Skora á stjórnvöld að grípa til aðgerða því Covid auki ójöfnuð Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2021 14:18 Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar kemur fram að ójöfnuður hefur aukist til mikilla muna. ASÍ skorar á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að grípa til markvissra aðgerða. Vísir/Vilhelm Ný skýrsla sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif telur aðgerða þörf til að sporna gegn auknum ójöfnuði. Í skýrslunni segir að kórónuveirufaraldurinn sé líklegur til að hraða á þeirri þróun til aukins ójöfnuðar sem greina hefur mátt á Íslandi á undanförnum árum. ASÍ kallar því eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda meðal annars í baráttu gegn langtímaatvinnuleysi. Í þessari fimmtu skýrslu hópsins er skoðað sérstaklega áhrif kórónuverufaraldursins á ójöfnuð. Stór hópur hefur orðið fyrir verulegri og mikilli lífskjaraskerðingu vegna atvinnuleysis. Í þeim hópi er að finna mikinn fjölda einstaklinga sem voru veikir fyrir en þurfa að sætta sig við hlutfallslega verulegt tekjufall. „Á sama tíma hafi kaupmáttur aukist hjá þeim sem ekki hafa orðið fyrir teljandi skakkaföllum af völdum veirunnar. Eigendur hlutabréfa hafi hagnast vel. Húsnæðiseigendur hafi notið góðs af lágum vöxtum, minnkaðri greiðslubyrði og mikilli hækkun fasteignaverðs. Þetta auki ójöfnuð í eignaskiptingu og valdi misræmi í afkomu ólíkra samfélagshópa,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. En þar er kallað eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn þessari vá. Í sérfræðingahópi ASÍ og BSRB eiga sæti: Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, formaður. Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum. Guðrún Johnsen, efnahagsráðgjafi VR. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði. Ásgeir Sverrisson, sérfræðingur ASÍ, starfar með hópnum. Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hagfræðingur ASÍ, sem vann með hópnum að gerð þessarar skýrslu. Tengd skjöl Covid-og-ójöfnuður_300621PDF430KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Félagsmál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Í skýrslunni segir að kórónuveirufaraldurinn sé líklegur til að hraða á þeirri þróun til aukins ójöfnuðar sem greina hefur mátt á Íslandi á undanförnum árum. ASÍ kallar því eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda meðal annars í baráttu gegn langtímaatvinnuleysi. Í þessari fimmtu skýrslu hópsins er skoðað sérstaklega áhrif kórónuverufaraldursins á ójöfnuð. Stór hópur hefur orðið fyrir verulegri og mikilli lífskjaraskerðingu vegna atvinnuleysis. Í þeim hópi er að finna mikinn fjölda einstaklinga sem voru veikir fyrir en þurfa að sætta sig við hlutfallslega verulegt tekjufall. „Á sama tíma hafi kaupmáttur aukist hjá þeim sem ekki hafa orðið fyrir teljandi skakkaföllum af völdum veirunnar. Eigendur hlutabréfa hafi hagnast vel. Húsnæðiseigendur hafi notið góðs af lágum vöxtum, minnkaðri greiðslubyrði og mikilli hækkun fasteignaverðs. Þetta auki ójöfnuð í eignaskiptingu og valdi misræmi í afkomu ólíkra samfélagshópa,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. En þar er kallað eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn þessari vá. Í sérfræðingahópi ASÍ og BSRB eiga sæti: Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, formaður. Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum. Guðrún Johnsen, efnahagsráðgjafi VR. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði. Ásgeir Sverrisson, sérfræðingur ASÍ, starfar með hópnum. Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hagfræðingur ASÍ, sem vann með hópnum að gerð þessarar skýrslu. Tengd skjöl Covid-og-ójöfnuður_300621PDF430KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Félagsmál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira