Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Þar segir að skoðun standi yfir á svæðinu og það sé lokað almenningi á meðan ástand þess er metið frekar. Þá biðja Almannavarnir almenning um að virða lokanir.
Almannavarnanefnd fundaði þá í morgun vegna húsa sem rýmd voru í Varmahlíð í gær eftir að aurskriða féll á tvö hús þar. Tekin var ákvörðun um að halda rýmingu óbreyttri meðan unnið er að rannsóknum og skoðun á svæðinu.