Skora á stjórnvöld að grípa til aðgerða því Covid auki ójöfnuð Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2021 14:18 Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar kemur fram að ójöfnuður hefur aukist til mikilla muna. ASÍ skorar á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að grípa til markvissra aðgerða. Vísir/Vilhelm Ný skýrsla sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif telur aðgerða þörf til að sporna gegn auknum ójöfnuði. Í skýrslunni segir að kórónuveirufaraldurinn sé líklegur til að hraða á þeirri þróun til aukins ójöfnuðar sem greina hefur mátt á Íslandi á undanförnum árum. ASÍ kallar því eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda meðal annars í baráttu gegn langtímaatvinnuleysi. Í þessari fimmtu skýrslu hópsins er skoðað sérstaklega áhrif kórónuverufaraldursins á ójöfnuð. Stór hópur hefur orðið fyrir verulegri og mikilli lífskjaraskerðingu vegna atvinnuleysis. Í þeim hópi er að finna mikinn fjölda einstaklinga sem voru veikir fyrir en þurfa að sætta sig við hlutfallslega verulegt tekjufall. „Á sama tíma hafi kaupmáttur aukist hjá þeim sem ekki hafa orðið fyrir teljandi skakkaföllum af völdum veirunnar. Eigendur hlutabréfa hafi hagnast vel. Húsnæðiseigendur hafi notið góðs af lágum vöxtum, minnkaðri greiðslubyrði og mikilli hækkun fasteignaverðs. Þetta auki ójöfnuð í eignaskiptingu og valdi misræmi í afkomu ólíkra samfélagshópa,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. En þar er kallað eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn þessari vá. Í sérfræðingahópi ASÍ og BSRB eiga sæti: Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, formaður. Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum. Guðrún Johnsen, efnahagsráðgjafi VR. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði. Ásgeir Sverrisson, sérfræðingur ASÍ, starfar með hópnum. Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hagfræðingur ASÍ, sem vann með hópnum að gerð þessarar skýrslu. Tengd skjöl Covid-og-ójöfnuður_300621PDF430KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Félagsmál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Í skýrslunni segir að kórónuveirufaraldurinn sé líklegur til að hraða á þeirri þróun til aukins ójöfnuðar sem greina hefur mátt á Íslandi á undanförnum árum. ASÍ kallar því eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda meðal annars í baráttu gegn langtímaatvinnuleysi. Í þessari fimmtu skýrslu hópsins er skoðað sérstaklega áhrif kórónuverufaraldursins á ójöfnuð. Stór hópur hefur orðið fyrir verulegri og mikilli lífskjaraskerðingu vegna atvinnuleysis. Í þeim hópi er að finna mikinn fjölda einstaklinga sem voru veikir fyrir en þurfa að sætta sig við hlutfallslega verulegt tekjufall. „Á sama tíma hafi kaupmáttur aukist hjá þeim sem ekki hafa orðið fyrir teljandi skakkaföllum af völdum veirunnar. Eigendur hlutabréfa hafi hagnast vel. Húsnæðiseigendur hafi notið góðs af lágum vöxtum, minnkaðri greiðslubyrði og mikilli hækkun fasteignaverðs. Þetta auki ójöfnuð í eignaskiptingu og valdi misræmi í afkomu ólíkra samfélagshópa,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. En þar er kallað eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn þessari vá. Í sérfræðingahópi ASÍ og BSRB eiga sæti: Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, formaður. Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum. Guðrún Johnsen, efnahagsráðgjafi VR. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði. Ásgeir Sverrisson, sérfræðingur ASÍ, starfar með hópnum. Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hagfræðingur ASÍ, sem vann með hópnum að gerð þessarar skýrslu. Tengd skjöl Covid-og-ójöfnuður_300621PDF430KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Félagsmál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira