Lífslíkur íslenskra kvenna sem fá brjóstakrabbamein minni en kvenna á Norðurlöndunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2021 19:01 Laufey Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinskrár Krabbameinsfélags Íslands. vísir/sigurjón Lífslíkur íslenskra kvenna sem fá brjóstakrabbamein eru heldur minni en kvenna á Norðurlöndunum samkvæmt nýrri rannsókn. Þrettán prósent láta lífið á fyrstu fimm árum eftir greiningu hér á landi. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum hér á landi og að meðaltali greinast 235 konur árlega og er meðalaldur þeirra 62 ár. Krabbameinsskrár á Norðurlöndunum hafa undanfarna mánuði unnið að samanburðarrannsókn þar sem meðal annars voru bornar saman lífslífur kvenna sem greinast með brjótakrabbamein. „Eitt af því sem voru vísbendingar um þar var að horfurnar hjá íslenskum konunum hafi ekki batnað eins mikið og hjá hinum og það er frá 2005 sem er eins og við förum aðeins að dragast aftur úr,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinskrár Krabbameinsfélags Íslands. 87 prósent íslenskra kvenna séu á lífi fimm árum eftir greiningu, samkvæmt rannsókninni. „Það þýðir í raun að þrettán prósent deyja úr sínu meini á fyrstu fimm árunum eftir greiningu,“ segir Laufey. Staðan sé betri á hinum Norðurlöndunum þar sem tíu prósent láti lífið á fyrstu fimm árunum eftir greiningu. „Nema ekki í Danmörku, sem voru lang slökust en eru búin að ná okkur núna,“ segir Laufey. Staðan sé verst og munurinn mestur á Íslandi og hinum Norðurlöndunum ef litið er til kvenna yfir sjötugt. Það sé tvennt sem gæti skýrt þessa þróun. Annars vegar að íslenskar konur séu að greinast seinna en þar til nýlega var ekki skimað fyrir brjóstakrabbameini hjá konum á aldrinum 70 til 74 ára. „Og svo hitt hvort meðferðin sé einhvern veginn öðruvísi hjá þessum eldri konum en yngri og það sé eitthvað ólíkt miðað við hin Noðurlöndin,“ segir Laufey. Fundað hafi verið um málið með landlækni og nú verði kafað ofan í ástæður þróunarinnar. „Það er það næsta sem verður gert og vonandi komust við að niðurstöðu sem allra fyrst,“ segir Laufey. Enda sé þetta áhyggjuefni. „Við erum enn með mjög góðar horfur en þetta er kannski einhver tilhneiging sem er í gangi þarna og það er mikilvægt að við grípum strax inn í og reynum að komast að því hvað er að gerast þarna og strax reyna að snúa þessu við,“ segir Laufey. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum hér á landi og að meðaltali greinast 235 konur árlega og er meðalaldur þeirra 62 ár. Krabbameinsskrár á Norðurlöndunum hafa undanfarna mánuði unnið að samanburðarrannsókn þar sem meðal annars voru bornar saman lífslífur kvenna sem greinast með brjótakrabbamein. „Eitt af því sem voru vísbendingar um þar var að horfurnar hjá íslenskum konunum hafi ekki batnað eins mikið og hjá hinum og það er frá 2005 sem er eins og við förum aðeins að dragast aftur úr,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinskrár Krabbameinsfélags Íslands. 87 prósent íslenskra kvenna séu á lífi fimm árum eftir greiningu, samkvæmt rannsókninni. „Það þýðir í raun að þrettán prósent deyja úr sínu meini á fyrstu fimm árunum eftir greiningu,“ segir Laufey. Staðan sé betri á hinum Norðurlöndunum þar sem tíu prósent láti lífið á fyrstu fimm árunum eftir greiningu. „Nema ekki í Danmörku, sem voru lang slökust en eru búin að ná okkur núna,“ segir Laufey. Staðan sé verst og munurinn mestur á Íslandi og hinum Norðurlöndunum ef litið er til kvenna yfir sjötugt. Það sé tvennt sem gæti skýrt þessa þróun. Annars vegar að íslenskar konur séu að greinast seinna en þar til nýlega var ekki skimað fyrir brjóstakrabbameini hjá konum á aldrinum 70 til 74 ára. „Og svo hitt hvort meðferðin sé einhvern veginn öðruvísi hjá þessum eldri konum en yngri og það sé eitthvað ólíkt miðað við hin Noðurlöndin,“ segir Laufey. Fundað hafi verið um málið með landlækni og nú verði kafað ofan í ástæður þróunarinnar. „Það er það næsta sem verður gert og vonandi komust við að niðurstöðu sem allra fyrst,“ segir Laufey. Enda sé þetta áhyggjuefni. „Við erum enn með mjög góðar horfur en þetta er kannski einhver tilhneiging sem er í gangi þarna og það er mikilvægt að við grípum strax inn í og reynum að komast að því hvað er að gerast þarna og strax reyna að snúa þessu við,“ segir Laufey.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira