. Leggja unga fólkinu reglurnar Eitthvað var um unglingahópa á svæðinu en ekkert aldurstakmark er inn á svæðið. „Það hefur svona sloppið en unga fólkið fær ákveðna lexíu þegar það kemur, að hér sé þögn eftir klukkan ellefu. Ef þau geta ekki farið eftir því, þá þurfa þau að fara eitthvað annað,“ segir Benedikt. Hann segir unga fólkið hafa hegðað sér vel um helgina. „Það var ein kvörtun yfir músík en ekkert meira sko. Ég tel að það hafi verið alveg viðunandi.“ Ennþá er fjöldi fólks á svæðinu. „Það spáir svo vel að allir sem geta verða áfram myndi ég halda. Það er alveg rosa heitt og logn hérna núna,“ segir Benedikt ánægður með helgina. Fjölmargir áttu leið um Kirkjubæjarklaustur um helgina og gekk helgin vel fyrir sig á tjaldsvæðinu.Róbert Daníel Jónsson Þá var einnig margt um manninn á Laugalandi í nágrenni Hellu. Engilbert Olgeirsson, umsjónarmaður tjaldsvæðisins segir gesti hafa verið upp undir fjögur hundruð um helgina. Hann segir fjölda fólks hafa mætt á fimmtudag, en að allt hafi verið orðið fullt í rafmagn á föstudag. „Það er búið að vera fullt af fólki. Við vorum farin að vísa fólki frá í gær.“ Fjölskyldusvæði, ekki djammstaður Engilbert segist ekki taka við unglingahópum inn á svæðið. „Við leggjum mikið upp úr því að það séu engin læti. Þetta er fjölskyldutjaldsvæði, ekki djammstaður.“ Hann á von á því að júlí verði stór mánuður. „Ef fólk vill koma í meiri rólegheit, þá ætti það að koma í miðri viku.“ Veðrið var sérstaklega gott á Austurlandi og því voru margir sem lögðu leið sína á Egilsstaði. „Helgin er búin að vera dálítið full og það er búið að vera mjög mikið að gera,“ segir Hekla Arinbjarnardóttir, starfsmaður á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum. Undanfarnar helgar hafa verið rólegar en Hekla segir helgina hafa verið „eina stóra bombu“ og þar hafi veðrið verið aðal ástæðan. Uppselt var á þann hluta svæðisins sem býður upp á aðgengi að rafmagni. Það spáir góðu veðri á Austurlandi á næstunni og Hekla mælir með því að þeir sem hyggjast heimsækja tjaldsvæðið í sumar bóki fyrirfram, en tjaldsvæðið er þessa dagana að innleiða bókunarkerfi Parka. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Veður Tjaldsvæði Tengdar fréttir Hiti í kringum tuttugu stig fyrir austan út vikuna Hlýtt loft verður á öllu landinu næstu daga. Það verður þó langhlýjast fyrir austan þar sem hiti verður í kring um 20 stig og gæti farið upp í allt að 25 stig í dag. 27. júní 2021 09:00 Glampandi sól og allt að 24 stiga hiti Þrátt fyrir mikið hvassviðri og appelsínugular og gular viðvaranir fyrir norðan fyrri part dags verður glampandi sól víðast hvar á landinu í dag. Langhlýjast verður austanlands þar sem hiti fer upp í 24 stig í dag. 26. júní 2021 08:46 Hvetja ferðalanga til þess að forbóka tjaldsvæði Þrátt fyrir góðan framgang bólusetningar landsmanna er útlit fyrir að margir Íslendingar muni ferðast innanlands. Forsvarsmenn Tjalda.is mæla með því að ferðalangar bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. 24. júní 2021 16:10 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Margir flykktust að Kirkjubæjarklaustri um helgina. Benedikt Lárusson, umsjónarmaður tjaldsvæðisins þar, telur að gestir á svæðinu hafi verið á bilinu átta hundruð til þúsund yfir helgina. Hann segir helgina hafa farið vel fram. Veður var hlýtt og gott og allt gekk vandræðalaust fyrir sig. „Allt var til fyrirmyndar. Það er gott fólk sem hefur komið og enginn illa upp lagður,“ segir Benedikt. Að sögn Benedikts hringdu fjölmargir og ætluðu að bóka fyrirfram, en svæðið býður ekki upp á það eins og komið er. Þrátt fyrir að svæðið hafi ekki verið fullt, voru einhverjir sem mættu og lituðust um en fannst of troðið. Leggja unga fólkinu reglurnar Eitthvað var um unglingahópa á svæðinu en ekkert aldurstakmark er inn á svæðið. „Það hefur svona sloppið en unga fólkið fær ákveðna lexíu þegar það kemur, að hér sé þögn eftir klukkan ellefu. Ef þau geta ekki farið eftir því, þá þurfa þau að fara eitthvað annað,“ segir Benedikt. Hann segir unga fólkið hafa hegðað sér vel um helgina. „Það var ein kvörtun yfir músík en ekkert meira sko. Ég tel að það hafi verið alveg viðunandi.“ Ennþá er fjöldi fólks á svæðinu. „Það spáir svo vel að allir sem geta verða áfram myndi ég halda. Það er alveg rosa heitt og logn hérna núna,“ segir Benedikt ánægður með helgina. Fjölmargir áttu leið um Kirkjubæjarklaustur um helgina og gekk helgin vel fyrir sig á tjaldsvæðinu.Róbert Daníel Jónsson Þá var einnig margt um manninn á Laugalandi í nágrenni Hellu. Engilbert Olgeirsson, umsjónarmaður tjaldsvæðisins segir gesti hafa verið upp undir fjögur hundruð um helgina. Hann segir fjölda fólks hafa mætt á fimmtudag, en að allt hafi verið orðið fullt í rafmagn á föstudag. „Það er búið að vera fullt af fólki. Við vorum farin að vísa fólki frá í gær.“ Fjölskyldusvæði, ekki djammstaður Engilbert segist ekki taka við unglingahópum inn á svæðið. „Við leggjum mikið upp úr því að það séu engin læti. Þetta er fjölskyldutjaldsvæði, ekki djammstaður.“ Hann á von á því að júlí verði stór mánuður. „Ef fólk vill koma í meiri rólegheit, þá ætti það að koma í miðri viku.“ Veðrið var sérstaklega gott á Austurlandi og því voru margir sem lögðu leið sína á Egilsstaði. „Helgin er búin að vera dálítið full og það er búið að vera mjög mikið að gera,“ segir Hekla Arinbjarnardóttir, starfsmaður á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum. Undanfarnar helgar hafa verið rólegar en Hekla segir helgina hafa verið „eina stóra bombu“ og þar hafi veðrið verið aðal ástæðan. Uppselt var á þann hluta svæðisins sem býður upp á aðgengi að rafmagni. Það spáir góðu veðri á Austurlandi á næstunni og Hekla mælir með því að þeir sem hyggjast heimsækja tjaldsvæðið í sumar bóki fyrirfram, en tjaldsvæðið er þessa dagana að innleiða bókunarkerfi Parka.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Veður Tjaldsvæði Tengdar fréttir Hiti í kringum tuttugu stig fyrir austan út vikuna Hlýtt loft verður á öllu landinu næstu daga. Það verður þó langhlýjast fyrir austan þar sem hiti verður í kring um 20 stig og gæti farið upp í allt að 25 stig í dag. 27. júní 2021 09:00 Glampandi sól og allt að 24 stiga hiti Þrátt fyrir mikið hvassviðri og appelsínugular og gular viðvaranir fyrir norðan fyrri part dags verður glampandi sól víðast hvar á landinu í dag. Langhlýjast verður austanlands þar sem hiti fer upp í 24 stig í dag. 26. júní 2021 08:46 Hvetja ferðalanga til þess að forbóka tjaldsvæði Þrátt fyrir góðan framgang bólusetningar landsmanna er útlit fyrir að margir Íslendingar muni ferðast innanlands. Forsvarsmenn Tjalda.is mæla með því að ferðalangar bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. 24. júní 2021 16:10 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Hiti í kringum tuttugu stig fyrir austan út vikuna Hlýtt loft verður á öllu landinu næstu daga. Það verður þó langhlýjast fyrir austan þar sem hiti verður í kring um 20 stig og gæti farið upp í allt að 25 stig í dag. 27. júní 2021 09:00
Glampandi sól og allt að 24 stiga hiti Þrátt fyrir mikið hvassviðri og appelsínugular og gular viðvaranir fyrir norðan fyrri part dags verður glampandi sól víðast hvar á landinu í dag. Langhlýjast verður austanlands þar sem hiti fer upp í 24 stig í dag. 26. júní 2021 08:46
Hvetja ferðalanga til þess að forbóka tjaldsvæði Þrátt fyrir góðan framgang bólusetningar landsmanna er útlit fyrir að margir Íslendingar muni ferðast innanlands. Forsvarsmenn Tjalda.is mæla með því að ferðalangar bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. 24. júní 2021 16:10
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu