„Gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2021 13:13 Sjónarspilið á gosstöðvunum hefur oft verið meira en upp úr klukkan eitt í dag, þegar þetta skjáskot af vefmyndavél Vísis er tekið. Gosórói í Geldingadölum féll á fimmta tímanum í nótt og hefur mælst lágur það sem af er degi. Það segir sérfræðingum þó lítið um hvernig gosið kemur til með að þróast í framtíðinni. „Um klukkan hálf fimm í morgun þá var eins og óróinn, sem hafði verið hár í gær í meira en sólarhring, hafi fallið aftur og mælist mjög lágur,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir þó að hraun renni enn úr gígnum en líklegast rennur meirihluti hraunsins nú neðanjarðar. Lítið hefur sést í eld síðan í morgun, líkt og myndir úr vefmyndavél Vísis af gosstöðvunum bera vitni um þegar þetta er skrifað. Einar segir þó að veðurstofan hafi fyrr í dag fengið veður af því að hrauntaumur hefði legið frá gosinu ofanjarðar þegar þyrluflugmaður flaug þar yfir. „Það virðist vera að það skiptist á aukin virkni og minni virkni inn á milli.“ Einar segir að nú sé beðið eftir nýjustu mælingum Háskóla Íslands á því hversu mikið hraunið hefur stækkað frá síðustu mælingu. Með því sé hægt að meta hvort dregið hafi uppstreymi frá gosinu. Einar segir þessa hegðun gossins, sem hefur ýmist bætt í eða dregið verulega úr, ekki gefa vísindamönnum mikinn efnivið til þess að ráða úr því sem koma skal varðandi framvindu gossins. „Það er voða erfitt að segja til um hvað gerist í framtíðinni en við bara fylgjumst með og gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju.“ Gervitunglamynd sýnir virknina Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í dag gervitunglamynd af gosstöðvunum sem tekin var í gærkvöldi. Þar sýnir stuttbylgju- eða nærinnrauð mynd virknina á svæðinu. Gígurinn er merktur blár en helstu virknisvæði rauð og gul. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. 4. júlí 2021 07:49 „Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á“ Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt. 3. júlí 2021 14:00 Mikið sjónarspil á gosstöðvunum í kvöld Mikið sjónarspil hefur verið á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í kvöld. Eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum hefur gosið verið nokkuð óútreiknanlegt undanfarna daga, annað hvort ekki látið á sér kræla eða þá að miklir hrauntaumar hafa spýst upp úr gígnum. 2. júlí 2021 22:47 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
„Um klukkan hálf fimm í morgun þá var eins og óróinn, sem hafði verið hár í gær í meira en sólarhring, hafi fallið aftur og mælist mjög lágur,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir þó að hraun renni enn úr gígnum en líklegast rennur meirihluti hraunsins nú neðanjarðar. Lítið hefur sést í eld síðan í morgun, líkt og myndir úr vefmyndavél Vísis af gosstöðvunum bera vitni um þegar þetta er skrifað. Einar segir þó að veðurstofan hafi fyrr í dag fengið veður af því að hrauntaumur hefði legið frá gosinu ofanjarðar þegar þyrluflugmaður flaug þar yfir. „Það virðist vera að það skiptist á aukin virkni og minni virkni inn á milli.“ Einar segir að nú sé beðið eftir nýjustu mælingum Háskóla Íslands á því hversu mikið hraunið hefur stækkað frá síðustu mælingu. Með því sé hægt að meta hvort dregið hafi uppstreymi frá gosinu. Einar segir þessa hegðun gossins, sem hefur ýmist bætt í eða dregið verulega úr, ekki gefa vísindamönnum mikinn efnivið til þess að ráða úr því sem koma skal varðandi framvindu gossins. „Það er voða erfitt að segja til um hvað gerist í framtíðinni en við bara fylgjumst með og gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju.“ Gervitunglamynd sýnir virknina Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í dag gervitunglamynd af gosstöðvunum sem tekin var í gærkvöldi. Þar sýnir stuttbylgju- eða nærinnrauð mynd virknina á svæðinu. Gígurinn er merktur blár en helstu virknisvæði rauð og gul.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. 4. júlí 2021 07:49 „Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á“ Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt. 3. júlí 2021 14:00 Mikið sjónarspil á gosstöðvunum í kvöld Mikið sjónarspil hefur verið á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í kvöld. Eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum hefur gosið verið nokkuð óútreiknanlegt undanfarna daga, annað hvort ekki látið á sér kræla eða þá að miklir hrauntaumar hafa spýst upp úr gígnum. 2. júlí 2021 22:47 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. 4. júlí 2021 07:49
„Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á“ Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt. 3. júlí 2021 14:00
Mikið sjónarspil á gosstöðvunum í kvöld Mikið sjónarspil hefur verið á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í kvöld. Eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum hefur gosið verið nokkuð óútreiknanlegt undanfarna daga, annað hvort ekki látið á sér kræla eða þá að miklir hrauntaumar hafa spýst upp úr gígnum. 2. júlí 2021 22:47