Um er að ræða íslenskan sumartexta við lagið Walking On Sunshine. Gulli sagði reyndar að lagið ætti bara að spila einu sinni en klippan er nú auðvitað komin á Vísi og má heyra hér neðar í fréttinni.
Í tilefni af útgáfu lagsins bakaði Lilja Katrín kökusnillingur skemmtilega köku fyrir samstarfsfólkið. Heimir er byrjaður í sumarfríi og Vala og Gulli fara í sumarfrí í þessari viku. Lilja Katrín mun því stjórna Bítinu á meðan ásamt reynsluboltanum Sigvalda Kaldalóns.
Sumarleyfislag Bítisins 2021, Farinn í fríið, má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Farinn í fríið
-
Á morgun þarf ég ekk'að vakna dauðþreytt klukkan hálf sex.
- Kannski ég sofi til níu og njóti morgunsins rólegs?
- Ætti ég að bera á pallinn, mála húsið, eða gera eitthvað lítið???
- Á meðan þið ákveðið þetta held ég áfram með Bítið.
- Í fríið á morgun, vooó, í fríið á morgun, voooó, í fríið á morgun, voooó!
- Og það verður snilld!!!
- Ég pantaði flugið til Tene, en endaði í Vík. Veðurspáin sagði að hún yrði kyrr og sólrík!
- Ég kíki kannski bara norður, í grill til mömm'og pabba.
- Á meðan við Svali við fólkið höldum áfram að rabba.
- Ég er farinn í fríið, vooó, í mánaðarfríið, voooó, í langþráða fríið, voooó.
- Og ég mun skemmta mér!
- Farin í fríið, farin í fríið. Farin í frí, farin í frí, farin í langþráð sumarfrí.
- Farin í frí, farin í frí, það verður haugafyllerí.
- Við komum aftur í ágúst, ó!