Segir Brynjar í bullinu og trúir ekki að hann sé viðkvæmt blóm Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. júlí 2021 16:59 Fjölnir Sæmundsson (hægri) skilur ekkert í þingmanninum Brynjari Níelssyni (vinstri). vísir/vilhelm „Fyrstu viðbrögð mín voru bara þau að það væri kannski kominn tími til að Brynjar Níelsson kynnti sér málin aðeins áður en hann færi að skrifa greinar um þau,“ sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við grein Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem birtist á Vísi í dag. Þar fjallar Brynjar um störf lögreglumannanna við Ásmundarsal í desember, þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, var á meðal gesta á sýningu þar sem sóttvarnalög voru brotin. Í greininni heldur Brynjar því fram að traust til lögreglu hafi rýrnað við málið, segir fordóma lögreglumannanna í garð Sjálfstæðismanna greinilega hafa haft áhrif á störf þeirra og veltir því upp hvort það sé orðið algengt vandamál innan lögreglunnar að lögreglumenn eigi við sönnunargögn. Týpískur Brynjar Fjölnir gefur lítið fyrir grein Brynjars: „Það er búið að útskýra þetta allt saman og nefndin [nefnd um eftirlit með lögreglu] hefur ekki haldið því fram að lögreglan hafi verið að reyna að leyna neinu. Mér finnst þetta bara týpískur Brynjar. Hann er enn þá svona dálítill lögfræðingur, alltaf að reyna að búa til vafa. Það er það eina sem hann gerir – að henda inn vafa og svona tékka á viðbrögðunum.“ Hann segist ekki vilja fara í neitt stríð við Sjálfstæðisflokkinn en segir greinilegt að Brynjar sé með greininni að grafa undan lögreglumönnunum til að verja sinn ráðherra, sem var viðstaddur sýninguna þar sem sóttvarnalög voru brotin. Á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna segir annar þeirra að hann kannist við tvo gesti samkvæmisins og kallar þá: „sjálfstæðis… svona… framapotarar“. Nefnd um eftirlit með lögreglu (NEL) taldi þessi ummæli ámælisverð. Formaður NEL sagði við vísi í gær að þessi ummæli lýstu fordómum lögreglumannsins gagnvart þeim sem hann átti við í útkallinu. Brynjar er greinilega sammála því og gagnrýnir hann lögreglumennina harðlega fyrir störf sín umrætt kvöld. Lögreglumenn fara ekki á staðinn að eigin frumkvæði „Ég held að Brynjar Níelsson sé nú ekki það viðkvæmt blóm að hann teldi það fordóma ef einhver kallaði hann framapotara,“ segir Fjölnir við Vísir. „Hann talar þarna um einhverja fordóma í greininni en ég held að myndi ekki einu sinni lyfta augabrún þótt einhver myndi segja þetta við hann.“ Hann segist þá viss um að viðhorf lögreglumanna hafi ekki áhrif á störf þeirra eins og Brynjar fullyrðir og þvertekur fyrir að nokkur innan lögreglunnar eigi við sönnunargögn. „Lögreglumenn eru ekkert að fara á staðinn að eigin frumkvæði. Þeir eru bara að sinna útkalli sem kemur frá fjarskiptamiðstöðinni um brot á sóttvarnareglum,“ segir Fjölnir. Málið sýni frekar að lögreglumenn telji alla jafna fyrir lögum og grípi í taumana sama hver eigi í hlut, þótt það sé ráðherra. „Og ég skil ekkert í Brynjari að vera að gefa það í skyn að lögregla eigi við sönnunargögn. Og svo hugsar maður alltaf þegar Brynjar skrifar: Æ ég nenni nú ekki að fara að rífast við hann. En auðvitað þarf einhver að svara þessu bulli.“ Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. 30. júní 2021 11:24 Samtal lögreglumannanna hafi lýst fordómum Formaður nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) segir ljóst að samtal lögreglumannanna tveggja við Ásmundarsal, sem nefndin taldi ámælisvert, hafi ekki verið persónulegt. Það hafi snúið beint að þeim sem lögregla hafði afskipti af á vettvangi, lýst fordómum og því fullt tilefni fyrir nefndina að fjalla sérstaklega um það. 30. júní 2021 12:30 Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29. júní 2021 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þar fjallar Brynjar um störf lögreglumannanna við Ásmundarsal í desember, þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, var á meðal gesta á sýningu þar sem sóttvarnalög voru brotin. Í greininni heldur Brynjar því fram að traust til lögreglu hafi rýrnað við málið, segir fordóma lögreglumannanna í garð Sjálfstæðismanna greinilega hafa haft áhrif á störf þeirra og veltir því upp hvort það sé orðið algengt vandamál innan lögreglunnar að lögreglumenn eigi við sönnunargögn. Týpískur Brynjar Fjölnir gefur lítið fyrir grein Brynjars: „Það er búið að útskýra þetta allt saman og nefndin [nefnd um eftirlit með lögreglu] hefur ekki haldið því fram að lögreglan hafi verið að reyna að leyna neinu. Mér finnst þetta bara týpískur Brynjar. Hann er enn þá svona dálítill lögfræðingur, alltaf að reyna að búa til vafa. Það er það eina sem hann gerir – að henda inn vafa og svona tékka á viðbrögðunum.“ Hann segist ekki vilja fara í neitt stríð við Sjálfstæðisflokkinn en segir greinilegt að Brynjar sé með greininni að grafa undan lögreglumönnunum til að verja sinn ráðherra, sem var viðstaddur sýninguna þar sem sóttvarnalög voru brotin. Á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna segir annar þeirra að hann kannist við tvo gesti samkvæmisins og kallar þá: „sjálfstæðis… svona… framapotarar“. Nefnd um eftirlit með lögreglu (NEL) taldi þessi ummæli ámælisverð. Formaður NEL sagði við vísi í gær að þessi ummæli lýstu fordómum lögreglumannsins gagnvart þeim sem hann átti við í útkallinu. Brynjar er greinilega sammála því og gagnrýnir hann lögreglumennina harðlega fyrir störf sín umrætt kvöld. Lögreglumenn fara ekki á staðinn að eigin frumkvæði „Ég held að Brynjar Níelsson sé nú ekki það viðkvæmt blóm að hann teldi það fordóma ef einhver kallaði hann framapotara,“ segir Fjölnir við Vísir. „Hann talar þarna um einhverja fordóma í greininni en ég held að myndi ekki einu sinni lyfta augabrún þótt einhver myndi segja þetta við hann.“ Hann segist þá viss um að viðhorf lögreglumanna hafi ekki áhrif á störf þeirra eins og Brynjar fullyrðir og þvertekur fyrir að nokkur innan lögreglunnar eigi við sönnunargögn. „Lögreglumenn eru ekkert að fara á staðinn að eigin frumkvæði. Þeir eru bara að sinna útkalli sem kemur frá fjarskiptamiðstöðinni um brot á sóttvarnareglum,“ segir Fjölnir. Málið sýni frekar að lögreglumenn telji alla jafna fyrir lögum og grípi í taumana sama hver eigi í hlut, þótt það sé ráðherra. „Og ég skil ekkert í Brynjari að vera að gefa það í skyn að lögregla eigi við sönnunargögn. Og svo hugsar maður alltaf þegar Brynjar skrifar: Æ ég nenni nú ekki að fara að rífast við hann. En auðvitað þarf einhver að svara þessu bulli.“
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. 30. júní 2021 11:24 Samtal lögreglumannanna hafi lýst fordómum Formaður nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) segir ljóst að samtal lögreglumannanna tveggja við Ásmundarsal, sem nefndin taldi ámælisvert, hafi ekki verið persónulegt. Það hafi snúið beint að þeim sem lögregla hafði afskipti af á vettvangi, lýst fordómum og því fullt tilefni fyrir nefndina að fjalla sérstaklega um það. 30. júní 2021 12:30 Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29. júní 2021 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. 30. júní 2021 11:24
Samtal lögreglumannanna hafi lýst fordómum Formaður nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) segir ljóst að samtal lögreglumannanna tveggja við Ásmundarsal, sem nefndin taldi ámælisvert, hafi ekki verið persónulegt. Það hafi snúið beint að þeim sem lögregla hafði afskipti af á vettvangi, lýst fordómum og því fullt tilefni fyrir nefndina að fjalla sérstaklega um það. 30. júní 2021 12:30
Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29. júní 2021 06:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent