„Gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2021 13:13 Sjónarspilið á gosstöðvunum hefur oft verið meira en upp úr klukkan eitt í dag, þegar þetta skjáskot af vefmyndavél Vísis er tekið. Gosórói í Geldingadölum féll á fimmta tímanum í nótt og hefur mælst lágur það sem af er degi. Það segir sérfræðingum þó lítið um hvernig gosið kemur til með að þróast í framtíðinni. „Um klukkan hálf fimm í morgun þá var eins og óróinn, sem hafði verið hár í gær í meira en sólarhring, hafi fallið aftur og mælist mjög lágur,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir þó að hraun renni enn úr gígnum en líklegast rennur meirihluti hraunsins nú neðanjarðar. Lítið hefur sést í eld síðan í morgun, líkt og myndir úr vefmyndavél Vísis af gosstöðvunum bera vitni um þegar þetta er skrifað. Einar segir þó að veðurstofan hafi fyrr í dag fengið veður af því að hrauntaumur hefði legið frá gosinu ofanjarðar þegar þyrluflugmaður flaug þar yfir. „Það virðist vera að það skiptist á aukin virkni og minni virkni inn á milli.“ Einar segir að nú sé beðið eftir nýjustu mælingum Háskóla Íslands á því hversu mikið hraunið hefur stækkað frá síðustu mælingu. Með því sé hægt að meta hvort dregið hafi uppstreymi frá gosinu. Einar segir þessa hegðun gossins, sem hefur ýmist bætt í eða dregið verulega úr, ekki gefa vísindamönnum mikinn efnivið til þess að ráða úr því sem koma skal varðandi framvindu gossins. „Það er voða erfitt að segja til um hvað gerist í framtíðinni en við bara fylgjumst með og gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju.“ Gervitunglamynd sýnir virknina Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í dag gervitunglamynd af gosstöðvunum sem tekin var í gærkvöldi. Þar sýnir stuttbylgju- eða nærinnrauð mynd virknina á svæðinu. Gígurinn er merktur blár en helstu virknisvæði rauð og gul. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. 4. júlí 2021 07:49 „Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á“ Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt. 3. júlí 2021 14:00 Mikið sjónarspil á gosstöðvunum í kvöld Mikið sjónarspil hefur verið á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í kvöld. Eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum hefur gosið verið nokkuð óútreiknanlegt undanfarna daga, annað hvort ekki látið á sér kræla eða þá að miklir hrauntaumar hafa spýst upp úr gígnum. 2. júlí 2021 22:47 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
„Um klukkan hálf fimm í morgun þá var eins og óróinn, sem hafði verið hár í gær í meira en sólarhring, hafi fallið aftur og mælist mjög lágur,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir þó að hraun renni enn úr gígnum en líklegast rennur meirihluti hraunsins nú neðanjarðar. Lítið hefur sést í eld síðan í morgun, líkt og myndir úr vefmyndavél Vísis af gosstöðvunum bera vitni um þegar þetta er skrifað. Einar segir þó að veðurstofan hafi fyrr í dag fengið veður af því að hrauntaumur hefði legið frá gosinu ofanjarðar þegar þyrluflugmaður flaug þar yfir. „Það virðist vera að það skiptist á aukin virkni og minni virkni inn á milli.“ Einar segir að nú sé beðið eftir nýjustu mælingum Háskóla Íslands á því hversu mikið hraunið hefur stækkað frá síðustu mælingu. Með því sé hægt að meta hvort dregið hafi uppstreymi frá gosinu. Einar segir þessa hegðun gossins, sem hefur ýmist bætt í eða dregið verulega úr, ekki gefa vísindamönnum mikinn efnivið til þess að ráða úr því sem koma skal varðandi framvindu gossins. „Það er voða erfitt að segja til um hvað gerist í framtíðinni en við bara fylgjumst með og gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju.“ Gervitunglamynd sýnir virknina Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í dag gervitunglamynd af gosstöðvunum sem tekin var í gærkvöldi. Þar sýnir stuttbylgju- eða nærinnrauð mynd virknina á svæðinu. Gígurinn er merktur blár en helstu virknisvæði rauð og gul.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. 4. júlí 2021 07:49 „Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á“ Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt. 3. júlí 2021 14:00 Mikið sjónarspil á gosstöðvunum í kvöld Mikið sjónarspil hefur verið á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í kvöld. Eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum hefur gosið verið nokkuð óútreiknanlegt undanfarna daga, annað hvort ekki látið á sér kræla eða þá að miklir hrauntaumar hafa spýst upp úr gígnum. 2. júlí 2021 22:47 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. 4. júlí 2021 07:49
„Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á“ Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt. 3. júlí 2021 14:00
Mikið sjónarspil á gosstöðvunum í kvöld Mikið sjónarspil hefur verið á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í kvöld. Eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum hefur gosið verið nokkuð óútreiknanlegt undanfarna daga, annað hvort ekki látið á sér kræla eða þá að miklir hrauntaumar hafa spýst upp úr gígnum. 2. júlí 2021 22:47