Fótbolti

Sjáðu truflað mark Amöndu Andradóttur í stórsigri Vålerenga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Amanda Andradóttir lagði upp og skoraði í stórsigri Vålerenga.
Amanda Andradóttir lagði upp og skoraði í stórsigri Vålerenga. GETTY/MATT BROWNE

Amanda Andradóttir og félagar hennar í Vålerenga unnu stórsigur gegn Klepp í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Lokatölur 7-0 þar sem Amanda bæði lagði upp og skoraði, en mark hennar var af dýrari gerðinni.

Það tók V1alerenga aðeins tíu mínútur að brjóta ísinn, en þar var á ferðinni Dejana Stefanovic úr vítaspyrnu.

Stefanovic var aftur á ferðinni á 18.mínútu þegar hún lagði upp annað mark liðsins fyrir Andrine Tomter.

Amanda Andradóttir lagði upp þriðja mark liðsins mínútu síðar fyrir Synne Jensen, en í uppbótartíma fyrri hálfleiks breytti Amanda stöðunni í 4-0 með stórglæsilegu marki.

Synne Jensen var langt frá því að vera hætt í þessum leik, ern hún bætti þremur mörkum við í seinni hálfleik og lokatölur því 7-0.

Vålerenga er á toppi norsku deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Klepp er í því sjötta með sex stig.

Mark Amöndu hefur verið tilnefnt sem mark umferðarinnar, og af góðri ástæðu.

Öll mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan, en mark Amöndu er eftir um eina og hálfa mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×