Sigurður Ingi lofar nýju ráðuneyti Snorri Másson skrifar 3. júlí 2021 12:08 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Eða ætti kannski að standa innviðaráðherra? Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill að ráðuneyti sitt verði að „innviðaráðuneyti“ við myndun næstu ríkisstjórnar. Innviðaráðherra hefði þá áfram á sinni könnu samgöngurnar og sveitarstjórnarmálin, en myndi taka til sín skipulagsmálin frá umhverfisráðuneytinu og húsnæðismælin frá félagsmálaráðuneytinu. „Skipulagsmálin og sveitarstjórnarmálin eru svo nátengd, að það er mín skoðun og ég deili henni með Samtökum iðnaðarins að þau eigi heima saman í innviðaráðuneyti,“ segir Sigurður og bætir við að hið sama gildi um húsnæðismálin, sem nú eru innan Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sem er undir félagsmálaráðuneytinu. „Ef Framsóknarflokkurinn nær nægilega góðri stöðu eftir kosningar og ég get framkallað þessar hugmyndir mínar, þá mun ég standa fyrir því,“ segir Sigurður. Málin á of mörgum höndum Samtök iðnaðarins áttu á þessu kjörtímabili frumkvæði að þessum hugmyndum og hefur Sigurður Hannesson formaður þeirra skrifað fjölda greina um þetta áherslumál, jafnvel með meðhöfundum frá öðrum hagsmunasamtökum. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins.SI Sigurður segir í samtali við Vísi að samtökin séu mjög vongóð um að eftir kosningar í september verði stokkað upp í ráðuneytunum og þar af leiðandi verði innviðaráðuneytið að veruleika. Svona breytingar verða yfirleitt við ríkisstjórnarskipti. Sigurður óttast ekki að þessar breytingar mæti mótstöðu. „En ég ætla ekki að fullyrða um það. Sigurður Ingi hefur verið mjög opinn með það hvað honum hugnast þessi breyting, að því gefnu að hann verði áfram í sama ráðuneyti,“ segir Sigurður Hannesson. Sigurður segir að umræddir málaflokkar séu á of mörgum höndum í dag og að sameining þeirra myndi leiða til meiri skilvirkni og ábyrgðar af hálfu stjórnvalda, sem hafi vantað svolítið upp á. Uppbygging verði skilvirkari með einu sterku innviðaráðuneyti. Loftslagsráðuneyti og matvæla- og landbúnaðarráðuneyti Sigurður Ingi ráðherra segir að hugmyndirnar eigi sér erlenda fyrirmynd. „Ég held að þessir hlutir eigi heima á sama stað. Þetta er það sem vinir okkar og fyrirmyndir Danir hafa gert og ég get mjög vel séð fyrir mér slíkt ráðuneyti framtíðarinnar þó að ég sjái ekki endilega fyrir mér að ég sé þar.“ Ráðherra vill að öðru leyti ráðast í nokkrar breytingar á stjórnkerfinu á næsta kjörtímabili. Ráðist hafi verið í breytingar á tímum vinstristjórnarinnar 2009-2013 sem hafi miðað við að Ísland gengi í Evrópusambandið, en þær breytingar henti ekki lengur íslenskum aðstæðum. „Ég er með ákveðnar hugmyndir um það. Eitt er innviðaráðuneytið, annað er matvæla- og landbúnaðarráðuneyti og þriðja er loftslagsráðuneyti.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Innviðaráðherra hefði þá áfram á sinni könnu samgöngurnar og sveitarstjórnarmálin, en myndi taka til sín skipulagsmálin frá umhverfisráðuneytinu og húsnæðismælin frá félagsmálaráðuneytinu. „Skipulagsmálin og sveitarstjórnarmálin eru svo nátengd, að það er mín skoðun og ég deili henni með Samtökum iðnaðarins að þau eigi heima saman í innviðaráðuneyti,“ segir Sigurður og bætir við að hið sama gildi um húsnæðismálin, sem nú eru innan Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sem er undir félagsmálaráðuneytinu. „Ef Framsóknarflokkurinn nær nægilega góðri stöðu eftir kosningar og ég get framkallað þessar hugmyndir mínar, þá mun ég standa fyrir því,“ segir Sigurður. Málin á of mörgum höndum Samtök iðnaðarins áttu á þessu kjörtímabili frumkvæði að þessum hugmyndum og hefur Sigurður Hannesson formaður þeirra skrifað fjölda greina um þetta áherslumál, jafnvel með meðhöfundum frá öðrum hagsmunasamtökum. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins.SI Sigurður segir í samtali við Vísi að samtökin séu mjög vongóð um að eftir kosningar í september verði stokkað upp í ráðuneytunum og þar af leiðandi verði innviðaráðuneytið að veruleika. Svona breytingar verða yfirleitt við ríkisstjórnarskipti. Sigurður óttast ekki að þessar breytingar mæti mótstöðu. „En ég ætla ekki að fullyrða um það. Sigurður Ingi hefur verið mjög opinn með það hvað honum hugnast þessi breyting, að því gefnu að hann verði áfram í sama ráðuneyti,“ segir Sigurður Hannesson. Sigurður segir að umræddir málaflokkar séu á of mörgum höndum í dag og að sameining þeirra myndi leiða til meiri skilvirkni og ábyrgðar af hálfu stjórnvalda, sem hafi vantað svolítið upp á. Uppbygging verði skilvirkari með einu sterku innviðaráðuneyti. Loftslagsráðuneyti og matvæla- og landbúnaðarráðuneyti Sigurður Ingi ráðherra segir að hugmyndirnar eigi sér erlenda fyrirmynd. „Ég held að þessir hlutir eigi heima á sama stað. Þetta er það sem vinir okkar og fyrirmyndir Danir hafa gert og ég get mjög vel séð fyrir mér slíkt ráðuneyti framtíðarinnar þó að ég sjái ekki endilega fyrir mér að ég sé þar.“ Ráðherra vill að öðru leyti ráðast í nokkrar breytingar á stjórnkerfinu á næsta kjörtímabili. Ráðist hafi verið í breytingar á tímum vinstristjórnarinnar 2009-2013 sem hafi miðað við að Ísland gengi í Evrópusambandið, en þær breytingar henti ekki lengur íslenskum aðstæðum. „Ég er með ákveðnar hugmyndir um það. Eitt er innviðaráðuneytið, annað er matvæla- og landbúnaðarráðuneyti og þriðja er loftslagsráðuneyti.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira