Kvenhermenn í Úkraínu fá þægilegri hælaskó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 14:41 Hér má sjá tvo úkraínska hermenn í háum hælum árið 1997. EPA/SERGEI SUPINSKY Varnarmálaráðuneyti Úkraínu hefur tilkynnt að kvenkyns hermenn muni fá „þægilegri“ hælaskó til að klæðast eftir að ráðuneytið var gagnrýnt harðlega fyrir að láta herkonurnar marséra í háum hælum. Kvenkyns hermönnum var tilkynnt á dögunum að þær þyrftu að klæðast háhæluðum skóm í herskrúðgöngu í tilefni af 30 ára sjálfstæði landsins. Skrúðgangan fer fram þann 24. ágúst næstkomandi en gagnrýnendur vilja meina að skórnir ógni heilsu hermannanna. Fréttastofa CNN greinir frá. Í stað þess að verða við kröfu gagnrýnenda, um að leyfa herkonunum að vera í venjulegum hermannaskóm, ákvað Andriy Taran, varnarmálaráðherra, að breyta hælunum svo þeir verði þægilegri. Skórnir sem konurnar verða í munu vera fóðraðir með efni sem halda skónum betur á fæti þegar konurnar marséra. Þá verða hælarnir minnkaðir örlítið samkvæmt tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að skónum hafi verið tekið opnum örmum af kvenhermönnum og að líklegt sé að hælaskórnir verði hluti af hátíðarbúningi kvenhermanna í landinu. Ákvörðun um að kvenhermenn skyldu klæðast hælaskóm var upprunalega tekin árið 2017 að sögn Tarans en hún hefur vakið mikla reiði. Meðal gagnrýnenda hafa verið kvenþingmenn sem hafa sakað varnarmálaráðherrann um að stefna lífi kvenhermannanna í hættu. Taran svaraði því til að „sum pólitísk öfl séu að reyna að gera úlfalda úr mýflugu.“ Úkraína Hernaður Jafnréttismál Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Kvenkyns hermönnum var tilkynnt á dögunum að þær þyrftu að klæðast háhæluðum skóm í herskrúðgöngu í tilefni af 30 ára sjálfstæði landsins. Skrúðgangan fer fram þann 24. ágúst næstkomandi en gagnrýnendur vilja meina að skórnir ógni heilsu hermannanna. Fréttastofa CNN greinir frá. Í stað þess að verða við kröfu gagnrýnenda, um að leyfa herkonunum að vera í venjulegum hermannaskóm, ákvað Andriy Taran, varnarmálaráðherra, að breyta hælunum svo þeir verði þægilegri. Skórnir sem konurnar verða í munu vera fóðraðir með efni sem halda skónum betur á fæti þegar konurnar marséra. Þá verða hælarnir minnkaðir örlítið samkvæmt tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að skónum hafi verið tekið opnum örmum af kvenhermönnum og að líklegt sé að hælaskórnir verði hluti af hátíðarbúningi kvenhermanna í landinu. Ákvörðun um að kvenhermenn skyldu klæðast hælaskóm var upprunalega tekin árið 2017 að sögn Tarans en hún hefur vakið mikla reiði. Meðal gagnrýnenda hafa verið kvenþingmenn sem hafa sakað varnarmálaráðherrann um að stefna lífi kvenhermannanna í hættu. Taran svaraði því til að „sum pólitísk öfl séu að reyna að gera úlfalda úr mýflugu.“
Úkraína Hernaður Jafnréttismál Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent