Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júlí 2021 19:54 Heimir Guðjónsson þjálfari Valsmanna var ánægður með karakter síns liðs í kvöld. Vísir / Hulda Margrét Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld. „Ég met möguleikana þannig að ef við spilum heilsteyptan leik í 90 plús mínútur þá eigum við möguleika. Við verðum að gera það, það má ekki gerast að við spilum jafn illa í byrjun og við gerðum í dag,“ sagði Heimir þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn í kvöld. Heimaliðið komst yfir strax á 8.mínútu og var með 2-0 forystu eftir erfiðan fyrri hálfleik hjá Valsmönnum. „Í byrjun sýndum við þeim of mikla virðingu. Við náðum ekki að gera það sem við vildum varnarlega, héldum ekki boltanum og þeir komust sanngjarnt yfir. Seinni hálfleikur var mun betri. Við sýndum karakter og náðum að búa til þannig umgjörð fyrir seinni leikinn að við eigum möguleika.“ Mörkin sem Valsmenn fengu á sig í kvöld voru öll fremur ódýr. Varnarmistök og tapaðir boltar þar sem leikmenn Dinamo Zagreb voru fljótir að refsa. „Við erum ekki vanir að fá á okkur mörk eftir föst leikatriði. Fyrsta markið er ódýrt eftir horn þar sem við höfum verið góðir að verjast. Þegar þú spilar við lið í þessum gæðaflokki þá er ekki gott að tapa bolta á slæmum stöðum, það verður að klára sóknir því annars er þér refsað. Við þurfum að læra af því,“ bætti Heimir við. Andri Adolphsson skoraði seinna mark Vals í kvöld en hann kom mjög frískur inn af varamannabekknum í hitanum mikla í Zagreb. „Andri var algjörlega frábær þegar hann kom inná og hleypti miklu lífi í okkur sóknarlega. Allir vita að Andri er frábær fótboltamaður en hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Þessi leikur gefur honum vonandi sjálfstraust fyrir framhaldið.“ Eins og áður segir var heitt í Zagreb í dag, yfir þrjátíu gráður og var gert hlé á leiknum bæði í fyrri og seinni hálfleik svo leikmenn gætu fengið sér vatn. „Auðvitað var svakalega heitt. Það lagaðist í seinni hálfleik og þetta eru auðvitað ekki kjöraðstæður fyrir íslenska knattspyrnumenn. Við vissum það fyrir leikinn að þetta væri staðan, þurftum að takast á við það og sýndum góðan karakter.“ Patrick Pedersen meiddist í síðari hálfleiknum þegar leikmaður Zagreb traðkaði harkalega á tánum á honum. Hann fór af velli skömmu síðar en Heimir var ekki áhyggjufullur. „Það verða allir klárir í seinni leikinn,“ sagði Heimir að lokum en síðari leikur Vals og Dinamo Zagreb fer fram að Hlíðarenda á þriðjudaginn kemur. Valur Meistaradeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
„Ég met möguleikana þannig að ef við spilum heilsteyptan leik í 90 plús mínútur þá eigum við möguleika. Við verðum að gera það, það má ekki gerast að við spilum jafn illa í byrjun og við gerðum í dag,“ sagði Heimir þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn í kvöld. Heimaliðið komst yfir strax á 8.mínútu og var með 2-0 forystu eftir erfiðan fyrri hálfleik hjá Valsmönnum. „Í byrjun sýndum við þeim of mikla virðingu. Við náðum ekki að gera það sem við vildum varnarlega, héldum ekki boltanum og þeir komust sanngjarnt yfir. Seinni hálfleikur var mun betri. Við sýndum karakter og náðum að búa til þannig umgjörð fyrir seinni leikinn að við eigum möguleika.“ Mörkin sem Valsmenn fengu á sig í kvöld voru öll fremur ódýr. Varnarmistök og tapaðir boltar þar sem leikmenn Dinamo Zagreb voru fljótir að refsa. „Við erum ekki vanir að fá á okkur mörk eftir föst leikatriði. Fyrsta markið er ódýrt eftir horn þar sem við höfum verið góðir að verjast. Þegar þú spilar við lið í þessum gæðaflokki þá er ekki gott að tapa bolta á slæmum stöðum, það verður að klára sóknir því annars er þér refsað. Við þurfum að læra af því,“ bætti Heimir við. Andri Adolphsson skoraði seinna mark Vals í kvöld en hann kom mjög frískur inn af varamannabekknum í hitanum mikla í Zagreb. „Andri var algjörlega frábær þegar hann kom inná og hleypti miklu lífi í okkur sóknarlega. Allir vita að Andri er frábær fótboltamaður en hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Þessi leikur gefur honum vonandi sjálfstraust fyrir framhaldið.“ Eins og áður segir var heitt í Zagreb í dag, yfir þrjátíu gráður og var gert hlé á leiknum bæði í fyrri og seinni hálfleik svo leikmenn gætu fengið sér vatn. „Auðvitað var svakalega heitt. Það lagaðist í seinni hálfleik og þetta eru auðvitað ekki kjöraðstæður fyrir íslenska knattspyrnumenn. Við vissum það fyrir leikinn að þetta væri staðan, þurftum að takast á við það og sýndum góðan karakter.“ Patrick Pedersen meiddist í síðari hálfleiknum þegar leikmaður Zagreb traðkaði harkalega á tánum á honum. Hann fór af velli skömmu síðar en Heimir var ekki áhyggjufullur. „Það verða allir klárir í seinni leikinn,“ sagði Heimir að lokum en síðari leikur Vals og Dinamo Zagreb fer fram að Hlíðarenda á þriðjudaginn kemur.
Valur Meistaradeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira