Alls ekkert fár í Fnjóskadal og bóndinn saknar dýragarðsgesta Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2021 14:57 Guðbergur Egill Eyjólfsson, sem rekur dýragarðinn Daladýrð, segir fullfært vera í Fnjóskadal en að enginn komi í dalinn af ótta við vatnavexti í Fnjóská. Rekstraraðili í Fnjóskadal segir fréttaflutning af vatnavöxtum og ófærð í dalnum stórlega ýktan. Hann segir um sextíu bíla vera á bílastæðinu hjá honum undir venjulegum kringumstæðum en nú séu þeir bara þrír. Guðbergur segir tekjutap hans af fólksskorti í Fnjóskadal hlaupa á hundruðum þúsunda króna. Venjulega séu allt að tvöhundruð manns sem sækja dýragarðinn á dag en fjöldi gesta í dag nær ekki þriggja stafa tölu. Hann nefnir einnig að um helgina fari fram stórt fótboltamót og að í eðlilegu árferði sé þessi helgi jafnstór Verslunarmannahelginni. Ljóst er að fleiri rekstraraðilar í Fnjóskadal finna fyrir skorti á fólki og því má áætla að heildartekjutap í dalnum hlaupi á milljónum króna. Guðbergur segir sumarið annars hafa farið vel af stað hjá Daladýrð allt þar til kuldakastið mikla reið yfir fyrir um tveimur vikum. Síðan kom mikið hvassviðri og nú leysingar í Fnjóskánni. Nú er útlitið bjartara fyrir rekstraraðila í Fnjóskadal og nágrenni enda er mikið blíðviðri í kortunum fyrir norðan. Vatnshæð í Fnjóská komin í eðlilegt horf Veðurstofa Íslands staðfesti í samtali við fréttastofu að vatnshæðin í Fnjóská hafi snarlækkað frá klukkan sjö í morgun og hafi verið komin í eðlilegt horf um hádegi. Aðspurður segir sérfræðingur Veðurstofu að áin hafi verið óvenju fljót að ná sér. Ástæðu þess telur hann vera að leysingarnar orsökuðust af hraðri snjóbráðnun sökum hás hitastigs og mikils vinds. Þegar vindinn lægði dró úr hraða snjóbráðnunarinnar og þar sem ekki var um neina úrkomu að ræða minnkaði vatn í áni hratt. Veðurstofa og Almannavarnir funda í þessum rituðu orðum en starfsmaður Veðurstofu býst staðfastlega við að hættustigi varði aflétt á Norðurlandi að fundinum loknum. Fréttin verður uppfærð. Veður Þingeyjarsveit Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Rekstraraðili í Fnjóskadal segir fréttaflutning af vatnavöxtum og ófærð í dalnum stórlega ýktan. Hann segir um sextíu bíla vera á bílastæðinu hjá honum undir venjulegum kringumstæðum en nú séu þeir bara þrír. Guðbergur segir tekjutap hans af fólksskorti í Fnjóskadal hlaupa á hundruðum þúsunda króna. Venjulega séu allt að tvöhundruð manns sem sækja dýragarðinn á dag en fjöldi gesta í dag nær ekki þriggja stafa tölu. Hann nefnir einnig að um helgina fari fram stórt fótboltamót og að í eðlilegu árferði sé þessi helgi jafnstór Verslunarmannahelginni. Ljóst er að fleiri rekstraraðilar í Fnjóskadal finna fyrir skorti á fólki og því má áætla að heildartekjutap í dalnum hlaupi á milljónum króna. Guðbergur segir sumarið annars hafa farið vel af stað hjá Daladýrð allt þar til kuldakastið mikla reið yfir fyrir um tveimur vikum. Síðan kom mikið hvassviðri og nú leysingar í Fnjóskánni. Nú er útlitið bjartara fyrir rekstraraðila í Fnjóskadal og nágrenni enda er mikið blíðviðri í kortunum fyrir norðan. Vatnshæð í Fnjóská komin í eðlilegt horf Veðurstofa Íslands staðfesti í samtali við fréttastofu að vatnshæðin í Fnjóská hafi snarlækkað frá klukkan sjö í morgun og hafi verið komin í eðlilegt horf um hádegi. Aðspurður segir sérfræðingur Veðurstofu að áin hafi verið óvenju fljót að ná sér. Ástæðu þess telur hann vera að leysingarnar orsökuðust af hraðri snjóbráðnun sökum hás hitastigs og mikils vinds. Þegar vindinn lægði dró úr hraða snjóbráðnunarinnar og þar sem ekki var um neina úrkomu að ræða minnkaði vatn í áni hratt. Veðurstofa og Almannavarnir funda í þessum rituðu orðum en starfsmaður Veðurstofu býst staðfastlega við að hættustigi varði aflétt á Norðurlandi að fundinum loknum. Fréttin verður uppfærð.
Veður Þingeyjarsveit Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira