Bjóst ekki við að komast lífs af Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2021 21:46 Scott Estill skömmu áður en hann týndist. Lögreglan á Suðurnesjum „Ég var ekki búinn að gefa upp vonina um að finnast, en ég var ekki viss um að myndi finnast á lífi,“ segir Scott Estill, ferðamaðurinn sem týndist á Reykjanesi síðustu helgi. Scott Estill ræddi reynslu sína í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Hann segist þakklátur fyrir lífgjöf björgunarsveita. Scotts var leitað í tæpar þrjátíu klukkustundir en hann hafði orðið viðskila við konu sína á göngu frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall. Hann datt á höfuðið og rotaðist en þegar hann vaknaði hafði veður breyst til hins verra og skyggni var ekkert. Scott og Becky Estill höfðu skoðað eldgosið í Fagradalsfjalli rétt áður en Scott týndist.Vísir/Vilhelm Þrjú hundruð manns tóku þátt í leitinni að Scott og sú leit skilaði árangri þegar Scott fannst um fjóra kílómetra frá þeim stað sem hann varð viðskila við konu sína. Þyrlur voru meðal annars notaðar við leitina og segir Scott að hann hafi séð þyrlur fljúga yfir höfði sér. „Ég stóð upp og veifaði og öskraði. Ég sá þá en þeir sáu mig ekki. Og að sjá þá fljúga hjá, ég hugsaði bara að ég vissi ekki hvort ég fengi fleiri tækifæri,“ segir hann. Bjóst ekki við að sjá nokkurn framar Scott segist aldrei hafa séð fegurri sjón en björgunarsveitamennina sem fundu hann enda var hann hætt kominn og búinn að missa trúna á því að hann findist á lífi. Hann segist hafa brotnað algjörlega niður þegar hann sá björgunarsveitarkonuna sem kom fyrst að honum. „Hefði leitarfólkið gefist upp klukkutíma fyrr væri ég ekki hér. Að segja að ég eigi björgunarfólkinu líf mitt að launa er vanmat. Og hugulsemin og stuðningurinn sem ég hef fengið frá Íslendingum er eitthvað sem ég gleymi aldrei,“ segir Scott með tárin í augunum. Scott segir að hann muni koma aftur til Íslands með fjölskyldu sína um leið og færi gefst. Scott var hér á landi ásamt konu sinni Becky til að halda upp á 35 ára brúðkaupsafmæli þeirra. Eldgos í Fagradalsfjalli Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nafn mannsins sem leitað er við gosstöðvarnar Maðurinn sem leitað hefur verið við gosstöðvarnar síðan í gær er Bandaríkjamaðurinn Scott Estill. Lögreglan á Suðurnesjum lýsir nú eftir honum. 26. júní 2021 16:12 „Við urðum bara kærulaus“ Eiginkona bandaríska ferðamannsins sem týndist á gossvæðinu á Reykjanesi á föstudag segir að þeim hafi báðum orðið á ógætileg mistök sem urðu honum næstum að bana. Hún lýsir miklu þakklæti í garð björgunarsveitafólks sem leitaði að manni sínum. 27. júní 2021 19:49 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Scott Estill ræddi reynslu sína í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Hann segist þakklátur fyrir lífgjöf björgunarsveita. Scotts var leitað í tæpar þrjátíu klukkustundir en hann hafði orðið viðskila við konu sína á göngu frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall. Hann datt á höfuðið og rotaðist en þegar hann vaknaði hafði veður breyst til hins verra og skyggni var ekkert. Scott og Becky Estill höfðu skoðað eldgosið í Fagradalsfjalli rétt áður en Scott týndist.Vísir/Vilhelm Þrjú hundruð manns tóku þátt í leitinni að Scott og sú leit skilaði árangri þegar Scott fannst um fjóra kílómetra frá þeim stað sem hann varð viðskila við konu sína. Þyrlur voru meðal annars notaðar við leitina og segir Scott að hann hafi séð þyrlur fljúga yfir höfði sér. „Ég stóð upp og veifaði og öskraði. Ég sá þá en þeir sáu mig ekki. Og að sjá þá fljúga hjá, ég hugsaði bara að ég vissi ekki hvort ég fengi fleiri tækifæri,“ segir hann. Bjóst ekki við að sjá nokkurn framar Scott segist aldrei hafa séð fegurri sjón en björgunarsveitamennina sem fundu hann enda var hann hætt kominn og búinn að missa trúna á því að hann findist á lífi. Hann segist hafa brotnað algjörlega niður þegar hann sá björgunarsveitarkonuna sem kom fyrst að honum. „Hefði leitarfólkið gefist upp klukkutíma fyrr væri ég ekki hér. Að segja að ég eigi björgunarfólkinu líf mitt að launa er vanmat. Og hugulsemin og stuðningurinn sem ég hef fengið frá Íslendingum er eitthvað sem ég gleymi aldrei,“ segir Scott með tárin í augunum. Scott segir að hann muni koma aftur til Íslands með fjölskyldu sína um leið og færi gefst. Scott var hér á landi ásamt konu sinni Becky til að halda upp á 35 ára brúðkaupsafmæli þeirra.
Eldgos í Fagradalsfjalli Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nafn mannsins sem leitað er við gosstöðvarnar Maðurinn sem leitað hefur verið við gosstöðvarnar síðan í gær er Bandaríkjamaðurinn Scott Estill. Lögreglan á Suðurnesjum lýsir nú eftir honum. 26. júní 2021 16:12 „Við urðum bara kærulaus“ Eiginkona bandaríska ferðamannsins sem týndist á gossvæðinu á Reykjanesi á föstudag segir að þeim hafi báðum orðið á ógætileg mistök sem urðu honum næstum að bana. Hún lýsir miklu þakklæti í garð björgunarsveitafólks sem leitaði að manni sínum. 27. júní 2021 19:49 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Nafn mannsins sem leitað er við gosstöðvarnar Maðurinn sem leitað hefur verið við gosstöðvarnar síðan í gær er Bandaríkjamaðurinn Scott Estill. Lögreglan á Suðurnesjum lýsir nú eftir honum. 26. júní 2021 16:12
„Við urðum bara kærulaus“ Eiginkona bandaríska ferðamannsins sem týndist á gossvæðinu á Reykjanesi á föstudag segir að þeim hafi báðum orðið á ógætileg mistök sem urðu honum næstum að bana. Hún lýsir miklu þakklæti í garð björgunarsveitafólks sem leitaði að manni sínum. 27. júní 2021 19:49