Fram vann 10 Kórdrengi í markaleik - Tap í fyrsta leik Guðjóns Þórðar Valur Páll Eiríksson skrifar 5. júlí 2021 21:10 Framarar eru óstöðvandi í Lengjudeildinni. Vísir/Haraldur Guðjónsson 10. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta kláraðist í kvöld með þremur leikjum. Fram styrkti stöðu sína á toppnum með 4-3 sigri á Kórdrengjum en mikið var skorað í leikjum kvöldsins. Taplaust topplið Fram tók á móti Kórdrengjum á Framvelli. 2-2 stóð í hálfleik þar sem Albert Hafsteinsson hafði komið Fram yfir í tvígang en sjálfsmark Arons Þórðar Albertssonar og mark frá Connor Simpson fyrir Kórdrengi skömmu fyrir hálfleik þýddi að staðan var jöfn. Leonard Sigurðsson kom Kórdrengjum yfir á 52. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar fékk liðsfélagi hans Davíð Þór Ásbjörnsson að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fram gekk á lagið þar sem Alex Freyr Elísson jafnaði leikinn strax í kjölfarið á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar fullkomnaði Albert Hafsteinsson þrennu sína og tryggði Fram 4-3 sigur. Fram er því með 28 stig eftir tíu leiki á toppi deildarinnar, sex stigum á undan ÍBV sem vann Þrótt naumlega fyrr í kvöld. Kórdrengir eru aftur á móti með 16 stig í 4. sæti. Grindavík tók á móti Aftureldingu þar sem Arnór Gauti Ragnarsson kom gestunum yfir snemma leiks. Tvö mörk Sigurðar Bjarts Hallssonar kom Grindvíkingum aftur á móti 2-1 yfir og þannig stóð fram á 74. mínútu. Pedro Vázquez jafnaði þá fyrir Mosfellinga af vítapunktinum áður en Anton Logi Lúðvíksson skoraði þriðja mark þeirra aðeins þremur mínútum síðar. Mark Símons Loga Thasapong undir lok leiks tryggði Grindvíkingum hins vegar stig, 3-3 jafntefli niðurstaðan. Grindavík verður af mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er með 18 stig í 3. sæti, fjórum á eftir Eyjamönnum sem eru þar fyrir ofan. Afturelding er hins vegar með 13 stig í 7. sæti. Þriðja þrennan í sumar Á Seltjarnarnesi var Guðjón Þórðarson að stýra Víkingum frá Ólafsvík í fyrsta skipti frá því að hann tók við af Gunnari Einarssyni á dögunum. Bæði lið þurftu á stigum að halda í botnbaráttu deildarinnar. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Pétur Theódór Árnason, skoraði tvö mörk fyrir Gróttu til að veita þeim 2-0 forskot í hléi. Anel Crnac minnkaði muninn fyrir gestina eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik en Pétur var ekki hættur þar sem að hann skoraði þriðja mark sitt og þriðja mark Gróttu á 57. mínútu. Guðfinnur Þór Lárusson klóraði í bakkann fyrir Ólafsvíkinga undir lok uppbótartíma en það kom of seint. 3-2 sigur Gróttu staðreynd. Um er að ræða þriðju þrennu Péturs Theódórs í sumar og er hann markahæstur í deildinni með 13 mörk. Grótta er eftir sigurinn með ellefu stig, fjórum stigum frá fallsæti. Víkingar eru hins vegar enn aðeins með eitt stig á botni deildarinnar. Lengjudeildin Fram Víkingur Ólafsvík Grótta Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Taplaust topplið Fram tók á móti Kórdrengjum á Framvelli. 2-2 stóð í hálfleik þar sem Albert Hafsteinsson hafði komið Fram yfir í tvígang en sjálfsmark Arons Þórðar Albertssonar og mark frá Connor Simpson fyrir Kórdrengi skömmu fyrir hálfleik þýddi að staðan var jöfn. Leonard Sigurðsson kom Kórdrengjum yfir á 52. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar fékk liðsfélagi hans Davíð Þór Ásbjörnsson að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fram gekk á lagið þar sem Alex Freyr Elísson jafnaði leikinn strax í kjölfarið á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar fullkomnaði Albert Hafsteinsson þrennu sína og tryggði Fram 4-3 sigur. Fram er því með 28 stig eftir tíu leiki á toppi deildarinnar, sex stigum á undan ÍBV sem vann Þrótt naumlega fyrr í kvöld. Kórdrengir eru aftur á móti með 16 stig í 4. sæti. Grindavík tók á móti Aftureldingu þar sem Arnór Gauti Ragnarsson kom gestunum yfir snemma leiks. Tvö mörk Sigurðar Bjarts Hallssonar kom Grindvíkingum aftur á móti 2-1 yfir og þannig stóð fram á 74. mínútu. Pedro Vázquez jafnaði þá fyrir Mosfellinga af vítapunktinum áður en Anton Logi Lúðvíksson skoraði þriðja mark þeirra aðeins þremur mínútum síðar. Mark Símons Loga Thasapong undir lok leiks tryggði Grindvíkingum hins vegar stig, 3-3 jafntefli niðurstaðan. Grindavík verður af mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er með 18 stig í 3. sæti, fjórum á eftir Eyjamönnum sem eru þar fyrir ofan. Afturelding er hins vegar með 13 stig í 7. sæti. Þriðja þrennan í sumar Á Seltjarnarnesi var Guðjón Þórðarson að stýra Víkingum frá Ólafsvík í fyrsta skipti frá því að hann tók við af Gunnari Einarssyni á dögunum. Bæði lið þurftu á stigum að halda í botnbaráttu deildarinnar. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Pétur Theódór Árnason, skoraði tvö mörk fyrir Gróttu til að veita þeim 2-0 forskot í hléi. Anel Crnac minnkaði muninn fyrir gestina eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik en Pétur var ekki hættur þar sem að hann skoraði þriðja mark sitt og þriðja mark Gróttu á 57. mínútu. Guðfinnur Þór Lárusson klóraði í bakkann fyrir Ólafsvíkinga undir lok uppbótartíma en það kom of seint. 3-2 sigur Gróttu staðreynd. Um er að ræða þriðju þrennu Péturs Theódórs í sumar og er hann markahæstur í deildinni með 13 mörk. Grótta er eftir sigurinn með ellefu stig, fjórum stigum frá fallsæti. Víkingar eru hins vegar enn aðeins með eitt stig á botni deildarinnar.
Lengjudeildin Fram Víkingur Ólafsvík Grótta Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira