Læti eftir leik á Wimbledon mótinu: „Þú veist að hún er að ljúga“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 10:31 Hin ástralska Ajla Tomljanovic komst áfram á Wimbledon mótinu eftir sigur á Jelena Ostapenko frá Lettlandi. AP/Alberto Pezzali Ástralinn Ajla Tomljanovic er komin áfram í fjórðu umferð á Wimbledon mótinu í tennis en leikur hennar í þriðju umferðinni komst í fréttirnar eftir rifrildi milli hennar og mótherjans, Jelenu Ostapenko frá Lettlandi. Tomljanovic byrjaði leikinn ekki vel og Ostapenko vann fyrsta settið 4-6. Hún tryggði sér aftur á móti sigur og sæti í næstu umferð með því að vinna næstu tvö sett 6-4 og 6-2. Leiðindin á milli Tomljanovic og Ostapenko byrjuðu fyrir alvöru í síðasta settinu þegar Ostapenko tók sér meiðslaleikhlé í stöðunni 4-0 fyrir Tomljanovic. Ajla Tomljanovic and Jelena Ostapenko traded insults in front of the umpire at the end of their third-round match #bbctennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2021 Tomljanovic var mjög ósátt með það og taldi mótherja sinn vera að gera sér upp meiðsli til að leita ráða hjá þjálfara sínum. Fram að því var ekki hægt að sjá að sú lettneska væri að glíma við einhver meiðsli. Tomljanovic reiddist þegar Ostapenko fékk að taka leikhléið. „Þú veist að hún er að ljúga, við vitum það öll,“ sagði hún við dómara leiksins. Dómarinn svaraði með því að Ostapenko ætti rétt á því að leita sér lækninga í búningsklefanum. Ostapenko tók sér líka langan tíma og lengri tíma en hún mátti. Allt í einu stoppaði klukkan og Tomljanovic spurði af hverju. Ostapenko lét loksins sjá sig en tókst ekki að stoppa Tomljanovic sem vann settið 6-2 og þar með leikinn. 'You're the WORST player on the tour'Jelena Ostapenko rages at Ajla Tomljanovic after losing third round match at Wimbledonhttps://t.co/TjUaJmbgEQ— MailOnline Sport (@MailSport) July 4, 2021 Eftir leikinn var enn meiri dramatík. Ostapenko þakkaði ekki strax fyrir leikinn heldur fór að ganga frá sínu dóti. Tomljanovic þakkaði áhorfendunum fyrir á meðan. Ostapenko kom loksins að netinu og þakkaði fyrir leikinn en skaut þá um leið á Tomljanovic. „Framkoma þín er hræðileg, hræðileg,“ sagði Jelena Ostapenko „Segir hver,“ svaraði Ajla Tomljanovic. „Þú sýnir enga virðingu,“ sagði Ostapenko og hélt því síðan fram að Tomljanovic væri versti leikmaðurinn á mótaröðinni. Ostapenko sagði eftir leikinn að ef hún hefði verið bara fimmtíu prósent heil þá hefði hún unnið þá áströlsku. „Að mínu mati þá sýndi hún mér mikla vanvirðingu því allir geta meiðst í þessari íþrótt sem og í öllum öðrum. Hvernig hetur hún kallað mig lygara þegar hún veit ekkert hvað er í gangi? Kannski voru þetta eldri meiðsli. Kannski var þetta ekki nýr sársauki,“ sagði Ostapenko og hélt áfram: „Þú getur ekki sagt þetta. Ekki fyrir framan alla, að kalla mig lygara. Þetta er ekki sæmandi. Þessa vegna kallaði ég hana slæman leikmann vegna þessarar framkomu. Þó þú sért að vinna þá getur ekki gert allt sem þú vilt,“ sagði Ostapenko. Tomljanovic svaraði þessu: „Hún getur haldið því fram að hún hafi verið meidd en ég held að hún hafi ekki verið meidd. Það var ekkert að henni allan leikinn en þegar hún er lent 4-0 undir þá kallar hún leikhlé. Ég hef spilað við marga leikmenn og ég veit hvenær þær eru meiddar og hvenær ekki,“ sagði Tomljanovic. „Ofan á allt saman þá ásakar hún mig um virðingarleysi í lok leiksins. Þetta er bara hlægilegt. Þetta er skammarleg framkomu af leikmanni sem hefur unnið risamót. Krakkar horfa á hana og sjá þetta,“ sagði Tomljanovic. Hún baðst þó afsökunar ef það sé rétt að andstæðingur hennar hafi verið meidd. Tennis Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Jón Axel og félagar spila til úrslita Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjá meira
