Þriðji sigur Verstappen í röð Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2021 21:30 Max Verstappen er á góðu skriði í Formúlunni. Getty Images/Bryn Lennon Hollenski ökuþórinn Max Verstappen, úr Red Bull, fagnaði sigri í austurríska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Fátt fær hann stöðvað þessa dagana. Um var að ræða annan kappaksturinn í Austurríki í röð en síðasta mót var Styrnukappaksturinn þar sem Verstappen fagnaði sigri, rétt eins og hann gerði í Frakklandi þar á undan. Verstappen var á ráspól í dag og hélt forystunni eftir fyrstu beygjurnar. Bretinn Lando Norris á McLaren var annar í rásröðinni en hann var lengi vel í baráttu við landa sinn, heimsmeistarann Lewis Hamilton, sem sótti að honum. Verstappen jók forskot sitt á meðan og hélt því allt til loka. Hamilton náði fram úr Norris en lenti síðar í dekkjavandræðum sem leiddi til þess að liðsfélaga hans Valtteri Bottas var hleypt fram úr honum. Norris nýtti sér þá vandræði Hamilton og tók af honum þriðja sætið. Verstappen fagnaði sigri, Bottas varð annar eftir að hafa hafið keppnina fimmti, Norris þriðji í mark og Hamilton fjórði. Verstappen er eftir sigur dagsins með 182 stig í keppni ökuþóra, 32 stigum á undan Hamilton sem er annar með 150 stig. Sergio Pérez, liðsfélagi Verstappen hjá RedBull sem varð sjötti í dag, er með 104 stig og Lando Norris með 101 stig. RedBull leiðir þá keppni bílaframleiðanda með 286 stig, Mercedes er með 242 stig en McLaren 141 stig. Vel má vera að sigurhrina Mercedes og Hamilton sé á enda en yfirburðirnir hafa verið svakalegir undanfarin ár. Mercedes hefur unnið keppni bílasmiðja óslitið frá 2014 og Hamilton orðið heimsmeistari sex af þeim sjö árum. Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Um var að ræða annan kappaksturinn í Austurríki í röð en síðasta mót var Styrnukappaksturinn þar sem Verstappen fagnaði sigri, rétt eins og hann gerði í Frakklandi þar á undan. Verstappen var á ráspól í dag og hélt forystunni eftir fyrstu beygjurnar. Bretinn Lando Norris á McLaren var annar í rásröðinni en hann var lengi vel í baráttu við landa sinn, heimsmeistarann Lewis Hamilton, sem sótti að honum. Verstappen jók forskot sitt á meðan og hélt því allt til loka. Hamilton náði fram úr Norris en lenti síðar í dekkjavandræðum sem leiddi til þess að liðsfélaga hans Valtteri Bottas var hleypt fram úr honum. Norris nýtti sér þá vandræði Hamilton og tók af honum þriðja sætið. Verstappen fagnaði sigri, Bottas varð annar eftir að hafa hafið keppnina fimmti, Norris þriðji í mark og Hamilton fjórði. Verstappen er eftir sigur dagsins með 182 stig í keppni ökuþóra, 32 stigum á undan Hamilton sem er annar með 150 stig. Sergio Pérez, liðsfélagi Verstappen hjá RedBull sem varð sjötti í dag, er með 104 stig og Lando Norris með 101 stig. RedBull leiðir þá keppni bílaframleiðanda með 286 stig, Mercedes er með 242 stig en McLaren 141 stig. Vel má vera að sigurhrina Mercedes og Hamilton sé á enda en yfirburðirnir hafa verið svakalegir undanfarin ár. Mercedes hefur unnið keppni bílasmiðja óslitið frá 2014 og Hamilton orðið heimsmeistari sex af þeim sjö árum.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira