„Sögðu okkur að vera graðari“ Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 22:12 Sævar Atli Magnússon, með fyrirliðabandið, skoraði tvö mörk í kvöld og er næstmarkahæstur í Pepsi Max-deildinni með átta mörk í sumar. vísir/hulda margrét „Þetta var mjög mikilvægur sigur,“ sagði Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, eftir að liðið varð fyrst allra til að vinna Víking í sumar með 2-1 sigri í Breiðholti í kvöld, í 10. umferð Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta. „Við vorum búnir að tapa þremur leikjum í röð í deildinni og ekki búnir að skora, og vissum að við þyrftum að stíga upp. Við höfum eiginlega alltaf átt góða leiki hér á heimavelli, áttum einn „off“ leik gegn KR, og vissum að ef við myndum mæta klárir frá fyrstu mínútu þá myndum við spila vel,“ sagði Sævar Atli sem skoraði bæði mörk Leiknis í leiknum. Leiknismenn hafa nú fengið tíu stig á heimavelli, í fimm leikjum, en eitt stig á útivelli. „Það er gott að eiga góðan heimavöll en við þurfum líka að spila vel á heimavelli. Við vissum þetta fyrir mót (að heimavöllurinn myndi nýtast vel). Við vorum líka bara ógeðslega spenntir, að fá öll þessi góðu lið hingað heim, taka á móti þeim og vel á þeim, vera grófir og halda í þessi Leiknisgildi, sem eru bara að vera „gettólegir“,“ sagði Sævar Atli. Impruðum á þessu inni í klefa Hann var ánægður með að Leiknir skyldi verða fyrsta liðið til að leggja Víkinga að velli í sumar: „Við impruðum á þessu inni í klefa og í liðshringnum. Við ætluðum að verða fyrsta liðið til að vinna þá. Af hverju ekki við? Við erum með frábært lið og á heimavelli.“ Eins og Sævar Atli benti á höfðu Víkingar tapað þremur leikjum í röð í deildinni, sem og bikarleik, og ekki skorað mark síðustu 300 mínútur sem þeir spiluðu fyrir leikinn í kvöld. Sævar Atli segir þjálfara Leiknis hafa farið vel yfir þetta fyrir leikinn: „Siggi og Hlynur „adressuðu“ þetta vel. Þeir sögðu að við þyrftum bara að vera graðari. Að fleiri þyrfti að langa til að skora mörk; bruna inn í teiginn, taka af skarið og þora að gera eitthvað öðruvísi. Við gerðum það í dag og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sævar Atli. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir - Víkingur 2-1 | Leiknismenn fyrstir til að leggja Víkinga að velli Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 28. júní 2021 21:11 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
„Við vorum búnir að tapa þremur leikjum í röð í deildinni og ekki búnir að skora, og vissum að við þyrftum að stíga upp. Við höfum eiginlega alltaf átt góða leiki hér á heimavelli, áttum einn „off“ leik gegn KR, og vissum að ef við myndum mæta klárir frá fyrstu mínútu þá myndum við spila vel,“ sagði Sævar Atli sem skoraði bæði mörk Leiknis í leiknum. Leiknismenn hafa nú fengið tíu stig á heimavelli, í fimm leikjum, en eitt stig á útivelli. „Það er gott að eiga góðan heimavöll en við þurfum líka að spila vel á heimavelli. Við vissum þetta fyrir mót (að heimavöllurinn myndi nýtast vel). Við vorum líka bara ógeðslega spenntir, að fá öll þessi góðu lið hingað heim, taka á móti þeim og vel á þeim, vera grófir og halda í þessi Leiknisgildi, sem eru bara að vera „gettólegir“,“ sagði Sævar Atli. Impruðum á þessu inni í klefa Hann var ánægður með að Leiknir skyldi verða fyrsta liðið til að leggja Víkinga að velli í sumar: „Við impruðum á þessu inni í klefa og í liðshringnum. Við ætluðum að verða fyrsta liðið til að vinna þá. Af hverju ekki við? Við erum með frábært lið og á heimavelli.“ Eins og Sævar Atli benti á höfðu Víkingar tapað þremur leikjum í röð í deildinni, sem og bikarleik, og ekki skorað mark síðustu 300 mínútur sem þeir spiluðu fyrir leikinn í kvöld. Sævar Atli segir þjálfara Leiknis hafa farið vel yfir þetta fyrir leikinn: „Siggi og Hlynur „adressuðu“ þetta vel. Þeir sögðu að við þyrftum bara að vera graðari. Að fleiri þyrfti að langa til að skora mörk; bruna inn í teiginn, taka af skarið og þora að gera eitthvað öðruvísi. Við gerðum það í dag og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sævar Atli.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir - Víkingur 2-1 | Leiknismenn fyrstir til að leggja Víkinga að velli Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 28. júní 2021 21:11 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Leik lokið: Leiknir - Víkingur 2-1 | Leiknismenn fyrstir til að leggja Víkinga að velli Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 28. júní 2021 21:11