Vilja að borgin rannsaki starfsemi vöggustofa Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2021 14:55 Skjáskot af blaðamynd af svefnherbergi vöggustofu i Reykjavík sem mennirnir fimm sendu fjölmiðlum í dag. Skjáskot Fimm karlmenn sem voru vistaðir á vöggustofum sem reknar voru á vegum Reykjavíkurborgar á síðustu öld krefjast þess að borgaryfirvöld rannsaki starfsemi þeirra og afleiðingar hennar á börn. Þeir segja að vistunin á vöggustofunum hafi valdið þeim og fjölskyldum þeirra skaða. Þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Tómas V. Albertsson og Viðar Eggertson krefjast þess að borgin skipi teymi sérfræðinga til að rannsaka starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem Reykjavíkurborg rak og bar ábyrgð á. Í bréfi sem þeir hafa sent borgarstjórn vísa þeir til dr. Sigurjóns Björnssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins og forstöðumaður sálfræðideildar borgarinnar, sem hafi sýnt fram á að skaði barna sem voru vistuð þar hafi oft verið varanlegur vegna „rofs á tilfinningalegum þroska þeirra“. Þeir segja að dæmi séu um að fóstur og ættleiðingar barna frá vöggustofunum hafi verið á vafasömum forsendum og það hafi verið á almannavitorði að þangað skyldu barnlaus hjón leita eftir börnum. Mæður barna á vöggustofunum hafi yfirleitt verið í erfiðri félagslegri stöðu, þar á meðal ungar og einstæðar mæður eða einfaldlega fátækar. Þær hafi átt það sammerkt að eiga veikt bakland og því hafi þær brotnað undan þrýstingi félagsmálayfirvalda og afsalað sér börnum sínum. Vilja fimmmenningarnir, sem funda með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á miðvikudag, að sérfræðiteymið skoði af hverju „mannskemmandi“ uppeldisstefna hafi orðið fyrir valinu og hafi áfram verið við lýði eftir að skaðsemi hennar var ljós. Fyrirsögn úr Þjóðviljanum um vöggustofu að Hlíðarenda frá 3. mars árið 1967.Skjáskot „Kanna þarf hversu mörg börn voru vistuð á vöggustofunum á starfstíma þeirra; hvernig þeim heilsaðist eftir vistina og hvernig þeim gekk að fóta sig í lífinu,“ segir í bréfinu. Nú þegar liggi fyrir framburður skjólstæðinga vöggustofanna um slæma andlega heilsu og erfiðleika á lífsleiðinni. „Það er mikilvægt fyrir eftirlifandi börn að viðurkennt sé að vistun þeirra á vöggustofum borgarinnar olli þeim tjóni. Einnig er brýnt að rannsaka hvernig börnunum var ráðstafað í fóstur eða til ættleiðingar, forsendur, fjölda þeirra og afdrif,“ segir í béfinu. Reykjavík Börn og uppeldi Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun saksóknara gefi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Sjá meira
Þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Tómas V. Albertsson og Viðar Eggertson krefjast þess að borgin skipi teymi sérfræðinga til að rannsaka starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem Reykjavíkurborg rak og bar ábyrgð á. Í bréfi sem þeir hafa sent borgarstjórn vísa þeir til dr. Sigurjóns Björnssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins og forstöðumaður sálfræðideildar borgarinnar, sem hafi sýnt fram á að skaði barna sem voru vistuð þar hafi oft verið varanlegur vegna „rofs á tilfinningalegum þroska þeirra“. Þeir segja að dæmi séu um að fóstur og ættleiðingar barna frá vöggustofunum hafi verið á vafasömum forsendum og það hafi verið á almannavitorði að þangað skyldu barnlaus hjón leita eftir börnum. Mæður barna á vöggustofunum hafi yfirleitt verið í erfiðri félagslegri stöðu, þar á meðal ungar og einstæðar mæður eða einfaldlega fátækar. Þær hafi átt það sammerkt að eiga veikt bakland og því hafi þær brotnað undan þrýstingi félagsmálayfirvalda og afsalað sér börnum sínum. Vilja fimmmenningarnir, sem funda með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á miðvikudag, að sérfræðiteymið skoði af hverju „mannskemmandi“ uppeldisstefna hafi orðið fyrir valinu og hafi áfram verið við lýði eftir að skaðsemi hennar var ljós. Fyrirsögn úr Þjóðviljanum um vöggustofu að Hlíðarenda frá 3. mars árið 1967.Skjáskot „Kanna þarf hversu mörg börn voru vistuð á vöggustofunum á starfstíma þeirra; hvernig þeim heilsaðist eftir vistina og hvernig þeim gekk að fóta sig í lífinu,“ segir í bréfinu. Nú þegar liggi fyrir framburður skjólstæðinga vöggustofanna um slæma andlega heilsu og erfiðleika á lífsleiðinni. „Það er mikilvægt fyrir eftirlifandi börn að viðurkennt sé að vistun þeirra á vöggustofum borgarinnar olli þeim tjóni. Einnig er brýnt að rannsaka hvernig börnunum var ráðstafað í fóstur eða til ættleiðingar, forsendur, fjölda þeirra og afdrif,“ segir í béfinu.
Reykjavík Börn og uppeldi Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun saksóknara gefi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Sjá meira