Tomljanovic byrjaði leikinn ekki vel og Ostapenko vann fyrsta settið 4-6. Hún tryggði sér aftur á móti sigur og sæti í næstu umferð með því að vinna næstu tvö sett 6-4 og 6-2. Leiðindin á milli Tomljanovic og Ostapenko byrjuðu fyrir alvöru í síðasta settinu þegar Ostapenko tók sér meiðslaleikhlé í stöðunni 4-0 fyrir Tomljanovic. Ajla Tomljanovic and Jelena Ostapenko traded insults in front of the umpire at the end of their third-round match #bbctennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2021 Tomljanovic var mjög ósátt með það og taldi mótherja sinn vera að gera sér upp meiðsli til að leita ráða hjá þjálfara sínum. Fram að því var ekki hægt að sjá að sú lettneska væri að glíma við einhver meiðsli. Tomljanovic reiddist þegar Ostapenko fékk að taka leikhléið. „Þú veist að hún er að ljúga, við vitum það öll,“ sagði hún við dómara leiksins. Dómarinn svaraði með því að Ostapenko ætti rétt á því að leita sér lækninga í búningsklefanum. Ostapenko tók sér líka langan tíma og lengri tíma en hún mátti. Allt í einu stoppaði klukkan og Tomljanovic spurði af hverju. Ostapenko lét loksins sjá sig en tókst ekki að stoppa Tomljanovic sem vann settið 6-2 og þar með leikinn. 'You're the WORST player on the tour'Jelena Ostapenko rages at Ajla Tomljanovic after losing third round match at Wimbledonhttps://t.co/TjUaJmbgEQ— MailOnline Sport (@MailSport) July 4, 2021 Eftir leikinn var enn meiri dramatík. Ostapenko þakkaði ekki strax fyrir leikinn heldur fór að ganga frá sínu dóti. Tomljanovic þakkaði áhorfendunum fyrir á meðan. Ostapenko kom loksins að netinu og þakkaði fyrir leikinn en skaut þá um leið á Tomljanovic. „Framkoma þín er hræðileg, hræðileg,“ sagði Jelena Ostapenko „Segir hver,“ svaraði Ajla Tomljanovic. „Þú sýnir enga virðingu,“ sagði Ostapenko og hélt því síðan fram að Tomljanovic væri versti leikmaðurinn á mótaröðinni. Ostapenko sagði eftir leikinn að ef hún hefði verið bara fimmtíu prósent heil þá hefði hún unnið þá áströlsku. „Að mínu mati þá sýndi hún mér mikla vanvirðingu því allir geta meiðst í þessari íþrótt sem og í öllum öðrum. Hvernig hetur hún kallað mig lygara þegar hún veit ekkert hvað er í gangi? Kannski voru þetta eldri meiðsli. Kannski var þetta ekki nýr sársauki,“ sagði Ostapenko og hélt áfram: „Þú getur ekki sagt þetta. Ekki fyrir framan alla, að kalla mig lygara. Þetta er ekki sæmandi. Þessa vegna kallaði ég hana slæman leikmann vegna þessarar framkomu. Þó þú sért að vinna þá getur ekki gert allt sem þú vilt,“ sagði Ostapenko. Tomljanovic svaraði þessu: „Hún getur haldið því fram að hún hafi verið meidd en ég held að hún hafi ekki verið meidd. Það var ekkert að henni allan leikinn en þegar hún er lent 4-0 undir þá kallar hún leikhlé. Ég hef spilað við marga leikmenn og ég veit hvenær þær eru meiddar og hvenær ekki,“ sagði Tomljanovic. „Ofan á allt saman þá ásakar hún mig um virðingarleysi í lok leiksins. Þetta er bara hlægilegt. Þetta er skammarleg framkomu af leikmanni sem hefur unnið risamót. Krakkar horfa á hana og sjá þetta,“ sagði Tomljanovic. Hún baðst þó afsökunar ef það sé rétt að andstæðingur hennar hafi verið meidd.
Tennis Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Jón Axel og félagar spila til úrslita Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti