Málsvari olíurisa lýsir undirróðri gegn loftslagsaðgerðum Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 13:33 Exxon Mobil er eitt stærsta olíufyrirtæki heims. Það hefur verið sakað um að „grænþvo“ ímynd sína undanfarin ár. Málafylgjumaður þess staðfesti það á leynilegri upptöku. Vísir/EPA Olíurisinn Exxon Mobil hefur beitt sér gegn loftslagsvísindum í gegnum hulduhópa og er í nánum samskiptum við hóp þingmanna til að grafa undan loftslagsaðgerðum Bandaríkjastjórnar. Þetta viðurkennir málafylgjumaður í samtali sem var tekið upp á laun. Útsendari náttúruverndarsamtakanna Grænfriðunga í Bretlandi lést vera fulltrúi fyrirtækis sem vildi ráða málafylgjumann og gabbaði Keith McCoy, sem stýrir samskiptum Exxon Mobil við bandarísku alríkisstjórnina, til viðtals við sig í gegnum fjarfundarbúnað. Tók hann upp samtalið og birti breska sjónvarpsstöðin Channel 4 hluta af því í gær. Í myndbandinu staðfestir McCoy í raun margt af því sem hefur lengi verið vitað, að stærstu olíufyrirtæki heims vinni leynt og ljóst gegn aðgerðum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sái efa um loftslagsvísindi. Exxon Mobil hefur líkt og fleiri olíufyrirtæki reynt að lappa upp á ímynd sína með því að lýsa yfir stuðningi við markmið Parísarsamkomulagsins og styðja kolefnisskatt. Í auglýsingum sínum hefur það lýst sjálfu sér sem hluta af lausninni á loftlagsvánni, að sögn New York Times. Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, hefur beðist afsökunar á ummælum málafylgjumanns fyrirtækisins og fullyrt að þau endurspegli alls ekki afstöðu þess til loftslagsstefnu. Hélt hann því fram að McCoy hefði ekki komið nálgt stefnumótun Exxon um málefnin. „Við vorum slegin yfir þessum viðtölum og stöndum við skuldbindingu okkar til að finna lausnir við loftlagsbreytingum,“ sagði Woods. Fá hulduhópa til að tala máli sínu McCoy dregur aftur á móti upp allt aðra mynd af Exxon og því sem fyrir stjórnendum þess vakir í viðtalinu við útsendara Grænfriðunga. Þar lýsir hann meðal annars hvernig kolefnisskattur sé „frábært umræðuefni“ fyrir Exxon Mobil en að hann telji að slíkur skattur verði aldrei að veruleika í Bandaríkjunum. „Engin er að fara að leggjatil skatt á alla Bandaríkjamenn. Kaldrifjaða hliðin á mér segir, já, við vitum það eiginlega en þetta gefur okkur frábært umræðuefni,“ sagði McCoy. Þá viðurkenndi hann að Exxon hefði barist af krafti gegn loftslagsvísindum á sama tíma og vísindamenn fyrirtækisins sjálfs vöruðu við því að stórfelldur útblástur á gróðurhúsalofttegundum ætti eftir að valda hnattrænni hlýnun. „Tókum við þátt í einhverjum af þessum hulduhópum til að vinna gegn sumum þessara aðgerða í upphafi? Já, það er satt,“ sagði McCoy á upptökunni. Hann nefndi ekki hvaða hópa Exxon hefði styrkt en fyrirtækið hefur veitt milljónum dollara, jafnvirði hundraða milljóna íslenskra króna, til samtaka íhaldsmanna sem reyna að grafa undan loftslagsvísindum. „En það er ekkert ólöglegt við það. Við vorum að passa upp á fjárfestingarnar okkar. Við vorum að passa upp á hluthafana okkar,“ sagði hann. Sagði hann Exxon Mobil nota ýmis samtök sem virtust óháð fyrirtækinu til að tala máli sínu opinberlega. „Við viljum ekki að það séum við sem eigum þessar umræður, sérstaklega við yfirheyrslur [þingnefnda]. Þetta snýst um að fá félögin okkar til að stíga inn og eiga þessi samtöl og svara þessum erfiðu spurningum og að vera blórabögglarnir fyrir suma þessa þingmenn, svo ekki sé betur að orði komist,“ sagði McCoy. New: Exxon Mobil has apologized after a lobbyist detailed the company's efforts to weaken President Biden's climate agenda and said Exxon had in the past fought climate science through “shadow groups.” https://t.co/32WDl4XXTR— Hiroko Tabuchi (@HirokoTabuchi) June 30, 2021 Fengu þingmenn til að útvatna loftslagsaðgerðir Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undanfarnar vikur og mánuði reynt að fá Bandaríkjaþing til þessa að koma sér saman um umsvifamikla innviðauppbyggingu, þar á meðal aðgerðir til þess að bregðast við loftslagsbreytingum og aðlagast þeim. Exxon Mobil beitti sér gegn því að loftslagsaðgerðir yrðu veigamikill hluti af innviðapakkanum. McCoy sagði á upptökunni að fyrirtækið hefði sérstaklega beint spjótum sínum að hópi áhrifamikilla öldungadeildarþingmanna beggja flokka til þess að tryggja að svo yrði ekki. Á meðal þingmannanna er Joe Manchin, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Vestur-Virginíu. Hann er íhaldssamasti þingmaður þingflokksins og sem fulltrúi kolaríkis hefur hann oft staðið í vegi loftslagsaðgerða. Demókratar ráða öldungadeildinni en flokkarnir tveir hafa jafnmarga þingmenn. Manchin er því í oddastöðu sem hefur veitt honum gífurleg áhrif á þingmál flokks hans. McCoy sagðist ræða við fulltrúa Manchin vikulega þar sem hann væri áhrifamesti öldungadeildarþingmaðurinn. Bensín og olía Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Útsendari náttúruverndarsamtakanna Grænfriðunga í Bretlandi lést vera fulltrúi fyrirtækis sem vildi ráða málafylgjumann og gabbaði Keith McCoy, sem stýrir samskiptum Exxon Mobil við bandarísku alríkisstjórnina, til viðtals við sig í gegnum fjarfundarbúnað. Tók hann upp samtalið og birti breska sjónvarpsstöðin Channel 4 hluta af því í gær. Í myndbandinu staðfestir McCoy í raun margt af því sem hefur lengi verið vitað, að stærstu olíufyrirtæki heims vinni leynt og ljóst gegn aðgerðum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sái efa um loftslagsvísindi. Exxon Mobil hefur líkt og fleiri olíufyrirtæki reynt að lappa upp á ímynd sína með því að lýsa yfir stuðningi við markmið Parísarsamkomulagsins og styðja kolefnisskatt. Í auglýsingum sínum hefur það lýst sjálfu sér sem hluta af lausninni á loftlagsvánni, að sögn New York Times. Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, hefur beðist afsökunar á ummælum málafylgjumanns fyrirtækisins og fullyrt að þau endurspegli alls ekki afstöðu þess til loftslagsstefnu. Hélt hann því fram að McCoy hefði ekki komið nálgt stefnumótun Exxon um málefnin. „Við vorum slegin yfir þessum viðtölum og stöndum við skuldbindingu okkar til að finna lausnir við loftlagsbreytingum,“ sagði Woods. Fá hulduhópa til að tala máli sínu McCoy dregur aftur á móti upp allt aðra mynd af Exxon og því sem fyrir stjórnendum þess vakir í viðtalinu við útsendara Grænfriðunga. Þar lýsir hann meðal annars hvernig kolefnisskattur sé „frábært umræðuefni“ fyrir Exxon Mobil en að hann telji að slíkur skattur verði aldrei að veruleika í Bandaríkjunum. „Engin er að fara að leggjatil skatt á alla Bandaríkjamenn. Kaldrifjaða hliðin á mér segir, já, við vitum það eiginlega en þetta gefur okkur frábært umræðuefni,“ sagði McCoy. Þá viðurkenndi hann að Exxon hefði barist af krafti gegn loftslagsvísindum á sama tíma og vísindamenn fyrirtækisins sjálfs vöruðu við því að stórfelldur útblástur á gróðurhúsalofttegundum ætti eftir að valda hnattrænni hlýnun. „Tókum við þátt í einhverjum af þessum hulduhópum til að vinna gegn sumum þessara aðgerða í upphafi? Já, það er satt,“ sagði McCoy á upptökunni. Hann nefndi ekki hvaða hópa Exxon hefði styrkt en fyrirtækið hefur veitt milljónum dollara, jafnvirði hundraða milljóna íslenskra króna, til samtaka íhaldsmanna sem reyna að grafa undan loftslagsvísindum. „En það er ekkert ólöglegt við það. Við vorum að passa upp á fjárfestingarnar okkar. Við vorum að passa upp á hluthafana okkar,“ sagði hann. Sagði hann Exxon Mobil nota ýmis samtök sem virtust óháð fyrirtækinu til að tala máli sínu opinberlega. „Við viljum ekki að það séum við sem eigum þessar umræður, sérstaklega við yfirheyrslur [þingnefnda]. Þetta snýst um að fá félögin okkar til að stíga inn og eiga þessi samtöl og svara þessum erfiðu spurningum og að vera blórabögglarnir fyrir suma þessa þingmenn, svo ekki sé betur að orði komist,“ sagði McCoy. New: Exxon Mobil has apologized after a lobbyist detailed the company's efforts to weaken President Biden's climate agenda and said Exxon had in the past fought climate science through “shadow groups.” https://t.co/32WDl4XXTR— Hiroko Tabuchi (@HirokoTabuchi) June 30, 2021 Fengu þingmenn til að útvatna loftslagsaðgerðir Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undanfarnar vikur og mánuði reynt að fá Bandaríkjaþing til þessa að koma sér saman um umsvifamikla innviðauppbyggingu, þar á meðal aðgerðir til þess að bregðast við loftslagsbreytingum og aðlagast þeim. Exxon Mobil beitti sér gegn því að loftslagsaðgerðir yrðu veigamikill hluti af innviðapakkanum. McCoy sagði á upptökunni að fyrirtækið hefði sérstaklega beint spjótum sínum að hópi áhrifamikilla öldungadeildarþingmanna beggja flokka til þess að tryggja að svo yrði ekki. Á meðal þingmannanna er Joe Manchin, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Vestur-Virginíu. Hann er íhaldssamasti þingmaður þingflokksins og sem fulltrúi kolaríkis hefur hann oft staðið í vegi loftslagsaðgerða. Demókratar ráða öldungadeildinni en flokkarnir tveir hafa jafnmarga þingmenn. Manchin er því í oddastöðu sem hefur veitt honum gífurleg áhrif á þingmál flokks hans. McCoy sagðist ræða við fulltrúa Manchin vikulega þar sem hann væri áhrifamesti öldungadeildarþingmaðurinn.
Bensín og olía Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira