Sænskt par dæmt fyrir 181 nauðgun gegn barni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 11:00 Parið er sagt hafa framleitt meira en 100 klukkutíma af barnaníðsefni. Getty Sænskt par var í morgun sakfellt fyrir að hafa ítrekað nauðgað og misnotað tvö börn og að hafa átt og framleitt gríðarlegt magn af barnaklámi. Konan var dæmd í átta og hálfs árs fangelsi en maðurinn var dæmdur í 13 ára og sex mánaða fangelsi. Linda Caneus, saksóknari, segir málið eitt stærsta sinnar tegundar sem komið hafi upp í Svíþjóð. Fólkið var handtekið síðasta vor eftir að læknir tók eftir áverkum á barni sem benti til að það hafi verið misnotað. Karlmaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, var handtekinn í kjölfarið og húsleit gerð á heimili hans í Kalmar sýslu í Svíþjóð. Sænska ríkisútvarpið greinir frá. Þar fannst gríðarlegt magn barnakláms, meðal annars efni sem hann hafði framleitt sjálfur, og í kjölfarið var konan, sem er á fertugsaldri, handtekin í tengslum við málið. Á þeim tíma starfaði konan á leikskóla, en ekki er talið að hún hafi nýtt sér stöðu sína þar til barnaníðs. Talið er að parið hafi misnotað tvö börn ítrekað og nam ákæran 400 liðum. Framleiddu 100 klukkustundir af barnaníðsefni Parið þarf að greiða börnunum tveimur eina milljón sænskra króna í miskabætur, sem nemur rúmum 14 milljónum íslenskra króna. Óyggjandi sönnunargögn lágu fyrir í málinu en parið hafði verið duglegt við að taka upp ofbeldið sem þau beittu börnin. Alls fundust 1,8 milljón skrár á tölvum þeirra sem innihéldu barnaklám, þar af voru 200.000 skrár sagðar innihalda mjög gróft ofbeldi. Frá því að rannsókn hófst hefur lögreglan skoðað meira en 700 þúsund af þessum skrám, sem voru meira en þúsund klukkustundir af barnaklámi. Talið er að parið hafi framleitt um 100 klukkustundir af efninu. Talið er að ofbeldið hafi varað í sex ár. Maðurinn var sakfelldur fyrir 181 grófa nauðgun gegn barni og fyrir stórfellda framleiðslu á barnaníðsefni. Konan var sakfelld fyrir 14 grófar nauðganir gegn barni og fyrir að hafa framleitt barnaníðsefni. Svíþjóð Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Linda Caneus, saksóknari, segir málið eitt stærsta sinnar tegundar sem komið hafi upp í Svíþjóð. Fólkið var handtekið síðasta vor eftir að læknir tók eftir áverkum á barni sem benti til að það hafi verið misnotað. Karlmaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, var handtekinn í kjölfarið og húsleit gerð á heimili hans í Kalmar sýslu í Svíþjóð. Sænska ríkisútvarpið greinir frá. Þar fannst gríðarlegt magn barnakláms, meðal annars efni sem hann hafði framleitt sjálfur, og í kjölfarið var konan, sem er á fertugsaldri, handtekin í tengslum við málið. Á þeim tíma starfaði konan á leikskóla, en ekki er talið að hún hafi nýtt sér stöðu sína þar til barnaníðs. Talið er að parið hafi misnotað tvö börn ítrekað og nam ákæran 400 liðum. Framleiddu 100 klukkustundir af barnaníðsefni Parið þarf að greiða börnunum tveimur eina milljón sænskra króna í miskabætur, sem nemur rúmum 14 milljónum íslenskra króna. Óyggjandi sönnunargögn lágu fyrir í málinu en parið hafði verið duglegt við að taka upp ofbeldið sem þau beittu börnin. Alls fundust 1,8 milljón skrár á tölvum þeirra sem innihéldu barnaklám, þar af voru 200.000 skrár sagðar innihalda mjög gróft ofbeldi. Frá því að rannsókn hófst hefur lögreglan skoðað meira en 700 þúsund af þessum skrám, sem voru meira en þúsund klukkustundir af barnaklámi. Talið er að parið hafi framleitt um 100 klukkustundir af efninu. Talið er að ofbeldið hafi varað í sex ár. Maðurinn var sakfelldur fyrir 181 grófa nauðgun gegn barni og fyrir stórfellda framleiðslu á barnaníðsefni. Konan var sakfelld fyrir 14 grófar nauðganir gegn barni og fyrir að hafa framleitt barnaníðsefni.
Svíþjóð Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira